Að kjósa Hrunið

Það er sorglegt að lesa um úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðismanna. Það verður ekki annað séð en þeir sem fóru á kjörstað og tóku þátt hafi gert það til að blessa verk Sjálfstæðismanna undanfarin ár.

Úrslitin eru klapp á bakið, skilaboðin eru svona:

"Svona strákar mínir, þið eruð á réttri leið, meira svona! Endilega haltu áfram Sigurður Kári með það göfuga áhugamál þitt að selja áfengi í kjörbúðum, endilega haltu áfram Illugi með það göfuga áhugamál þitt að selja íslenskar orkulindir og lífsbjörgina frá Íslendingum, endilega komdu með Pétur í nýtt Kaupþingsævintýri, nú er að byrja nýtt spil á nýju borði en sömu leikreglur gilda. Bara þið og nokkrir auðmenn spila með og nú  skuluð þið spila  aftur með almenning á Íslandi og halda áfram blekkingarleiknum, þið skuluð  spila um  Ísland og kannski finnið þið  olíu og þá skulið þið spila um hana, eða það sem er betra, setja hana bara beint til þeirra sem styðja ykkur til valda."

Hvern telja þeir Sjálfstæðismenn sem tóku þátt í þessu prófkjöri sökudólginn á því að Ísland er núna gjaldþrota, þjóðin er vonlaus og örvæntingarfull, flestöll fyrirtæki í landinu eru tæknilega gjaldþrota og fólk á vinnumarkaði sem núna hefur enga vinnu er á leið úr landi þúsundum ef ekki tugþúsundum saman. Hverjum var Hrunið að kenna að áliti þeirra sem kusu núna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins? 

Úrslitin eru skýr. Þar er svarið þetta: Þeir sem kusu í prófkjöri Sjálfstæðismanna virðast telja sjálfsagt að hafa sama fólk við stjórnvölinn áfram þó að allt hafi hrunið fyrir þeirra tilstilli. Þeir kjósa aftur í sjö efstu sætin sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem í besta falli stuðluðu óvitandi að Hruninu með ráðleysi sínu og dáðleysi en í versta falli nöguðu vísvitandi í sundur í  gróðahyggju og peningjahyggjuflippi allar þær festingar sem hefðu getað komið í veg fyrir svona færi fyrir almenningi á Íslandi.

Í nafni auðmagnsfrelsis hafa Sjálfstæðismenn farið eins og foksandur yfir Ísland og eytt búsældarlegum sveitum og borgum og atvinnulífi þannig að nú er þar auðnin tóm og   hnípin þjóð  sem er fjötruð  í skuldir sem hún fær aldrei risið undir. Á því Alþingi sem nú er ljúka þá á Sjálfstæðisflokkurinn níu þingmenn fyrir Reykjavíkurkjördæmin.  Það er nokkuð ljóst að það verður mikið fylgishrun í kosningunum með þennan lista, lista þeirra sem komu okkur í Hrunið. Varlega ályktað mun Sjálftæðisflokkurinn missa 2 eða þrjá þingmenn. Það eru verulegar líkur  á því að Ásta Möller nái ekki inn á þing. Þannig er tekið til hjá Sjálfstæðisflokknum, þannig finnur Sjálfstæðisflokkurinn sökudólginn á Hruninu og hreinsar til hjá sér.

Það er verulega mikið að hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þetta er steinrunninn og staðnaður flokkur þar sem konur eiga engan séns  og þar sem almenningur á heldur engan séns. Þar eiga aðeins séns  auðmenn og handbendi þeirra, þeir sem eru  bakkaður upp af valdamiklum og fjársterkum aðilum og gömlu ættar-  og auðveldi. 

Einu sinni hélt ég og margir aðrir Íslendingar að fjármál Íslendinga væru í góðum höndum hjá Sjálfstæðisflokknum. Hugsaði ég ekki eins og hinir - að fólk eins og Pétur Blöndal og Geir Haarde sem svona mikla ánægju hefðu af að tala um peninga og fabúlera um alls konar peningaflæði og vefja inn í falleg orð, segja okkur hvað allir myndu græða þó auðvitað þeirra vinir græddu mest, að þeir væru fínir í fjármálin, þeir hefðu svo mikið vit á þessu. Svo kom í ljós að þeir voru bara að blöffa, þeir hafa ekkert vit á fjármálum, þeir aðvöruðu okkur ekki um að allt væri að sigla í strand - og það sem er verst - við vorum með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem laug og laug að okkur, reyndi að blekkja okkur og umheiminn um að allt væri með felldu þangað til allt hrundi yfir okkur.

Svona var röðin á listanum:

1. Illugi 4232

2. Guðlaugur 2868

3.  Pétur 3395

4.  Ólöf 2423

5.  Sigurður 2948

6. Birgir 2513

7. Ásta 2748

8. Erla Ósk 2666

9.  Þórlindur 3022

10.  Sigríður


mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er svoooo dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2009 kl. 10:37

2 identicon

Hvað er svo slæmt við að Sigurður Kári (eða aðrir þingmenn) vilji fá áfengi í kjörbúðir? Þetta atriði er eitt af þessum hlutum sem þið vinstrimenn tönnlist á í sífellu þegar á að níða niður Sigurð Kára eða Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni... ég vil nefna tvo hluti hér: 

1. Sigurður Kári bað um að taka málið af dagskrá í byrjun þings á árinu til að hleypa mikilvægari málum að.

2. Er það ekki jákvætt ef matvörumarkaðurinn á Íslandi fær betri rekstrargrundvöll (sérstaklega í ljósi erfiðs árferðis) með því að fá að selja vöru sem er seld í matvörubúðum um alla Evrópu? Er ekki kominn tími til að láta af allri svona séríslenskri forsjárhyggju?

Davíð Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessum úrslitum úr prófkjörinu. Það er ábyrgðarlaust að hlæja þó óneitanlega sé þetta grátbroslegt. Ég veit ekki hvaða fólk þetta er sem kaus, kannski var smalað saman íþróttafélögum eða hagsmunafélögum. Kannski er svindlað í þessum prófkjörum. Kannski er mannlegt eðli þannig að fólk kýs það nafn sem er kunnuglegast, þann sem mest hefur tjáð sig.

Hér er annað blogg um sama og ég tek á:

Kjósendur Sjálfstæðiflokks eru sannkölluð hirðfífl - rök

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.3.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Davíð, Sigurður Kári bað ekki um að málið yrði tekið af dagskrá fyrr en ljóst var að það var allt brjálað úti í samfélaginu út af því að það var tekið á dagskrá.  Þetta mál er bara persónugervingur þess hver forgangsröðunin hjá honum virðist vera.  Hún er ekki sú sama og hjá okkur flestum hinum.

Ég vona bara að þessi úrslit geri það að verkum að færri (helst muuuun færri) kjósi Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég hélt að fólk almennt vildi breytingar en það er ekki að sjá, hvorki í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins né Samfylkingar.

Nú er spurning hvort að þetta fólk "selji" í næstu kosningum. Það höfðar a.m.k. ekki til mín.

Sigurður Haukur Gíslason, 15.3.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir góðan og sannan pistil.

Það er eins og fólk sé heilaþvegið.  En ætli staðreyndin sé ekki sú að Hannesi Hólmsteini rataðist rétt orð í munn þegar hann sagði að sjálfstæðismenn væru ekki pólitískir og vildu láta hugsa fyrir sig.

Fólk sem kýs það sama yfir sig er að gefa skýr skilaboð til stjórnvalda.  Skilaboðin eru TAKK FYRIR EFNAHAGSHRUNIÐ.

Anna Einarsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:50

7 Smámynd: Heidi Strand

Þeir voru bara að þakka fyrir sig og biður um meira af því sama.

Heidi Strand, 15.3.2009 kl. 12:15

8 identicon

Þetta er grátleg röksemdarfærsla.....Flokkur sem sat í 8 ár með Sjálfstæðisflokknum reynir nú að segja okkur að hann hafi verið víðsfjarri.......Ef krafan er um koma heiðarlega fram...viðurkenna eigin mistök er rétt að byrja í eigin ranni.....

T.d. að tengja Pétur við Kaupþing vegna þess að hann stofnaði Kaupþing....af hverju ekki að kenna Pálma tengdum við Hagkup um fall Baugs Group af því að hann stofnaði Hagkaup........

ég er orðinn þreyttur á sífelldum gífuryrðum...þar sem einstaklingar eru rakkaðir niður, níddur skórinn af fólki....er vonlaust að fólk tali fyrir sínum gildum og væntingum...haldi þeim á lofti...

Örn (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 15:06

9 identicon

hmm..

 Var ekki Björgvin viðskipta ráðherra ?

Var hann eki kosinn í efsta sætið í prófkjöri ?  sé þig ekki gagnrýna það. Skiptir engu þótt hann hafi sagt af sér, hann er jafn sekur og allir hinir.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:20

10 identicon

Tek undir með nafna mínum hér að ofan en spyr samt: Á hvað plánettu lifir þú Salvör ? Þú veist að allir eru svo flottir og saklausir í þínum flokki ? Hreint rugl, það er von að konum gekk illa í prófkjörum helgarinnar, þökk sé þér og þínum skoðanafólki, ruglað lið.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:50

11 identicon

Fyrirgrefðu að ég kom hér inn, meira rugl hef ég ekki vitað. Kem aldrei hér inn aftur, vona að ykkur liði vel í VG með ykkar töframann.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:08

12 Smámynd: Einar Karl

Já ýmsir hafa misjafnan farangur á bakinu. Hefur Pétur Blöndal skýrt aðkomu sína að SPRON sölu

Og fyrir norðan fer hátt á lista pýramídahagfræðingur, sem gerði nákvæmlega það sama og Kaupþingsmenn voru úthrópaðir fyrir að reyna...

Einar Karl, 15.3.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband