Ameríkuagentarnir

Í dag var fundur í Skriðu, fundarsal hérna í háskólanum þar sem ég vinn. Það var troðfullt, margir stóðu, það voru yfir 400 manns á fundinum. Það var verið að kynna atvinnutækifæri í Kanada, nánar tiltekið í Manitoba en það var einmitt í það fylki sem Íslendingar fóru á sínum tíma til Nýja Íslands. En það nýja Ísland var ekki byggt á  stað sem var búsældarlegastur í Kanada, ég held að á þeim tíma hafi stjórn Kanada beinlínis sóst eftir fólki af heimskautasvæðum sem kynni að lifa af á harðbýlum svæðum. Í Manitoba er funheitt á sumrin og í Manitoba er ískalt á veturna. 

Hér er vídeóbútur þar sem einn úr salnum, ófaglærður verkamaður sem hefur misst vinnu vegna hrunsins spyr um möguleika sína til vinnu í Kanada. Þeir eru ekki miklir, það er víst einhvers konar punktakerfi þarna, Kanada vill vel menntað fólk með mikla málakunnáttu , fólk sem er "employable". Það eru hagsmunir Kanada sem ráða för í hvaða fólk getur fengið atvinnuleyfi þar.

En þetta var sorglegur fundur, það er sorglegt að svo sé komið fyrir Íslandi að hér sé að bresta á fólksflótti og önnur ríki reyni að pikka út þá úr íslensku vinnuafli sem þau hafa mesta þörf fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

...og hjúkkurnar okkar flykkjast til Noregs.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband