7.3.2009 | 09:34
Mannréttindi útrásarvíkinga, mannréttindi vítisengla
Ríkisútvarpiđ, fjölmiđillinn í eigu allra landsmanna og undir stjórn menntamálaráđherra er áhrifaríkur miđill í íslensku samfélagi, rödd Íslendinga. Í gćrkvöldi var í fréttum og Kastljósi RÚV tekin fyrir tvö mál, annars vegar kóngulóarvefur gervifyrirtćkja sem Björgólfsfeđgar hafa spunniđ utan um sig út um allar trissur og ţeir hafa fest vef sinn á ýmsum skerjum langt út í hafi, eyjum sem enginn hefur heyrt minnst á nema gegnum frásagnir af ferđum fjármagns ţeirra. Ferđalög víkinga nútímans eru nefnilega ekki bara virtual heldur eru ţau ţannig ađ mađurinn ferđast ekki, eignirnar ferđast heldur ekki, ţađ sem flćđir á milli er eignarhald og skuldir, ţađ er ţađ sem sogast frá einu skeri á annađ í einhverjum skrípaleik kasínókapítalísks hagkerfis.
Hitt máliđ sem takiđ var fyrir á Rúv í gćr var koma nokkurra vítisengla sem voru bođnir í partý hérna. Ţeim var meinađur landgangur, ađ mér skilst vegna alsherjarreglu og af ţví ađ ţeir ganga í leđurfötum og keyra mótórhjól og eru í félagi sem sums stađar er skilgreint sem glćpasamtök. Ég hef nú dálitla samúđ međ fólki sem er sjálfkrafa dćmt óalandi, ég hef reynslu af ţví ađ vera af meintri hryđjuverkaţjóđ.
Svo var í Kastljósinu afar, afar ósmekkleg og undarleg sena. Ţađ var einhvers konar auglýsing fyrir skemmtistađ (af hverju er Kastljós međ svona illa dulbúnar auglýsingar fyrir skemmtibúllur?)en einn liđur í ţví ađ auglýsa ţennan skemmtistađ var ađ auglýsa upp klósettin hjá ţeim. Ţađ var miklum tíma eytt í ađ sýna klósett sem voru myndskreytt međ myndum af útrásarvíkingum og eigandi ţessa stađar útlistađi í nokkrum smáatriđum gleđina og útrásina sem fólst í ađ sprćna á ţessa meinta sakamenn.
Ţetta var viđbjóđslegt viđtal. Ég hef enga samúđ međ ţeim sem komu okkur í ţessa stöđu sem viđ erum í núna en engin réttarhöld hafa fariđ fram og engin hefur ennţá veriđ opinberlega ákćrđur fyrir ađ bera ábyrgđ á hruninu. Og jafnvel ţó ađ ţessi menn hefđu veriđ dćmdir og fundnir sekir um landráđ og glćpi gagnvart íslensku ţjóđinni ţá er ţađ siđlaust og vitfirringslegt ađ nota myndir af ţeim á ţenna hátt, ţađ er eins konar hermigaldur ađ reyna ađ lítilsvirđa ţá međ ţví ađ kúka og pissa á ţá.
Allir menn eiga rétt á heiđarlegri og málefnalegri umfjöllun, líka vítsenglar, líka útrásarvíkingar í ónáđ. Viđ ćttum ekki ađ skerđa mannréttindi ţeirra sem okkur líkar illa viđ ef viđ myndum ekki vilja skerđa mannréttindi vina okkar á sama hátt.
Hvađ ef ţessi skemmtistađur hefđi haft myndir af íslenskum fréttakonum á klósettunum? Hefđi ţessi frétt veriđ birt međ sams konar gleđi í Kastljósinu? Og varđandi vítisenglanna ţá er ţađ alveg klárt ađ ţetta er félagsskapur sem dregur ađ sér svona gćja sem vilja virka hćttulegir og eru hugsanlega hćttulegir. En ég hugsa ađ mótorhjólasportiđ dregi til sín sams konar fólk og fer í ţessar flúđaferđir (river rafting), svona fólk sem fćr kikk út úr ađ koma til eldlandsins Íslands og upplifa sig í stöđugri lífshćttu og baráttu viđ náttúruöflin. Ég held líka ađ vítisenglar dragist upp á hálendiđ, ţeir hafa svona fjalla-eyvindar-mentalitet.
Mér finnst nú frekar mikil skammsýni ađ útiloka mótórhjólagengi í ađ vera túristar á Íslandi og raunar mannréttindamál ađ ţeir fái ađ fara í ofurhugaferđir hér á landi.
En ţá fyrst reynir á hversu mikiđ viđ styđjum viđ mannréttindi ţegar kemur ađ ţví hvađa mannréttindi viđ viljum fyrir ţá sem okkur er illa viđ og ţá sem viđ teljum okkur eiga eitthvađ sökótt viđ.
12 vísađ frá landinu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
100% sammála ţér Jóhann. " Vítisenglar " hafa ađeins ein lög og ţađ eru ţeirra eigin lög. Ţeir virđa engin mannréttindi . Ţeir berjast viđ önnur glćpagengi um yfirráđ á eiturlyfjasölu- og smygli og hika ekki viđ ađ myrđa sína eigin félagsmenn ef ţeir gera smá mistök sem getur komiđ upp um ţeirra glćpastarfssemi. Vítisenglar hafa engann áhuga á svađilförum á Íslandi heldur skipulagi á eiturlyfjasölu og yfirráđum! Ţetta eru einfaldlega siđlausir lagleysingjar sem fara sínar eigin leiđir.
Hitt er annađ mál ađ útrásarvíkingarnir íslensku eru einnig siđleysingjar og eiga ekkert gott skiliđ í framtíđinni og vonandi verđa ţetta " áhrifsorđ ".
V. Jóhannsson (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 11:43
Vítisenglar eru kórdrengir í samanburđi viđ ţetta Armani pakk sem valsar inn og út úr landinu óáreitt. Fjórmenningarnir sem Morgunblađiđ fjallar um í dag eru hinir einu sönnu englar vítis. Góđ grein hjá ţér Salvör.
Finnur Bárđarson, 7.3.2009 kl. 12:48
Hell's Angels eru skilgreindir sem glćpasamtök og dćmdum sakamönnum er snúiđ frá landinu m.t.t. allsherjarreglu. Hefur ekkert međ mótorhjól ađ gera.
Hver var afstađa ţín, Salvör, gagnvart málţingi starfsmanna í klámiđnađi áriđ 2007 sem halda átti hérlendis? Á hvađa forsendum?
Fimmta valdiđ (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 13:09
Fimmta valdiđ: Ég vil svara spurningu ţinni eins og ég gerđi á bloggi á sínum tíma. Ég var mjög ánćgđ međ ađ hćtt vćri viđ ađ halda ţessa ráđstefnu hérlendis en ég dró í efa ađ hótel hér á Íslandi gćtu mismunađ svona hótelgestum ţ.e. meinađ ađgang ţeim sem ţau teldu ekki vera ađ gera nógu góđa hluti hér á landi. Á sama hátt finnst mér af og frá ađ Visa fyrirtćki leggist í ađ rannsaka hvađ ţeir sem eru međ visareikning eru ađ borga fyrir. Ég veit ađ margir femínistar eru ósammála mér, ţeim finnst ađ ţađ í lagi ađ meina klámfólki ađ leigja hér hótelherbergi. Ţó ég sé harđlínufemínisti sjálf ţá er ég líka áhugamanneskja um mannréttindi og frelsi og ef ţetta tvennt skarast ţá mun ég alltaf taka málstađ ţess sem er sviptur grundvallarmannréttindum - hvort sem ţađ er Skarphéđinn Nálsson, Björgólfur Guđmundsson eđa einhver norskur vítisengill.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 14:02
ég ćtla ađ notfćra mér ađstöđu mína sem stjórnanda ţessa bloggs og ţurrka út athugasemdir tveggja rugludalla sem réđust á mig međ óbótaskömmum fyrir ađ verđa vítisengla. Mér finnst alveg sérstaklega gaman ađ meina ţeim ađgang ađ svarhala hér á mínu bloggi, ţeim hinum sömu og finnst í lagi ađ meina hópi Norđmanna ađ fara í kjötsúpu til vina sinna á Íslandi
Og varđandi ţá sem munu ţá jarma yfir ađ mér farist ekki ađ tala um frelsiđ, ég sem sjálf loka á fólk sem segir ţađ sem mér líkar ekki viđ ţá vil ég benda á ađ ţađ er bloggari sem rćđur hvađ má birtast á hans athugasemdakerfi og endilega stofniđ bara blogg sjálf ţiđ sem hafiđ veriđ vísađ úr mínu umráđasvćđi
Ţetta er alveg sérstaklega skemmtilegt ađ loka svona á hrokagikki sem finnst ađ allir sem tala ekki eins og ţeir sjálfir viti ekkert og hafi ekki kynnt sér máliđ.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 14:09
Ţegar ég skođađi svarhalana betur ţá sá ég ađ ekki var tilefni til ađ vísa út úr minni landhelgi (eylandi ţessa bloggs) nema öđrum sem var óssammála mér, ţ.e.e ţeim sem nefndi sig Jóhann. Ég faldi athugasemd hans og bannađi hans IP tölu. Ástćđan er auđvitađ almannahagmunir og alsherjarregla, sama og vítisenglum er vísar úr landi fyrir, viđ getum ekki leyft alls konar slúbbertum og drusluliđi ađ tjá sig á ţessu eđla bloggi mínu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 14:16
Fimmta valdiđ: Fann hérna blogg sem ég skrifađi um klámráđstefnuna á sínum tíma, ég get ekki séđ annađ en ég sé alveg sjálfri mér samkvćm, hvort ţađ séu vítisenglar eđa klámhundar. Mannréttindi eiga líka ađ gilda fyrir ţá. Hér er bloggiđ: Takk allir
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 14:36
Got hjá ţér Salvör. Mađur gerir ţá lágmarkskröfu til gesta ađ ţeir sýni af sér háttvísi og almenna kurteisi ţegar ţeir koma í heimsókn. Ţetta er ţín síđa og viđ eru gestir.
Finnur Bárđarson, 7.3.2009 kl. 14:40
Ţakka svör ţín Salvör. Ég vil gera stóran greinarmun á ţessum tveimur hópum. Annar ţeirra frá einum kima viđskiptalífsins (og ekki ţeim ljótasta) í fullkomlega lögmćtum erindum og án ţess ađ sannanlega vćru međal ţeirra lögbrjótar. Ekki ósvipađ ţví ef hér hefđi ćtlađ ađ koma hópur frá kaţólskri kirkjudeild í USA. Vilji menn klína óţverra klámiđnađinn má gera ţađ gagnvart kaţólsku kirkjunni međ svipuđum ađferđum, en innan hennar hafa veriđ framin svćsin níđingsverk á fólki sem ţekkt er.
Hinsvegar erum viđ ađ verjast innreiđ glćpasamtaka. Hvar er réttur okkar almennra borgara gagnvart ţeim og ţeirra "mannréttindum" eđa rétti til ađ útvíkka glćpastarfsemi sína? Eiga mannréttindi heiđvirđra íslenskra borgara hér ekki ađ vega ţyngra? Mitt svar er augljóst af ţví sem fyrr er sagt.
Fimmta valdiđ (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 15:22
Hells Angels hafa stađiđ fyrir morđum, ránum, eiturlyfjasölu og öđru slíku sem ég hef fjallađ ítarlega um á vefsíđu minni. Mjög mikilvćgt er ađ koma í veg fyrir ađ ţessir glćpamenn nái ítökum hér og ćtti fólk ţví ađ hrósa lögreglunni fyrir ţessa góđu lausn mála.
Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 15:28
Ţađ er mikil einfeldni ađ rćđa um komu vítisengla á ţví plani ađ hér séu ađ koma túristar á leiđ í flúđasiglingar og mótorhjólaţeyserí. Jú, ţeir eru menn eins og ađrir og njóta ţví ađ sjálfsögđu mannréttinda skv. lögum og stjórnarskrá. En stórnarskráin gerir einmitt ráđ fyrir ţví í nánast öllum mannréttindaákvćđunum ađ nauđsynlegt geti reynst ađ skerđa ţau ađ einhverju leyti séu ákveđin skilyrđi uppfyllt.
Stađreyndin er sú ađ Vítisenglar eru samtök međ frekar skýr markmiđ: ná bólfestu á svćđum til ţess ađ ná ţar yfirráđum á fíkniefnamarkađi og fleiri sviđum glćpa. Ţađ er ekkert leyndarmál og ţví furđa ég mig alltaf jafn mikiđ á ţví ađ fólk fari ađ tala um ađ ţetta séu nú örugglega ágćtis piltar, ţađ ţurfi ađ gefa ţeim séns, ţeir hafi nú enn ekkert gert af sér o.s.frv.
Hverskonar barnaskapur er ţetta ?? Hvernig dettur fólki í hug ađ mála ţá í björtum og hvítum litum á ţeim forsendum ađ ţeir hafi enn ekki brotiđ hér af sér ? Sé ţeim leyft ađ ná hér fótfestu er ekki aftur snúiđ međ ţađ, og viđ ţurfum ađ fást viđ margfalt harđsvírađari glćpamenn en nokkurn tíma áđur. Bull og vitleysa.
Mannréttindi ţeirra eru skert ţar sem hagsmunir heildarinnar eru vega svo mun ţyngra en ţeirra einstöku réttindi ađ fá ađ fara frjálsir ferđa sinna hvert sem ţeir vilja. Og ţađ er vel!
Ţađ má segja hitt og ţetta um útrásarvíkinga, og ég er ţví flestu sammála. En ađ ćtla ađ gefa vítisenglum prik í samanburđi viđ ţá, og bera fram ţvćtting eins og ađ fyrst ađ Jón Ásgeir og félagar fá ađ valsa um hér ţá ćttu vítisenglar ađ fá ađ gera ţađ líka er í besta falli heimskuleg nálgun. Ţađ er jafn vitlaust og ađ segja ađ fíkniefnasmyglarar eigi ađ fá lćgri dóma ţar sem nauđgarar fá ţá.
Kári Ólafsson (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 15:29
Ekki virkaru nú gáfulegri kćra Salvör fyrir ţađ ađ ţurrka út fćrsluna frá mér.
Ég ćtla ađ vona ţađ ađ ţú og ţínir nánustu lendi aldrei í ţví ađ kynnast "vítisenglum" persónulega. Reyndar vona ég ađ Íslendingar losni viđ ţá plágu. Ţađ getur vel veriđ ađ fyrir ţér sé ţetta grín, en ég ćtla ţá ađ biđja ţig ađ gćta vel ađ ţví sem ţú segirá blogginu og íhuga ađ hverju ţú ert ađ stuđla.
Jóhann (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 19:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.