Ég býð mig fram í bankaráðið, ég er líka viðskiptafræðingur eins og Gunnar

Eru margir viðskiptafræðingar sem heita Gunnar Örn Kristjánsson? Er ég kannski að fara mannavillt, er það þessi sami Gunnar Örn og varð að segja af sér sem forstjóri SÍF vegna þess að hann skrifaði upp á ársreikninga fyrir vin sinn án þess að athuga þá nánar. Þessi vinur hans var að möndla með lífeyri lækna. Ég hugsa að læknar á Íslandi hafi ekki verið  paránægðir með að  Gunnar færi að möndla með fé landsmanna - eða alla vega iðkaði það að skrifa upp á reikninga sem hann hefði ekki farið yfir.  Þetta var nú alveg víðáttuvitlaust að skipa hann í bankaráðið, hverjum datt það í hug á tíma þar sem nauðsynlegt er að það engin tortryggni sé um hæfi fólks til setu í bankaráði. 

Eða er svona mikil mannafæð í þeim sem koma til greina í bankaráð? Ætli maður verði þá ekki að fórna sér og ég gef þess vegna kost á mér í hvaða bankaráð sem er. Ég er nú enda skólasystir hans Gunnar úr Viðskiptafræðinni í háskólanum. Ég var reyndar í þjóðhagskjarna en ekki fyrirtækjakjarna en það hlýtur nú bara að vera kostur í dag þegar bankakerfið er allt komið í opinbera umsjá og gjörgæslu. Svo þarf enginn að efast um heiðarleika minn og ekki er ég neitt bendluð við spillingu. Til marks um það má nefna að ég er í Framsóknarflokknum en þangað flykkjast allir núna sem vilja siðbót í íslenskum stjórnmálum.

En hér er frétt sem ég fann á BB.is um þetta læknalífeyrissjóðsmál og eftirköst þess:

Iðgjöldum stolið og rukkað um lán

Ástráður Hreiðarsson yfirlæknir stefnir Tryggingasjóði lækna fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krefst niðurfellingar á láni sem sjóðurinn veitti honum. Ástráður er félagi í Tryggingasjóðnum og einn þeirra sem töpuðu öllum sínum lífeyri þegar sjóðurinn fór í þrot vegna 80 milljóna króna fjárdráttar Lárusar Halldórssonar fyrrverandi sjóðsstjóra. Lárus fékk fangelsisdóm vegna afbrotsins. Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, hefur verið ákærður fyrir sinn hlut með því að bregðast skyldum sem endurskoðandi sjóðsins.

Borgaraleg uppreisn Ástráðs gegn sjóðnum hófst eftir að honum var tilkynnt að lífeyrir hans væri glataður.

Gunnar Örn segir að sér komi málið ekki við.
Þess má geta að Gunnar Örn var ekki sakfelldur í þessu máli árið 2004, sjá hérna:
Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður
Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. 

Gunnar Örn var ákærður fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um starfsemi lífeyrissjóða, með því að hafa á árunum 1993-2001 vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi ársreikninga Tryggingarsjóðsins. Skilanefnd Tryggingarsjóðsins krafðist þess að Gunnar Örn skyldi dæmdur til að greiða sjóðnum rúmlega 47,5 milljónir króna. Hann var sakaður um að hafa áritað ársreikningana án fyrirvara og ekki hagað endurskoðunarvinnu sinni í samræmi við góða endurskoðunarvenju.

Ríkislögreglustjóri krafðist þess að Gunnar Örn yrði dæmdur til refsingar og ennfremur sviptur réttindum til starfa sem löggiltur endurskoðandi. Gunnar Örn neitaði öllum sakargiftum og komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á sök hans. Hann var því alfarið sýknaður og bótakröfu Skilanefndar vísað frá dómi.


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég styð þig af heilum hug. Það dugar að benda á þitt ágæta blogg, sem sýnir að þú ert vel hæf.

Finnur Bárðarson, 25.2.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Heyr heyr Salvör - sé þig varla fyrir mér sitjandi einhvers staðar í skjóli myrkurs að framkvæma bókhaldslega gjörninga eða jafnvel myrkraverk.

Þessi maður átti ekkert erindi í bankaráð.

Gefðu kost á þér, konur eru ekkert alltof margar í þessum stjórnum og enn síður konur sem eiga sér heiðarlega fjármálafortíð og nútíð.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Steinar Kristjánsson

Ég verð að taka undir með þér hversu víðáttuvitlast var að ráða Gunnar þar sem hann er eins og þú greinilega veist allt um hans endalausa svindl og svínarí, það er auðvitað víðáttuvitlaust að þú Salvör hafi ekki verið fyrsti kostur, þar sem þú ert svo heiðarleg og yfirmáta hæf ekki bara til þessa starfs heldur til hvaða starfa sem er, enda viðskiftafræðingur og framsóknarkona. Hann varð auðvitað að hætta sem forstjóri SÍF vegna spillingar enda þegar hann tekur við starfi hjá SÍF sem var þá með 4.5milljarða veltu og tíu árum seinna var veltan aðeins rétt yfir 80 milljarða, hluthöfum til skelfingar hlýtur að vera, önnur ástæða hefur auðvitað ekki verið að nýjir aðilar svokallaður S-hópur nær yfirhendi í SÍF með Ólaf Ólafsson sem nýjan stjórnarformann????.

Síðan má auðvitað lesa áfram á þessu bloggi að þú hefur sannarlega rétt fyrir þér, þar sem aðrir taka undir með þér, hann er asni, siðspilltur, þjófur, rekur fyrirtæki vísvitandi í þrot, borgar ekki af bílnum sínum, eða týnir honum sem er ekkert mál. Rekur fyrirtæki sem hann á en á ekki, eða er hann sonur sinn eða sonur hanns hann, þetta er það eina sem ég skil ekki alveg, en hlýtur að vera rétt og að endingu skora ég á Steingrím að ráða einhvern sem hann þekkir eins og þig Salvör, því auðvitað veit hann Steimgrímur allt um heiðarleika og hæfni þína, því hann vissi ekkert um Gunnar og hélt hann vera stjörnufræðing og réð hann auðvitað með þetta í huga og ég skora á Steingrím að ráða þig og bara þig og engann annan en þig, alla vega mæli ég með þér.

Með bestu kveðju

Steinar

Steinar Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég mæli með þér sem bankaráðsmanni fyrir tvennt: þú ert eða virðist vera heiðarleg og skemmtileg. Einu sinni var ég í Framsóknarflokknum ásamt móður þinni. Ég hvarf úr flokknum vegna hægrivillu forystunnar og annarra hluta. Ég þykist vera fremur óspilltur. Á ég þá að hverfa aftur heim til föðurhúsanna? Spyr vegna þess að faðir minn var í Framsóknarflokknum í rúma hálfa öld, náinn vinur og stuðningsmaður Jónasar frá Hriflu.

Arnþór Helgason, 25.2.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Er það ekki akkúrat það sem við eigum að gera Salvör - að bjóða okkur fram til góðra verka!

Annars er alltaf leitað í smiðju til sama fólksins.

Og ég skora á þig og er ég ekki framsóknarkona.  Þú hefur menntun  sem til þarf og örugglega áræði til að smitast ekki eins og formaður VR! þegar hann sat í stjórn Kaupþings.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband