23.2.2009 | 22:06
Lengi getur lágt lækkað
deCode skrapar botninn og hlutabréfin eru orðin verðlaus, það skiptir ekki máli hvort þau lækka um 1 sent í dag. Það er ekki mikið frétt að bréfin í deCode hafi lækkað um 7,8% og séu núna 21 sent.
Hlutabréfamarkaður er að ná hryllilegum botni. Sama þótt tilkynnt hafi verið um plan eftir plan hjá stjórnvöldum. Við getum ekki ímyndað okkur hversu slæmt ástandið væri ef stjórnvöl hefðu ekki gripið inn í Bandaríkjunum.
Allt bendir til að það þurfi fleiri þjóðir að fara íslensku leiðina og þjóðnýta banka. Krugman mælir með íslensku leiðinni og bendir á að bankar rambi á barmi gjaldþrots í greininni Banking on the Brink.
Mér finnst þessi ríkisbankaleið nokkuð smellin. Ég vil ekki að peningargerðarvélar séu látnar í hendur fjárglæframanna. En sumir kanar kalla leið Obama sítrónusósíalisma, svona leið þar sem fé hagnaðurinn er einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Það verður ekki langt í að Kanarnir þjóðnýti sína banka eins og Íslendingar hafa gert. Bankar eru stórhættulegar stofnanir í hagkerfi nútímans og það er langskynsamlegast að þeir séu í eigu ríkisins eða einhvers konar samfélagslegri eigu.
Bandarísk hlutabréf lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Veit einhver hver Íslenska leiðin liggur, eða hvar hún endar?
Krugman virðist ekki vera hrifin af ríkisreknum bönkum, alla vegna ekki ef marka má greinina sem þú vísar til. Hann er hins vegar talsmaður þess að ríkið taki yfir banka tímabundið með þeim hætti að hluthafar tapi eign sinni. Þar er ég honum hjartanlega sammála.
En í grein Krugmans segir m.a.:
And once again, long-term government ownership isn’t the goal: like the small banks seized by the F.D.I.C. every week, major banks would be returned to private control as soon as possible. The finance blog Calculated Risk suggests that instead of calling the process nationalization, we should call it “preprivatization.”
Þar held ég að Krugman hafi sömuleiðis rétt fyrir sér.
G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 22:25
Enn og aftur þarf maður að leiðrétta fólk í fáfræði sinni um fjármál, jæja, þetta er víst þarfaverk!!
Íslensku bankarnir voru ekki þjóðnýttir. Þeir voru viljandi látnir falla. Þeir eru nú í gjaldþrotameðferð(kallað greiðslustöðvun til að þeir geta athafnað sig að e-u viti).
Ef þú getur leiðrétt, sem ég tel engar líkur( reyndar aldrei gerst á þessu blessaða moggabloggi að nokkur einasta sála tali af viti). T.d. bankar eins og Northern rock, og fleiri sem breska ríkið hefur tekið yfir standa við skuldbindingar sínar, ólíkt því sem íslenskir bankar(ríkið) munu gera.
Það væri gaman að bara að reikna út hvað viðskiptaóvild Íslendinga hefur kostað okkur. Einnig einstaklega fyndið að hlusta á framsóknarmenn tala um niðurfellingu skulda á skuldurum núna. Sami flokkur og hleypti öllu í bál og brand varðandi fáránlega há húsnæðislán. Er mönnum ekki bjargandi, ég bara spyr??
Jóhannes (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:20
Annað orð yfir sítrónusósíalismi er pilsfaldakapítalismi.
Sigurbjörn Sveinsson, 24.2.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.