23.2.2009 | 17:38
Opinn hugbúnaður fyrir skólanema
Ég er núna að kynna forritið Paint.net fyrir kennaranemum. Ég er líka að kynna þeim möguleikann á að nota opið efni þ.e. án hefðbundinna höfundaleyfa. Ég reyni eins og ég get að sannfæra fólk um kosti þess að hafa almenninga fyrir hugbúnað sem og annars konar stafrænt efni.
Ég setti hér á eina vefsíðu sýnishorn af hvað hægt er að gera í paint.net. Þetta er einfalt forrit, svona millistigið milli Photoshop og Ms paint. Paint.net er ókeypis, opinn hugbúnaður sem er til á makka, pc og linux stýrikerfi. Hér er er mynd sem ég gerði með svona retro áferð, þetta verður eins og einhvers konar grafíkverk. Svo er ákaflega einfalt að blanda saman tveimur myndum, hér blanda ég saman sprungnum steinvegg og mynd af börnum við tölvu.
Þau myndvinnsluforrit sem við erum að kynna núna eru Inkscape vektoraforrit, Tuxpaint fyrir litla krakka, Paint.net og Gimp.
Það er allt annað líf að vera með opinn hugbúnað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
Lumarðu á upplýsingum um opið umbrotsforrit, s.s. til bæklingagerðar?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.2.2009 kl. 07:56
Mér sýnist ég hafa fundið eitt hér: http://www.scribus.net/
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.2.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.