Tökum upp fjögurra daga vinnuviku

Það er eitthvað absúrd við verkalýðsbaráttu núna sem gengur út á að hækka kaup. Það er jafn lítil jarðtenging hjá verkalýðsforingjum sem einblína á það eins og hjá þessum fulltrúum verkalýðsfélaga sem tóku þátt í bankaundrinu mikla og spreðuðu samansöfnuðum lífeyrissparnaði félagsmanna sinna í að púkka undir skuldsettar yfirtökur og lánafyllerí.

Af hverju krefjast verkalýðsfélög þess ekki að fá að vita umbúðalaust hver staðan er? Átta forustumenn verkalýðsfélaga sig ekki á því risastóra vandamáli heils samfélags sem við stöndum frammi fyrir núna? Ennþá er ég að hitta fólk sem segir hróðugt að það hafi ekkert orðið vart við þessa kreppu, hvort þetta sé ekki mest í fjölmiðlum, ennþá séu bílar á götunum, ennþá séu steikur á borðum, ennþá hafi fólk í umönnunarstörfum og afleiddum störfum vinnu, ennþá hafi enginn sem það þekkir misst vinnuna. Ég hef heyrt fólk utan höfuðborgarsvæðisins halda því fram að þetta sé Reykjavíkurkreppa, það sé engin kreppa annars staðar, þar hafi ekki verið neinn uppgangur í þeirra byggðalagi og það geti  því ekkert farið þar niður.

En málið er þannig að sveiflur eru lengi að fara í gegnum hagkerfið og reyndar eru sveiflur lengi að berast um hagkerfi heimsins en bylgja sem rís  á einum stað skellur niður einhvern tíma seinna á öðrum stað. Því miður er ástandið þannig að allt bendir til þess að ástandið muni halda áfram að versna. Fólk hérna á Íslandi heldur að hér sé kreppan dýpst og víst er fallið hátt hérna en á sumum svæðum í Bandaríkjunum er ástandið ömurlegt, þar er ekki það velferðarkerfi samtryggingar sem við teljum okkur búa við - teljum okkur búa við - ég nota það orðalag með vilja því það getur farið svo að velferðarkerfið brotni undan þunganum ef allt of mikið reynir á það.

Eins og er þá er ekkert í stöðunni annað en búa sig undir langvinnt kreppuástand, það er mælt í nokkrum árum. Það getur verið að hagkerfið brotni svo mikið saman að við séum eins og á striðstímum og verðum að stunda sjálfþurftarbúskapur og vöruskipti og búa við skömmtunarkerfi.

Það eru margir sem þurfa næstu mánuði að lifa á atvinnuleysisbótum og það er afar mikilvægt að þeirri vinnu sem er í samfélaginu sé skipt á sem réttlátastan og jafnastan hátt.


mbl.is Staðið verði við launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upp ú 1970, var vinnuvikan stytt úr 44 stundum í 40 stundir og hefur svo verið síðan, þrátt fyrir gjörbreytta þjóðfélagsgerð, þar sem staða hinnar heimavinnandi húmóður hefur verið aflögð. Í mörg ár hafa verið  uppi háværar raddir um og flestir uppeldissérfræðingar sammála um, að vanda íslenskrar æsku megi að stórum hluta rekja til of lítils samneytis við foreldra og að foreldrar hafi ekki nægan tíma til að sinna börnum sína vegna mikils vinnuálags utan heimilis. Það er mín skoðun , að það sé löngu tímabært að stytta vinnuvikuna og koma þannig á móts við grundvallarþarfir bæði foreldra og barna.   

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 02:59

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála um styttingu vinnuviku eða styttri vinnudegi á meðan ástandið er svona.

Mér finnst ástæðulaust að spreða út úr atvinnuleysissjóði, deilum þeirri vinnu sem er að hafa.  Jöfnum kjör og spörum okkur út úr þessarri kreppu.

Það er með ólíkindum hvað stjórnmálamenn tala digurbarkalega. 

„Sláum skjaldborg utan um heimilin“  segja þeir. Auðvitað en eftir hverju eru þeir að bíða.  Að allt sé hrunið áður en þeir dr..... til að segja sannleikan og byrja að taka á málunum.

Við þurfum ekki að aka á jeppunum okkar, tökum strætó eða göngum. 

Það er hjákátlegt að hlusta á þessa verkalýðsforystu, þeir vilja auðvitað ekki missa nefndarlaunin og það allt.

Ég er yfir mig þreytt á öllu þessu „ forréttindafólki“ þeir eru hypakratar í sinni verstu mynd.

Vildi að ég gæti tekið mér frí frá vinnu til að taka undir útfararsálma við seðlabankann.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.2.2009 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband