2.2.2009 | 23:42
Röng hugmyndafræði á kyndilmessu
Það er erfitt að lifa og starfa í kerfi þar sem hugmyndafræðin er röng og kerfið er ekkert að passa. Þannig er kerfi fræða og vísinda. Þar er það forsmáð sem þó er einn mesti frjóanginn í þekkingarsköpun í dag og er þekkingasköpun án þess að afrakstur þekkingarleitar og þekkingarsköpunar sé mældur í peningum eða sé höfundarverk einhvers eins manns sem eignar sér þekkinguna.
Eignaréttur á hugverkum og stafrænum gæðum er kyrkingartök í allri sköpun og framþróun í Netheimum. Það er bara eitt við því að gera. Að yfirgefa það kerfi og búa til og vinna í annars konar kerfi sem lítur öðrum lögmálum. Það hef ég gert árum saman. Það er hins vegar frekar erfitt vegna þess að það kerfi sem vegur og metur vinnu mína tekur ekki eftir þeirri vinnu sem unnin er í svona kerfi.
Ég er dáldið frústreruð, ég var að telja saman að ég hef skrifað 387 greinar í íslensku wikipedia árið 2008, 90 greinar árið 2007 og 155 greinar árið 2006.
Ég hef líka gefið mörg hundruð myndir inn á commons.wikimedia.org og unnið mikið í að flokka þekkingu í wikikerfum, sérstaklega myndkerfum. Þau eru mjög illa skipulögð í dag, það e miklu meiri hefð fyrir skipulagi á texta. En þó ég trúi á svona vinnu, svona ólaunað sjálfboðaliðastarf að skapa þekkingu sem allir geta nýtt sér án nokkurra hindrana þá finnst mér ég búi í kerfi sem er með ónýta hugmyndafræði, ónýtt viðhorf til þekkingar.
Ég held að það kerfi sé að molna í sundur hraðar er fjaraði undan bankabákninu íslenska.
Hér er yfirlit yfir þær 287 greinar sem ég hef skrifað árið 2008 á íslensku wikipedia, svo lagaði ég og vann í mörgum öðrum greinum en ég tel bara greinar sem ég byrjaði á. .
HTML clipboard
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Björn Þorleifsson (Hirðstjóri)
Aleksandr Isaevich Solzhenitsyn
Ólafur Stefánsson stiftamtmaður
Flokkur:Hollenskir lögfræðingar
Hið íslenska lærdómslistafélag
Nikolai Frederik Severin Grundtvig
Alexandrine af Mecklenburg-Schwerin
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti
Flokkur:Milljarðamæringar eftir löndum
Flokkur:Bandarískir milljarðamæringar
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Flokkur:Félagsheimili á Íslandi
Heilsuverndarstöðin í Reykjavík
Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili
Möttulstrókurinn undir Íslandi
Hugmyndafræðin var röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert aldeilis aktív að skrifa en ég spyr eins og sá fávísi - getur hver sem er - t.d. ég aukið við, leiðrétt eða skrifað um áhugamál sín..? Ég verð nú ekki heima næstu vikurnar en þætti vænt um að fá svar frá þér á E-mail einhverntíma ef þú átt hægt með það. oG HVER GÓÐKENNIR SKRIFIN?
Um kyndilmessuna fannst mér vanta vísuna
"Ef í heiði sólin sest/sést
á sjálfa Kyndilmessu.
Snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu!"
Kveðja,
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.