Fjör færist í Framsóknarflokkinn í Reykjavík

Nú þegar kosningar eru í nánd þá færist fjör í stjórnmálalífið. Það hefur nú reyndar verið unnið jafnt og þétt og verið mikið líf í Framsóknarmönnum í Reykjavík undanfarin misseri og það sem þar er að gerast endurspeglar þær breytingar sem eru að verða í Framsóknarflokknum. Við höfum mörg unnið eins vel og við getum undir stjórn Óskars Bergssonar að því að tryggja hér stöðugleika og gott stjórnarfar og svo höfum við sameinað framsóknarfélög og reynt að taka upp ný og lýðræðislegri vinnubrögð. Ég held að almenningur hafi hins vegar ekki áttað sig á því hve mikið Framsóknarflokkurinn hefur breyst og er að breytast.

Hallur Magnússon  hefur ákveðið að gefa kost á sér og hann er einn af þeim sem hafa verið í fylkingarbrjósti í borgarmálum fyrir Framsóknarflokkinn. Hallur hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð Reykvíkinga í velferðarráði og svo er hann einn af okkar sérfræðingum í húsnæðismálum og hefur alltaf staðið vörn um húsnæðislánasjóð. Hallur er góður fulltrúi okkar Framsóknarmanna.


mbl.is Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo má ekki gleyma Þráni Bertilssyni. Hann ætti að létta hverjum félagsskap lund, alveg sama hvar hann lendir!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Er Þráinn Bertilsson í Framsókn?? Hann er góður penni og orðhákur hinn mesti en fullorðljótur fyrir minn smekk. En það ber að fagna öllum sem sjá ljósið, ég el þá von í brjósti að Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir finni sinn innri Framsóknarmann

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband