28.1.2009 | 21:07
Jóhanna tilvonandi tilvonandi forsætisráðherra á wikipedia
Ég er ein af þeim sem skrifa greinar á wikipedia. Það passar vel fyrir okkur sem trúum á samvinnuhugsjón og að fólk þurfi ekki að fá borgað fyrir allt sem það gerir að vinna í svona samfélagi, samfélagi þar sem frekar fáir vinna í sameiningu að því að leggja til efni en mjög margir hagnýta sér þetta efni á þann hátt sem þeim sýnist. Wikipedia samfélög eru einmitt dæmi um samfélög nýrra tíma, ekki samfélög neytenda eða framleiðenda heldur frekar svona starfefndasamfélög (communities of practice) þar sem sumir eru meiri sérfræðingar en aðrir og fólk verður smán saman meiri sérfræðingar með þátttöku sinni í samfélaginu.
Í fyrstu virkar eins og wikipediasamfélög séu óskipulögð og óvarin fyrir skemmdarverkum. Þannig er það reyndar ekki, þeir sem hafa stjórnunarréttindi geta læst síðum fyrir breytingum, eytt síðum og lokað á notendur sem eru til vandræða. Það er hins vegar þannig að langflestir koma að þessum samfélögum með það í huga að bæta við þekkingu,ekki að skemma og hrekkja. Það er auk þess ekkert alvarlegt þó að einhver rugludallur hafi bætt við rugli, það er auðvelt með einni skipun að færa wikisíðu í upprunalegt horf.
Það er gaman að fylgjast með hvernig síður verða til og efni bætist á þær á Wikipedia. Ég var fyrir tveimur árum að sýna nemendum mínum hvernig þeir settu inn grein um fólk á íslensku wikipedia og þá hittist þannig á að þann dag átti Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður afmæli og ég ákvað að nota hana sem sýnidæmi og skrifa grein um hana á wikipedia. Hér er sýnikennslan Jóhanna Sigurðardóttir - að skrifa persónugrein á wikipedia, þetta er 12 mínútur í spilun.
Svo er sjálf greinin hérna Jóhanna Sigurðardóttir
Það hefur verið bætt heilmiklu við þessa grein síðan ég byrjaði á henni þann 3. október árið 2006. Hérna má sjá breytingasöguna. Svo eru komnar greinar um Jóhönnu á mörg tungumál, sennilega fjölgar þessum tungumálum á næstunni, það verður gaman að fylgjast með því.
Núna eru greinar um Jóhönnu á íslensku og þessum tungumálum:
‪Norsk (bokmål)‬
Daginn sem Jóhanna verður forsætisráðherra verður sennilega öllum þessum greinum breytt þannig að hún verði flokkuð með forsætirráðherrum.
Svo ég gleymi ekki því sem ég ætlaði upprunalega að fjalla um þ.e. hvort það hefði áhrif að setja flöggun á greinar þá held ég að það hafi frekar takmörkuð áhrif. Þeir sem vilja skemma greinar munu bara búa til gervinotendur löngu áður en þeir áætla að fremja skemmdarverkin. Þannig gerist það í spjallborðum. Maður verður bara að vera viðbúin skemmdarverkum og gyrða fyrir sem flest en passa að girðingarnar útiloki ekki líka þá sem vilja hjálpa til.
Wikipedia snýst gegn netbullum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.