27.1.2009 | 23:55
Framsóknarflokkurinn tryggir frið í Reykjavík og á Íslandi
Ég er ansi ánægð með Framsóknarflokkinn núna.
Í Reykjavíkurborg þá kom Framsóknarflokkurinn með Óskar Bergsson í broddi fylkingar og frelsaði borgina frá algjörum glundroða, það var átakanlegt fyrir okkur borgarbúa að horfa upp á hve lítinn samhljóm fyrrum borgarstjóri (þ.e. þessi númer 3. á kjörtímabilinu) Ólafur Magnússon átti með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem þó höfðu stutt hann í embættið.
Í byrjun kjörtímabilsins þá var Óskar ekki borgarfulltrúi og eins og flestir sem fylgjast með okkar innra starfi þá kubbaðist ansi mikið úr liðinu, ekki síst vegna þess að heilu hnífasettin gengu á milli manna og stórskemmdu rándýr jakkaföt En Óskar hefur spilað ansi vel út úr þessari stöðu - ekki bara fyrir Framsóknarflokkinn heldur líka fyrir allt fólk í borginni. Mér finnst svo ekkert verra að samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi tryggt okkur ágæta konu sem borgarstjóra, Hanna Birna stendur sig vel í því embætti.
Núna kemur Framsóknarflokkurinn undir forustu Sigmundar Davíðs eins og frelsandi engill inn í landsmálin og bjargar stjórnarmálaflokkum úr landinu út úr algjöru neyðarástandi, ástandi sem var mörgum sinnum elfimara það var nokkru sinni í borgarmálunum, ástandi þar sem ríkisstjórn Geir Haarde var rúin trausti og það voru að brjótast út óeirðir og byltingarástand. Ég held reyndar að það muni áfram vera róstusamt á Ísland, menn skulu ekki ímynda sér að það nægi að skipta um ríkisstjórn til þess. En rósturnar hefðu orðið miklu hatrammari ef Geir hefði setið áfram.
Ég er líka ansi ánægð með að stuðningur Framsóknarflokksins verði til þess að hér verður um hríð ríkisstjórn undir forustu ágætrar konu sem nýtur mikillar virðingar og stuðnings. Tími Jóhönnu er kominn og það var Framsóknarflokkurinn sem snéri því stundarglasi.
Ingibjörg Sólrún er frábær, það veit ég frá því að við vorum samherjar í stjórnmálum í Kvennalistanum forðum daga. Hún er líka óhemju dugmikil kona og núna er hún mjög veik að mynda nýja ríkisstjórn. Ég held að mér sé farið eins og mörgum öðrum Íslendingum, krafturinn og kjarkurinn í Ingibjörgu Sólrúnu sýnir sig hvað best núna og við dáumst öll að henni en við höfum líka öll áhyggjur, hún er veik og hún þarf að nota krafta sína til að byggja sjálfa sig upp og ná fyrri heilsu.
Framsóknarflokkurinn fékk ekki mikil kjörfylgi í síðustu kosningum og það er mikilvægt að fara vel með það umboð sem kjósendur veita. Það hefur Framsóknarflokkurinn gert núna bæði í borginni og í ríkisstjórn og þannig tryggt eins góðan vinnufrið og hægt er miðað við aðstæður. Já og stuðlað að því að núna er kona borgarstjóri í Reykjavík og kona verður forsætisráðherra. Þingflokkur Framsóknarflokksins er núna þannig samsettur að þar eru fleiri konur en karlar.
Sem sagt, Framsóknarflokkurinn bjargar bæði borg og ríki frá glundroða, styður konur til valda bæði sem borgarstjóra og forsætisráðherra og er eini flokkurinn á þingi núna þar sem konur eru fleiri en karlar.
Skýrt umboð aðalatriðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2009 kl. 00:12 | Facebook
Athugasemdir
Og til að kóróna hamingjuna þá hefur krónan styrkst um 6,72% frá því fyrir byltingu!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 01:17
Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?
ásdís (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:06
já, það þarf að drífa sig í að finna uppnefni fyrir þessa stjórn þó hún sé ekki ennþá mynduð Mér finnst reyndar ekki koma annað til greina en að kenna þessa stjórn við tíma Jóhönnu. Það er svo fyndði. Þyrfti bara að vera eitthvað sem væri annað hvort mjög stuttur tími eða fáránlega langur tími t.d. Augnablik Jóhönnu eða öld Jóhönnu. Eða bara mæla í mínútum og kalla stjórnartímann sem framundan er korterið hennar Jóhönnu.
Svo getum við af virðingu fyrir J+ohönnu tekið upp nýja tímaeiningu, mælt tímann í hve lengi Jóhanna ríkti á Íslandi. Ef það verða þrír mánuðir þá er t.d. almannaksárið fjórar Jóhönnur. þannig getur tími Jóhönnu komið og verið um aldur og ævi
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.1.2009 kl. 02:40
Með tilliti til hárlitar væntanlegs forsætisráðherra og þess að hún gæti hugsanlega tekið til hendinni eins og hagsýnni húsmóður sæmir, leyfi ég mér að stinga upp á Hvíti stormsveipurinn!
Flosi Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 10:18
Það var frekar ómerkilegt af hálfu Framsóknarflokksins að gefa möguleika á að fella ríkisstjórn í miðjum björgunaraðgerðum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.