Bloggrannsóknarmennska Kastljóssins

Það hljóta allir að falla í stafi yfir uppljóstrunum Kastljóssins, þar er enginn óhultur í Netheimum fyrir þeim þefvísu sporrekjandi spæjurum sem troða sér inn í matarboð bloggara þó það séu mörg ár síðan þau fóru fram. Þetta er eins og að lesa krassandi sakamálasögu eftir Arnald að fylgjast með nýjustu dáðum í rannsóknarmennsku Kastljóssins, sjá hérna Umdeildar ráðningar þyrluflugmanna

Ég sem hélt að ekkert gæti toppað fyrri bloggrannsóknarmennsku kastljóssins sem fólst í því að vakta bloggið hans Stefáns Páls til að vita hvað hann teldi blogg DV ritstjóra breytast mikið yfir daginn. Það er ólýsanlega mikið öryggi af því að hafa svona fólk á vaktinni. 

 En það verður að segjast eins og er, það er ansi lúðalegt blogg að ljóstra upp að fólk hafi fengið starf gegnum klíku. Fólk kann sig barasta ekki í Netheimum.

En fólk ætti að fara sér hægt í Netheimum og skyggnast um gáttir allar því enginn veit nema kastljósblaðamenn sitji þar á fletum fyrir.

Hér eru kurteisisreglur Hr. Scobleiser fyrir atvinnulausa. Það hjálpar ekki til að fá vinnu aftur að hafa myndir af sér á djamminu á Facebook.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þessar upplýsingar hefðu komið frá þeim sem var gengið framhjá, ekki að Kastljósið hefði fundið þetta. En kannski er það misskilningur. Merkilegt annars hve lítið er fjallað um þetta.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:02

2 identicon

Ég segi bara að maður fær ónotatilfinningu vitandi það að þessi stúlka fljúgi hugsanlega yfir höfði manns

Use alias folks :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:10

3 identicon

Mér finnst þetta flott hjá þeim öðru vísi hefði þetta ekki komist upp. Efg fólk vill ekki að bloggið þeirra sé lesið þá er hægt að læsa því

Guðrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:09

4 identicon

Dómgreindarleysi þessa bloggara/flugmanns er ótrúlegt, eða er hún bara svona svaðalega óforskömmuð?

Kristín í París (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:41

5 identicon

Ég skildi eins og Óli Gneisti að þetta hefði nú komið frá öðrum en Kastljósmönnum.

En hvað um það - hvarflar virkilega að fólki að einhver myndi segja svona ÁN þess að vera að grínast? 

Mér finnst sorglegt að enginn rýni betur í þessar bloggfærslur sem Kastljósið birtir í fréttinni.  Þar má sjá að inn á milli kemur bæði fram "hehehe" og ":Þ" (ull - sem mætti túlka sem "segi svona").  Það er Kastljósið minnist ekki einu orði á það þegar lesið er upp úr færslunni, þykir mér afar slælegt af þeirra hálfu.

Í öllu falli get ég ekki fengið sé að einhver sök geti legið hjá henni sjálfri, nema í versta falli lítilsháttar hugsunarleysi þegar kemur að blogginu, þ.e. að hafa meintan klíkuskap í flimtingum.

Það er á ábyrgð stjórnenda LHG að fara eftir settum reglum, og það er þeirra brot en ekki hennar ef svo var ekki gert.

Það er mér ljúft og skylt að upplýsa að ég þekki viðkomandi stúlku persónulega, en hún er fyrrverandi vinnufélagi minn, en hef lítið samband haft við hana eftir að hún fór utan til flugnáms.  Get þó vottað að þrátt fyrir að ég hafi lesið umræddar bloggfærslur á sínum tíma, þá er þetta starf ekki eitthvað sem hún gekk að sem vísu.  Og hvað hæfni hennar varðar myndi ég þiggja þyrluflugferð hjá henni hvenær sem er.

Þórhallur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:26

6 identicon

hahahah Þórhallur að klíkast líka hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:26

7 identicon

Er ekki stóra vandamál Íslands að í opinnbera geirann hefur safnast saman óhæft fólk í flestar stöður því að það er meira spurt um flokk og ætt en hæfileika þegar ráðið er í stöður .

Þegar ráðningum er þannig háttað þá er verið að ýtta undir úrkynjun vegna þess að bjánarnir fá völdin vegna ættar sinnar og tengsla og hæfileikafólki haldið á hliðarlínunni og frá völdum og áhrifum.

Jon Mag (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dæmigert fyrir þjóðarsálina að tala kring um hlutina.  Þ.e. hvort stúlkan sé hæf eða óhæf, og hvort kastljósmenn hafi farið offari eða ekki, þegar aðalmálið er KLÍKUSKAPUR Í LÖGREGLU HAFSINS VIÐ RÁÐNINGU. þAR SEM MIKLU HÆFARA FÓLKI VAR HAFNAÐ FYRIR STÚLKU SEM VAR EKKI EINU SINNI KOMINN MEÐ FLUGPRÓF.  Hvað er að ykkur !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Ásthildur! Undarlegt að týna alltaf aðalatriðinu í hafsjó af smáatriðunum. Tilgangur þessa innslags í Kastljósi var að draga fram borðleggjandi dæmi um klíkuskapinn sem viðgengst hjá hinu opinbera. Við höfum fengið mýmörg svona dæmi en þau týnast einhverra hluta vegna... og svo gleymast þau.

Munið þið eftir amfetamínverksmiðjunni í Hafnarfirði? Hver var annar eigandi hennar og af hverju gekk hann laus? Mig minnir að hann hafi verið dæmdur fyrir eitthvað sem tengist eiturlyfjum og morði. Það er líka eins og mig minni að einhver frænka hans hafi starfað hjá fangelsismálastofnun. Sú hafi kippt í einhverja spotta... eða leit bara út fyrir það að það væri ástæðan fyrir því hvað hann sat stutt inni miðað við alvarleika glæpsins sem hann var sakaður um?

Verst að mannfýlan hafi ekki bloggað um allt saman svo þetta væri nú allt á hreinu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Salvör, viltu senda mér netfangið þitt, þarf að spyrja þig af svolitlu.

Kolbrún

kolbrunb@hive.is

Kolbrún Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 11:01

11 identicon

sæl

Mér fannst þetta mjög svo athyglisverð frétt hjá Kastljósinu og umfjöllun þeirra góð. Þó þetta sé ekki "allveg nýtt úr ofninum" þá verður að koma þessu á framfæri við almenning til að sýna okkur hvernig klíkuskapurinn grasserar út úm allt. Ég átta mig ekki allveg á "hæðnistóninum" hjá þér Salvör varðandi þessas umfjöllun!!Mér finnst hinsvegar að "Bloggarar" eigi að koma með upplysingar og fréttir af þessum toga ef þeir hafa einhvern pata af því. Þá fyrst fer nú að færast fjör í leikinn. Við erum jú "fjórða aflið" í kerfinu!! Eða er það ekki?? 

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:43

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skemmtileg kaldhæðni.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband