Mannkynsfrelsaraheilkennið

Þær aðstæður sem eru núna í íslensku samfélagi munu ekki verða til að auka rósemi þeirra sem enga hafa fyrir. Þetta ástand tjúnar upp fólk. Ástþór er maður myndmálsins, hann byrjaði sinn feril á að framkalla myndir fyrir fólk og það var nýstárleg framköllunarþjónusta. Ég notaði hana einu sinni og fékk myndir til baka í svolítið skrýtnum litum og með bréf sem afsakaði að filmurnar hefðu eitthvað hnjaskast og ekki væri hægt að taka eftir þeim. Það gerði nú ekkert til, aldrei stóð til að taka eftir þessum myndum og núna myndi ég bara skanna þær inn.

En Ástþór heldur áfram að framkalla myndir og senur og þær eru í ennþá skrýtnari litum en áður. Hann notar líka stundum skrýtna sviðsmynd, hann tekur myndir af þeim sem taka myndir af heiminum og ber á glugga. Ekki eins og hinir andlitslausu berja á glugganna á Borginni. Það er ekki hans stíll að vera andlitslaus, hann sem er næstum forsetinn af Íslandi, friðaspekúlantinn sem á í sífellum ófriði og mannkynsfrelsarinn sem  er mannýgur. Hann sem ærist í að mótmæla sukkinu og svínaríinu fyrir hrunið en virðist sjálfur eða friðarsamtök sem hann stendur að reka  netspilavíti sb hið neyðarlega Ip tölu mál.  Ástþór guðaði á glugga DV fyrir einhverjum misserum, hann leigði kranabíl og lét ferja sig upp og skaut og skaut með myndavél sinni inn um gluggann. Þetta voru einhver mótmæli út af umfjöllun DV sem náðu einhverjum myndaskotum af Ástþór eða konu hans sem honum líkaði ekki. Ástþór hefur oft áður sýnt viðlíka jólasveinalega hegðun, hann reyndi að stela senunni um árið þegar friðargangan fór niður í bæ með því að mæta útataður í tómatsósu og jólasveinabúning. Ef ég man rétt þá fór hann líka að skrifa hótunarbréf til ráðamanna og var stungið inn.

Sennilega er Ástþór komin á  sama stig í jólasveinafílingnum núna og þó það sé partur af góðu samfélagi að menn eins og Ástþóri séu á röltinu eins uppdubbaðir og þeir vilja þá á ekki að vera blindur á merki um að fólk hafi tjúnast of mikið upp. Það getur verið hættulegt.

Það hafa margir jólasveinar í gegnum tíðina gefið sig út fyrir að vera mannkynsfrelsarar en það er nú bara þannig að lausnin fyrir Ísland er að jólasveinarnir hverfi af sviðinu.


mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Venjulegir jólasveinar fóru til fjalla í fyrradag, þessi virðist alltaf koma fram í sviðsljósið þegar fréttamenn eru á staðnum   Og yfirleitt alltaf með ófriði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður missir greinilega af ýmissi skemmtan, þegar maður býr ekki á Íslandi.

Hvað varðar blessaðan karlinn hann Ástþór varaforseta, þá má segja honum til varnar, að fleiri eru haldnir þessum sjúkdómi hans á Íslandi, enda Íslendingar margir hverjir komnir af sömu körlunum og kerlingunum.

Mig grunar t.d. að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi snert af þessum sama sjúkdómi. Hún á kannski jólasveinabúning, en ýmis önnur gervi.

Hegðun Ástórs er auðvitað óvenjuleg, en mér finnst engin ástæða að henda manninum út af fundum. Ljótt þykir mér hatur hans í garð forsetans og sérstaklega í garð forsetafrúarinnar. Það er svo annar sjúkdómur, sem kallast á fagmálinu antísemítismi og fá menn mikinn hita með honum og niðurgang.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

það vantaði þarna ekki á undan jólasveinabúningi (Ingibjargar). Kannski á hún einn slíkan, hefur oft verið kennd við rauða litinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 09:14

4 identicon

Já burt með alla jólasveina, segjum þá út í Surtsey

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:59

5 Smámynd: Landfari

Þó það séu margir til í að hæðast að Ástþóri þá eru færri tilbúnir til að svara gagnrýni hans efnislega.

Á sumu leiti má segja um hann eins og Vilmund heitinn Gylfason að  að hann sé á undan sinni samtíð. Þeir eiga líka það sammerkt að þó maður væri ekki alltaf sammála því hvernig þeir sögðu hlutina þá gat maður oft verið sammála því sem þeir sögðu.

Að vísu var maður ekki sammála Ástþóri þegar hann var, í framboði sínu til forseta, að lýsa því hvernig sumir menn myndu mergsjúga íslenskt efnahagslíf í eigin gróðaskyni þó maður verði vissulega að viurkenna það núna að ekki skeikaði miklu í spá Ástþórs og því sem varð.

Hann varð einnig fyrstur til að mótmæla á áberandi  hátt þáttöku Íslands í Íraksstríðinu.Þú kallar það hóturnarbréf en það væri fróðlegt ef þú bentir á þessar hjótanir. Ég hef reyndar ekki séð bréfið í heild sinni en það sem ég hef séð úr því flokkaði ég í einfeldni minni sem nokkrar staðreyndir og ályktanir sem hver sæmilega skynsamur maður gæti dregið af þeim.

Í þessari stríðssamþykkt fólst meðal annars það að hægt var að skikka íslenskt flugfélag til að flytja vopn og önnur hergögn til brúks í þessu stríði. Það þíðir að samkvæmt alþjóðalögum væri gagnaðilanum heimilt að skjóta niður íslenska flugvél enda væri, ef til hefði komið, íslensk vél orðin þátttakandi í stríð.

Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið fáránleg ráðstöfun hjá lögreglunni að reyna að gera Ástþór að stríðsglæpamanni fyrir þessar ábendingar og ábyrgðarhluti að verja opinberu fé eins og gert var í framhaldinu í einhverja húsrannsókn hjá friði 2000.

Ástþór var ósáttur við þessa framkomu við sig (lái honum hver sem vill) og mótmælti henni  þannig að eftir var tekið. En Íslendingar vissu þá ekki, sem þeir vita hinsvegar núna, hvað friðsamleg mótmæli eru. Hann sýndi Héraðsdómi þá vanvirðu sem honum fannst sér hafa verið sýnd.

Ég verð að segja það, þó ég sé langt frá því sammála öllu því sem Ástþór segir eða gerir, að ég ber meiri virðingu fyrir þeim manni sem mótmælir með því að ata sjálfan sig tómatssóslu en hinum sem mótmælir með því að kasta eggjum og/eða súrmjólk í Alþingishúsið.

Ástþór gaf á sínum tíma út bók sem hét Virkjum Bessastaði. Nú legg ég til að íslenskir mótmælendur "virkji Ástþór"  og fái hann til að stýra mótmælunum framvegis. Ef samstða næðist um þetta get ég lofað ykkur tvennu: Það yrði eftir þeim tekið og að þau yrðu friðsamleg.

Landfari, 9.1.2009 kl. 10:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð minn góður þú hlýtur að vera að grínast, virkja Ástþór til að stjórna mótmælum.  Það væri þá.  Mín reynsla af honum er sú að hann skeytir hvorki um sannleika né heiður þegar maður verður skotspónn hans.  Sannleikurinn hjá honum er bara eftir því sem honum hentar.  Þó skal ég viðurkenna að honum hefur verið margt rangt gert eins og málið þegar honum var stungið inn fyrir að benda á hættuna á því að íslenskt flugfélag væri að fljúga með stríðsgögn.  Þar var honum gert rangt til.  En í dag held ég að hann ætti að leita sér hjálpar.  Það er nefnilega mjög sönn lýsing sem Salvör setur fram hér að ofan.  Og manninum er ekki sjálfrátt hvernig hann lætur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:41

7 Smámynd: Landfari

Bíddu nú aðeins við Ásthildur. Geturðu bent mér á einhvern sem hefur gagnrýnt Ástþór með sannleik eða heiðarleika að leiðarljósi.

Ég var nú búinn að gleyma því að okkur skattgreiðendum var gert að greiða fyrir hann fæði og húsnæði í nokkra daga í framhaldi af þessu bréfi. Findist nú eiginlega sanngjarnt að þeir sem að því stóðu gerðu það bara persónulega.

Mér sýnist nú þvart á móti, án þess að ég hafi mikið veriða að fylgjast með honum, að hann hafi verið lagður í einelti af flestum sem um hann hafi fjallað. Þá eru opinberar stofnanir ekki undan skildar.

Að vísu má segja að hann hafi oftar en ekki gefið tilefni til þess sjálfur en það réttlætir ekki einelti gagnvart honum frekar en öðrum.

Þó að hann í aðra röndina þrífist á því að vera í hringiðunni þá þarf sterk bein til að standast það mótlæti sem hann hefur orðið fyrir án þess að kikna.

Hver hefur orðið skotspónn hans að tilefnislausu? Í augnablikinu man ég nú bara eftir því þegar hann fór í eitthvert bankaútibú og ætlaðist til þess að geta tekið út margar millur í seðlum fyrirvaralaust. Þetta fór hann með í blöðin og hafði hátt um en opinberaði þar með fákunnáttu sína í rekstri banka.

Enda er hann miklu færari í að mótmæla en bankarekstri. Þú getur ekki neitað því að hann í sínum mótmælum hérna um árið var bæði uppátækjasamur og frumlegur án þess að skaða einn eða neinn. 

Enn og aftur lýsi ég eftir málefnalegri gagnrýni í stað skítkasts og eineltis.

Landfari, 9.1.2009 kl. 11:47

8 Smámynd: corvus corax

Það er athyglisverð ábending hér í athugasemdum Landfara um að Ástþór jólasveinn hafi sýnt hérðasdómi vanvirðu. Er annað hægt? Íslenskir dómstólar eru fyrirlitlegir enda þéttskipaðir ættingjum, vinum og flokkssystkinum þess ráðherra sem skipar í stöðurnar á hverjum tíma. Og efst í þessu ógeði trónir svo hinn gjörspillti hæstiréttur sem skipaður er á sama hátt og mjög áberandi hin síðari ár ættingjum og vinum Davíðs Oddssonar. Er hægt annað en að sýna þessum dómstólum vanvirðu? Það er a.m.k. engin ástæða til að sýna þeim virðingu þar sem búið er að gjöreyðileggja dómstólana, rýja þá trausti og virðingu með skítlegum afglöpum Björns Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar og síðast en ekki síst Árna hrossalæknis við afskipti og skipan í embætti dómara síðustu ár.
Ef dómstólarnir eiga að öðlast virðingu og traust á ný verður að gjörbreyta skipanaferli dómara, leggja dómstólana niður eða a.m.k. hreinsa skítinn út úr þeim, og endur skipa alla dómara í landinu. Þangað til verða dómstólarnir hinar ógeðslegustu spillingarrotþrær sem minnismerki fyrir gjörspillta stjórnmálamenn (aðallega sjálfstæðisflokksins) og hljóta þannig verðskuldaða fyrirlitningu almennings.

corvus corax, 9.1.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir skemmtilega lesningu Salvör.

Páll Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband