Hagræðing í ríkisrekstri er ekkert bannorð

Enginn stjórnmálamaður á Íslandi hefur náð í gegnum kosningu með því að koma með áætlanir um hagræðingu og sparnað. Það hefur verið bannorð í stjórnmálaumræðu og það sem verra er - þetta hefur verið notað til að réttlæta einkarekstur og fordæma rekstur í almannaeigum.

Ef ekki er hægt að spara og hagræða í fyrirtækjum í ríkiseign þá er sú leið farin að einkavæða þau og reka eftir hagnaðarsjónarmiðum. En hvort vill fólk - glórulausa einkavæðingu sem felst í því að fyrirtæki í almannaeign eru einkavædd og strax fara hinir nýju eigendur í að skera frá allt sem skilar ekki nógu miklum hagnaði en koma því sem myndar hagnað inn í einhver eignarhaldsskálkaskjól - eða hagræðingu í ríkisrekstri?

Hvort vill fólk að horfst sé í augu við að það verður að hagræða og aðlaga í opinberu heilbrigðiskerfi - eða að það sé farið út í einkavæðingu og einkarekið kerfi sem mun alveg örugglega þjóna best þeim ríkustu og þeim sem eru hér miðsvæðis?  Það er hagsmunamál allra Íslendinga að það sé hagrætt í heilbrigðiskerfi og eitt af því sem verður að skoða er spítalar og skurðstofur.

Það er engin stjórnmálaleg ábyrgð hjá vinstri grænum eða öðrum stjórnmálaflokkum sem aðhyllast ríkisrekstur að láta eins og það sé ekki hægt að hagræða og breyta og ef til vill leggja niður starfsemi á einum stað vegna þess að hún er hagkvæmari á öðrum stað.

Það má alveg nota hagkvæmnismælikvarða í ríkisrekstri, það er ekkert bannorð.

Mestu skúrkarnir meðal ráðherra á Íslandi í dag eru ekki þeir sem eru að reyna að skera upp og hagræða og breyta kerfi sem auðsýnilega þarf að breytast, mestu skúrkarnir eru þeir sem lugu okkur full og þóttust vera gæslumenn okkar í efnahagsmálum en voru mest í að leyna vandanum og velta á undan sér. Og ansi miklir skúrkar eru þeir líka sem stunduðu óhefta fyrirgreiðslupólitík fyrir sig og sína ættmenn. Svo eru sumir sem hafa verið æði verklitlir þó þeir hafi setið á þingi, kannast fólk við að Sigurður Kári hafi gert eitthvað annað en reyna að selja áfengi í kjörbúðum og kannast fólk við að Bjarni Benediktsson hafi gert eitthvað annað en veita tengdadætrum stjórnmálamanna hraðafgreiðslu í gegnum ríkisborgararétt? 

Hmmm... hvað varð annars af hátæknispítalanum sem við þjóðin áttum að fá fyrir alla peningana sem fengust fyrir einkavæðinguna? Gufaði það fé upp eins og Gist samvinnusjóðurinn? 


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bísna beittur og góður pistill, sammála.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta - margt svo mjög mikið satt sem þú segir

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er líka rétt að halda því á lofti að þessi aðgerð, þótt hana virðist bera brátt að, er ekki uppfinning heilbrigðisráðherra, svona upp úr þurru. Hér er framhald á starfi nefndar sem fjallað hefur um málið um nokkurt skeið, svo sem komið hefur fram í athugasemdum formanns Læknafélagsins.

Hins vegar vil ég meina að það sé í anda mannúðarstefnu að greina mönnum frá því með fyrirvara að breytinga sé að vænta á næstunni og opinbera í framhaldi af því plönin. Það er vel skiljanlegt að mönnum gremjist sambandsleysið í þessu máli eins og svo mörgum öðrum.

Flosi Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 16:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margir rugla þessa umræðu fyrir sjálfum sér og öðrum. Einkavæðing er auðvitað ekki sama ráðstöfun og útboð á rekstrarþáttum. Mín skoðun er að útboð gætu orðið mikil hagræðing og sparnaður í afar mörgum tilvikum. Þau hafa þó þann ókost að unnt er að stunda þar einkavinapólitík eins og mörg dæmi sanna.

Árni Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hefði ekki verið rétt að láta málið fara rétta boðleið, fyrst í umræðu heilbrigðisnefndar Alþingis og e.t.v. kynningu á viðkomandi stofnunum?    Er ekki svolítið til í orðum læknis á St. Jósefsspítalanim að "sjúkrahús er ekki bara veggir og tæki heldur sá mannauður, það handbragð og starfsandi sem þarna er"!    Hátæknispítalinn í R.vík hefur vonandi verið grafinn undir flugvellinum með engum tilkostnaði!   

Okkur hér á Sauðárkróki finnst þetta vont fyrir utan dónaskapinn við framkvæmdina, vorum búin að missa skurðstofuna svo nú fara allar fyrstufæðingar til Akureyrar en ef maður þarf líka að fara þangað til að fá plástur á hnéið og borga tugi þúsunda fyrir, fyrir utan bensín þá er illt í efni.  Vestmanneyingar eru þó mun verr settir ef bráðaþjónusta er minnst 4-5 tíma í burtu.     Þetta er skammarleg framkvæmd sem er áframhald á pólitíkinni "Vonda Ísland" sem stunduð hefur verið síðan 1995!

Ragnar Eiríksson, 8.1.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband