Nornalýðræði

Á kryddsíldarmótmælunum voru hrópuð mörg slagorð. Sum voru í gríni svona eins og "Málmblendi í miðbæinn" og "Álver í Árbæinn" en það var meiri alvara í öðrum eins og "Vanhæf ríkisstjórn".Þar var líka hrópað "Lýðræði - ekkert kjaftæði". Það stuðlast nú vel og auðvelt að söngla er ekki lýðræði einmitt að hluta fólgið í kjaftæði? Í umræðunni, í því að greina stöðuna og leita lausna, í því að fólk upplýsi hvert annað og tali saman? Er lýðræði fólgið í kosningum?

Það vilja margir kosningar strax. Það eru nú margir á Íslandi sammála um  í dag að þessi ríkisstjórn hafi ekki umboð hjá þjóðinni til að binda okkur niður í skuldaklafa um aldur og ævi. Það er því eðlileg krafa kjósenda að það fari sem fyrst fram kosningar. Það kemur EBE voða lítið við og það er bara yfirklór ef fólk heldur að það sé einhver skyndiplástralausn að ganga í EBE til að skipta út gjaldmiðli. Það tekur langan tíma og óvíst að Íslandi takist á næstu árum að uppfylla þau skilyrði sem þarf.

En kosningar eru ekki frekar en EBE aðildarumsókn einhver töfralausn á Íslandi eða trygging fyrir að almenningur ráði. Kosningakerfið er meingallað og við sem búum á höfuðborgarsvæðinu höfum miklu minna vægi en það er jafnað út með gríðarlega flóknum og rúllettulegum útreikningi á uppbótarþingmönnum sem gerir að verkum að fólk dettur út og inn af þingi alla kosninganóttina og smábreyting í einu kjördæmi getur breytt öllu í mörgum öðrum kjördæmum. Þetta kerfi er einhvers konar samtryggingarkerfi þeirra flokka sem bjóða alls staðar fram - það er mjög erfitt fyrir ný stjórnmálaöfl að koma fram og ná fylgi.  Starfandi stjórnmálaflokkar hafa líka forskot, þeir fá stuðning frá ríkinu og það er nú ekkert smáræði, yfir 300 milljónir alls til þess næsta ár.

florida-kjorsedill.jpg það eru kannski til aðrar og betri aðferðir til að kjósa eða til að hafa einhvers konar fulltrúalýðræði, það fer fram umræða um það á rglug póstlistanum núna, hér er umræðan um vefrænan stjórnmálaflokk  (og annar umræðuþráður hérna) og þar sá ég vitnað í Nornirnar sem er opinn hugbúnaður til hugarflæðis, ákvarðanatöku og skoðanaskipta. Það hljómar spennandi að prófa svoleiðis nornaþræði frekar en spagettikjörseðill eins og netverjar gerðu grín að hefði tryggt kosningu Bush á sínum tíma.

Það eru ekki tæknilegir annarkar á því að almenningur komi meira að ákvarðanatöku í samfélaginu, annmarkarnir eru að þeir sem hafa haft völdin ríghalda utan um valdaþræðina og kunna ekki á ný verkfæri og hafa ekki áhuga á að prófa þau. En það þarf nýja sýn og nýjar aðferðir  bæði við kosningar, umræðu og ákvarðanatöku og sú sýn þarf að byggjast á samvinnuhugsjón - ekki samvinnuhugsjón kaupfélaganna sem passaði ágætlega við  gamla tímann, heldur samvinnuhugsjón sem passar við nútímann, við þá öld sem einkennist af remix og samtvinnun og öðruvísi samvinnu milli framleiðanda og neytanda, samvinnuhugsjón sem svipar til open source hreyfingar þar sem allir sem þekkingu hafa á skynja að það er affarasælla að leggja saman í púkk og sjóðurinn verður stærri ef margir leggja inn, sérstaklega ef verðmæti í sjóðnum eru þekking og kunnátta um hvernig eigi að leysa vandamál.

Annars sitja skapanornirnar við Urðarbrunn og vefa mönnum örlög, Urður um nútíð, Verðandi um framtíð og Skuld  um fortíðina. 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur S. Finnsson

urður fortíð, verðandi nútíð, skuld framtíð, auðvitað

Þórólfur S. Finnsson, 4.1.2009 kl. 22:13

2 identicon

Hvað merkir setningin: það stuðlast nú vel!!!

Kveðja, Benjamín.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Benjamín: Það merkir að það er flottur hrynjandi í því þegar það er hrópað í kór, þú getur hlustað á vídeóin sem ég tók (sjá eldri blogg) til að hlusta á það

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.1.2009 kl. 23:51

4 identicon

Slagorðið "lýðræði ekkert kjaftæði", stuðlar ekki, þú fyrirgefur,  en orðin lýðræði og kjaftæði ríma ágætlega.  Þetta ættir þú að vita hámenntuð konan!Brosandi

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála því að nýtt kosningafyrirkomulag væri mjög æskilegt. Sé bara ekki hvernig það á að komast á. Núverandi fyrirkomulag er beinlínis afkáralegt.

Ómar Ragnarsson hefur líka hugsað mikið um þessi mál og skrifað um þau á sínu bloggi. Breytingar þurfa að verða á þessu fljótlega.  Umræða er samt til alls fyrst.

Sæmundur Bjarnason, 5.1.2009 kl. 01:59

6 identicon

Með slagorðinu 'lýðræði -ekkert kjaftæði' er ekki verið að vísa til nauðsynlegar umræðu í samfélaginu, heldur þess innantóma lýðskrums og froðusnakks sem stjórnmálamenn og embættismenn beita gjarnan þegar þeir fá óþægilegar spurningar, auk þess sem of mörg málefni festast í nefndum sem virðast aldrei komast að niðurstöðum. Af hverju þarf t.d. allt þetta kjaftæði í kringum kvótakerfið? Er ekki löngu búið að segja allt sem þarf að segja um það? Því fær þjóðin ekki bara að kjósa um það?

Mér lýst vel á vefrænt stjórnmálaafl. Ég er ekkert hrifin af flokkakerfinu sjálf en ef stjórnmálaflokkur sprytti af slíkri umræðu, myndi hann að sjálfsögðu bjóða fram undir heitinu tölvulistinn.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:59

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvernig vaeri ad koma a kosningakerfi tar sem einstaklingar vaeru kosnir beinni kosningu an tess ad teir vaeru innan flokka...?

 Med tvi vaeru einstaklingar kosnir lydraediskosningu  an tess ad teir turfa ad kosta miklu til eins og nuna tekkist!

Med tesskonar kosningafyrirkomulagi yrdu adeins teir einstaklingar sem tjodin treystir, kjornir til ad stjorna landinu ...en ekki gamlir, treyttir og utbrunnir stjornarflokkar med jafngamla og utbrunna einstaklinga sem stundad hafa einkavinavaedingu sem er a altjoda visu kollud spilling

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.1.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband