Austurvöllur í dag

Ég var á Austurvelli í dag og tók myndir. Hér eru nokkrar þeirra en það má sjá fleiri í myndaalbúmi mínu á Flickr um þennan atburð. Svo var viðtal við mig og Jónas Kristjánsson í kvöldfréttum um hvernig Netið er að taka við sem vettvangur þjóðfélagsumræðu, sjá hérna Netið fjölmiðlar framtíðarinnar

Eftir mótmælafundinn kom ég við á nýju aðsetri borgarafundafundar í Reykjavík á Borgartúni 3. Það er sniðugt að núna eru ýmsar hreyfingar þarna nálægt hver annarri, Neyðarstjórn kvenna er í næsta húsi.

 

IMG_2536

 

IMG_2538

 

 

IMG_2541

IMG_2543

IMG_2539 IMG_2544 IMG_2546

IMG_2548

IMG_2551

IMG_2557

IMG_2561

IMG_2563

pereat

IMG_2533


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin mynd af mér!!? Maður getur nú orðið sár útaf minnna

Ég á eftir að láta sjá mig í Borgartúninu því það er full nauðsyn til að fara í frekari aðgerðir því núverandi stjórnvöld og opinberir starfsmenn virðast enn ekki láta segjast og líta á alþýðu fólks á íslandi sem einhvern réttlausan lýð.

Burt með spillingarliðið!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fólk er orðið svakalega þreytt á spillingunni og því var skynsamlegt af Valgerði Sverrisdóttur að draga sig úr formannsslagnum jafnvel þó hún hefði fengið gott kjör meðal framsóknarmanna.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt að sjá þarna spjöld á ensku! Er verið að reyna að ná athygli erlendra fjölmiðla?

Frekar finnst mér það nú klént.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 04:24

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gunnar Th. Gunnarsson,

já og líka á latínu. Pereat. Síðast að það var notað voru skólasveinar í Lærða Skólanum að mótmæla bindindi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Pereat" er nú annað. Það fæst engin erlend athygli út á það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 14:31

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Eggert: Þú verður bara að halda uppi einhverju áhugaverðu skilti, þá færðu pottþétt fullt af athygli.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.12.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband