27.11.2008 | 20:00
Hvað fellur á ríkissjóð? Af hverju verð ég svefnlaus í nótt út af skuldaáhyggjum?
Er til of mikils mæls af almenningi að íslensk stjórnvöld tali skýrt um það hve mikið íslenska ríkið ábyrgist vegna Icesave? Það eru mjög misvísandi fréttir um hverjar ábyrgðir Íslendinga eru. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt íslenskan ráðamann halda því fram að ríkið gæti ábyrgst meira en hinar 20.000 evrur per reikning sem er lágmarksábyrgð á hverjum reikningi samkvæmt EES samningnum.
Lágmarksábyrgð er ekki sama og allar skuldir Landsbankans.
Hvernig vogar Morgunblaðið sé að koma með svona fréttir án þess að útskýra málið og koma með einhverja fréttaskýringu? Hafa íslensk stjórnvöld lofað og skuldbundið sig til að borga meira en þeim ber samkvæmt EES samningi? Hafa voldug grannríki þröngvað lánum upp á Ísland til að vera í einhverjum afarsamningum?
Hvers vegna á ég að missa svefn í nótt út af einhverjum Icesave reikningum sem ég vissi ekki að væru til fyrr en fyrir nokkrum vikum, hvaðan af síður að þeir væru eitthvað á vegum Íslendinga?
Hvers vegna á ég sem hef alltaf reynt að spara og forðast að taka lán núna að vera ábyrg fyrir einhverju ofurháum upphæðum í breskum netbönkum?
Stjórnvöld skulda okkur útskýringar á hver staðan er -
Auðvitað duga eignir Landsbankans ekki fyrir skuldum. Þannig er það hjá öllum fyrirtækjum í greiðsluþroti.
En ég er ekki að skilja hvers vegna á að borga meira en lágmarkstryggingu.
Hér er frétt á RÚV
Óvíst hvort eignir LÍ dugi til
Þessu kreppuvakt hjá RÚV sem er fjölmiðill í eigu ríkisins er alveg ferlega aumur og þar er engar upplýsingar að fá sem skipta máli til að botna í þessu.
Slóðir
http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/efnahagskreppa/
http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
Af hverju eru ekki neins staðar upplýsingar fyrir upplýstan almenning um hver staðan er - um hvað hefur verið samið og hvað mikið á að borga? Og hvað þýðir það fyrir Íslendinga
Í Mogganum stendur:
Talið er að eignir Landsbankans í útlöndum nemi á bilinu 800-1200 milljörðum króna.
Ef gert er ráð fyrir því að eignirnar séu um 1000 milljarðar má gera ráð fyrir að 140-160 milljarðar falli á íslenska ríkið vegna skuldbindinga Iscesave-reikninga Landsbankans.
Eignir Landsbanka duga ekki fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einkennilegt að geta ekki reiknað eignir með meiri nákvæmni en 1.000 milljarðar +/- 200 milljarðar, en í sömu andrá telja sig geta fullyrt að skuldir séu 150 milljarðar +/- 10.
Sigurður Ingi Jónsson, 27.11.2008 kl. 22:42
Fyrir nokkrum vikum þá voru milljarðar mikil upphæð, jafnvel þegar um var að ræða ríkisframkvæmdir. Menn búnir að rífast um Sundagöng í 20 ár og engin niðurstaða því munur á leiðum voru tveir milljarðar.
Og nú tala menn um 100 milljarða eins og það sé einhver sjálfsagður kostnaður eða tittlingaskítur; já eins og að kaupa bensín eða skipta um dekk.
Sigurður Haukur Gíslason, 28.11.2008 kl. 00:27
Það er óþarfi að missa svefn út af þessu, Salvör. Bretar og Hollendingar munu lána fyrir þessu í upphafi, síðan fer eignasalan úr þrotabúi Landsbankans fram á næstu 2-3 árum og fyrir rest stendur eitthvað eftir sem verður greitt á lengri tíma, í gegn um skatta og vonandi sölu á nýju bönkunum. Vont mál en það er enginn að tala um að innheimtumaður mæti á tröppurnar hjá fólki á næstunni og krefji það um peninga.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.11.2008 kl. 01:17
Það er ekki gott að missa svefn út af áhyggjum. Rakst á bók sem á engan sinn líka á Íslandi og er athyglisverð, þó hún láti lítið yfir sér. Svo, Salvör, ef þú átt erfitt með að sofna, eða ert kvíðin, þá er þessi bók ágætt uppflettirit, sérstaklega í kreppuástandinu. Hún er kynnt á seselia.com Bestu kveðjur
Nína S (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 01:36
Ég skil þig svo vel Salvör. Ég vona að þú sért ekki í hóp þeirra sem lenda hvað verst í hruninu.
Færslan þín er enn eitt dæmi um hve alvarlega stjórnvöld hafa brugðist okkur.
Þeir sigldu beint í strand þegar hvessti og eru fyrst núna að reyna að klúðra saman björgunarbeltum.
Þeir hafa ekki einu sinni sagt okkur hvernig málin raunverulega standa. Í fyrradag sögðu þeir eignir Landsbankans líklegar til að duga langt upp í Icesave skuldbindingarnar en í gær sögðu þeir eignirnar líklegar til að duga ekki langt í því samband! Þeim hefur ekki einu sinni tekist að koma því inn í hausana á okkur hvaða skuldbindingar þjóðin hefur í sambandi við erlendu útibúin eða dótturfélög íslensku bankanna sem eru nú orðin þjóðareign og við því ábyrgð fyrir þeim. Leit að upplýsingum á vefsíðum ríkisstjórnar eða ríkisstofnanna eða bankanna skilar litlu sem engu.Þessi skortur á upplýsingum finnst mér ófyrirgefanlegur í lýðræðisþjóðfélagi.
Agla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 12:06
Tek undir með þér Salvör, ég er ekki að skilja fréttaflutninga síðustu vikur. Er það virkilega svo að við eigum að greyða allar upphæðir að fullu á þessum reikningum.
Ég neita að taka það í mál og ef svo er skal ég fara í eigin persónu og bera þetta pakk út af alþingi.
A.L.F, 28.11.2008 kl. 13:17
Sannleikurinn er bara sá að það var logið að almenningi þegar sagt var að bankarnir hefðu verið einkavæddir. Það var bara hagnaðurinn sem var einkavæddur, ábyrgðirnar voru á ríkinu (ríkið er almenningur). Það var aldrei sagt, og þess vegna datt almenningi ekki í hug að HANN ætti að greiða fyrir alls konar innlán og sparnað fólks í öðrum löndum. Venjuleg einka(vædd) fyrirtæki græða, tapa og fara á hausinn ÁN þess að ábyrgð almennings sé fyrir hendi - Það er einkarekstur og einkaáhætta. Þetta var því allt saman lygi og í besta falli glæpsamleg vanræksla allt saman. Við verðum að borga og börnin okkar ... Bahhh! Gaman.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:35
En hefur einhver heyrt eitthvað um það hvernig eigi að greiða þetta allt saman? Hvar verði skorið niður? Hvaða píningarsköttum verður komið á?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:15
það er eiginlega allt óljóst í þessum skuldamálum. Ég sætti mig alveg við að lifa við óvissu, þannig er lífið. En ég sætti mig ekki við ráðamenn sem ljúga að okkur og þykjast ráða við hluti sem þeir ráða ekki við og ég sætti mig ekki við ráðamenn sem eru reknir áfram af annarlegum sjónarmiðum - öðrum sjónarmiðum en þeim sem þeir voru kosnir til.
Það hefur skrælast alveg heiftarlega af flestum ráðamönnum á Íslandi að það er ekki lengur fyndið að horfa á kosningaplakötin af Þorgerði Katrínu og Geir Hilmari - þessum sem segja að þegar á botninn hvolft séu það efnahagsmálin sem skipta máli.
þessi fyrirkosningaauglýsingamennska afhjúpar hve mikil blekking var í gangi. Líka hve gífurlega mikið vanhæfi ráðamanna er að ráða í stöðuna og stýra áfram.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.11.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.