27.11.2008 | 08:54
Katrín Odds og Björn Bjarna trylla lýðinn
Magnaðar ræður geta æst svo upp áheyrendur að þeim haldi engin bönd. Þannig var með ræðuna sem Katrín Oddsdóttir flutti á útifundinum á Austurvelli. það var nú reyndar ekki við lýðurinn sem mættum á Austurvöll sem misstum okkur, við tökum vel undir ræðu Katrínar en héldum þó stillingu okkar enda um friðsamleg mótmæli að ræða. Mótmæli þar sem sterkustu vopnin eru orð.
Þeir sem trylltust yfir ræðu Katrínar voru ekki áheyrendurnir á Austurvelli heldur samnemendur í HÍ sem heimta að ræða laganema sé fjarlægð. Þetta er dáldið fyndið því oftast eru stúdentar í fylkingarbrjósti fyrir betra þjóðfélagi en það er reyndar þannig í HR að þar eru djúp og mikil tengsl við athafnamenn í viðskiptum og sumir þeirra voru velgjörðarmenn skólans í gróðærinu og einkavæðingaróðir og markaðssinnaðir Sjálfstæðismenn hafa hlúð mjög að einkareknum háskólum eins og HR. Það kann að vera að svona hagsmunir HR-inga skipti máli en það kann líka að vera að hér brjótist út reiði þeirra sem hafa skipað sig sem hliðverði þeirra afla sem þagga niður alþýðu þessa lands til að líta á stjórnmálamenn fyrst og fremst til að fjárglæframenn hafi sæmilega gott rými til að athafna sig - með afleiðingum sem við öll þekkjum. Þetta sé tilraun til sams konar þöggunar og þegar veist var að femínistum fyrir mörgum árum vegna ræðu þar sem einn femínisti hótaði því að nokkrir myndu taka sig saman og horfa ásakandi á þá sem fremdu gróf ofbeldisbrot (Sjá Mávahlátur, klifur Uglu og draumur Gyðu).
Ég skrifaði fyrir löngu blogg um þegar nemendahópur í HR auglýsti fylleríisferð, það lýsir vel hvernig ég held að stemmingin hafi verið hliðholl þeim sem vilja fylla og deifa æskulýð Íslands, sjá bloggið TUBORG útilegan
Ísland síðustu ára hefur verið í höndum bjórframleiðenda og þeirra sem hafa keypt upp alla þá sem geta tjáð sig og gagnrýnt ástandið. Því miður hafa nemendur í HR sem og í öðrum skólum flotið með þessu ástandi en nú er kominn tími til að við öll vöknum og horfum öðruvísi á þetta ástand og horfum ekki á fjárglæframenn sem hafa sett okkur í ömurlega stöðu sem velgjörðarmenn okkar og kostunaraðila. Þessir menn blóðmjólkuðu íslenskt samfélag og héldu uppi og halda ennþá uppi trylltum blekkingarleik. Hugsanlega eru þeir líka tengdir og handbendi og leppar annarra aðila sem ekki hafa íslenskt ríkisfang.
En það voru fleiri sem trylltu fólk með ræðum sínum en Katrín. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var fjarverandi á borgarafundinum í Háskólabíó. Ég hélt að það væri vegna þess að hann óttaðist skrílslæti, óttaðist og æstur múgur myndi ráðast að honum. En Björn þurfti ekkert að óttast það. Allt fór friðsamlega fram í Háskólabíó og lýðræðislega og allt var gert til að þeir sem töluðu fengu þá virðingu sem viðmælandi og sá sem ver málstað á skilið.
En það var á öðrum stað sem trylltur skríll réðist að Birni Bjarnasyni. Það var inn á Alþingi. Það var ekki trylltur skríll sem Katrín Oddsdóttir hafði æst svo mikið upp að það þusti inn á þingpalla til að reka sitjandi Alþingismenn burtu. Nei, það var formaður þeirrar stjórnmálahreyfingar sem kannanir segja nú stærsta á Íslandi. Þessi alþingismaður og formaður Vinstri Grænna réðst að Birni Bjarnasyni, kallaði ókvæðisorð (éttann sjálfur) til Björns og stóð ógnandi fyrir framan hann. Svo kórónaði Steingrímur þeitta með því að berja Geir Haarde nokkrum sinnum.
En hver voru viðbrögðin? Á meðan konur mega ekki nota myndrænar líkingar í sínum ræðum án þess að vera orðnar ofbeldismenn þá er bara hlegið að formanni stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi og þolandi árásar (Geir Haarde) kóar með árásarmanninum.
Almenningur ætti að gera upp við sig hvort hann vill að það sé maður eins og Steingrímur Sigfússon sem taki við af Geir Haarde sem forsætisráðherra.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverður pistill og ágætur. Þér sést þó yfir, sýnist mér, að umrædd stúlka var raunar að hóta því að eftir viku yrðu mótmælin ekki lengur friðsöm. Hitt er rétt sem þú segir um Steingrím J. og framgöngu hans. Bent hefur verið á að hefði Árni Johnsen gert það sem Steingrímur gerði þá hefði umfjöllun fjölmiðla orðið mjög á annan veg. Og hvað skyldi nú hafa gerst ef Geir hefði tekið pústrum hins vinstri-græna þingmanns verr en raun varð á?
gajus (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:23
Ræða Katrínar kom beint að málefni dagsins þar sem stjórnmálamenn halda ótrauðir áfram að vanvirða og sýna almenningi fyrirlitningu. Auðvitað má búast við að kröftuglega sé tekið til orða þegar stjórnmálamenn með allt niðrum sig neita að bera ábyrgð á hvorki einu né neinu.
Spillingin og óstjórn er í hæstu hæðum og fólk vill að tekið sé til hendinni. En hugsanlega mun svo mikill óþverri koma í ljós, ef stjórnin hverfur brott núna, að stjórnin telur best að sitja áfram hvað sem það svo sem kostar. Það er skiljanlegt.
Nemendum HR er skömm að því að standa að slíkri ritskoðun sem þeir fara fram á. Það komu margir dúndurgóðir punktar fram í ræðu Katrínar. Hefði hún lesið yfir ræðuna 2-3svar sinnum oftar hefði hún ef til vill verið vægari í orðum sínum. En mér fannst persónulega ágætt að heyra kraftinn í henni og það eru róttæklingar sem raunverulega vilja "bera pakkið út". Öllum er leift að hafa álit.
Ég treysti henni þó ekki að svo komnu til að fara á þing.
nicejerk, 27.11.2008 kl. 09:47
Hvað er málið með þessar „myndlíkingar“ sem fólk keppist nú við að nota til að eftir á til að afsaka beina og fyrirvaralausa hótun um að bera ráðamenn út úr byggingum ef þeir gera ekki tiltekna hluti innan tiltekins frests? Hverju er verið að myndlíkja við?
Og hver hefur kallað þessa konu ofbeldismann þótt að hótun hennar um slíkt hafi verið gagnrýnd?
Ég er annars sammála þér með Steingrím að hann gekk algerlega yfir strikið með því að banka í Geir. Eflaust eru það svona smámunir sem kveikja í púðurtunnum sem leiða til fjöldaslagsmála á þingum víða um heim eins og maður sér stundum myndir af í fjölmiðlum. Það hefði nú verið heldur betur hressandi að sjá slíkt á Alþingi.
Veit annars einhver hvað étt'ann sjálfur þýðir? - væntanlega einhverskonar myndlíking...
Oddgeir Einarsson, 27.11.2008 kl. 09:55
Einhverstaðar er þetta fólk alið upp sem stendur vörð um valaklíkurnar og einhverstaðar verða til leiðirnar fyrir þetta sama fólk til að fá að vera með í kötkatladansinum. Og auðvitað leggst þetta sama fók gegn þeim sem vilja kjötkatlapakkið burt. Einfalt og á allra vitorði..er það ekki???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 10:53
Ég hef áhyggjur af dv og þeim neista frjálsrar fjölmiðlunar sem hafði myndast þar - held að einhver hafi sagt þeim að hætta að æsa skrílinn, kannski hafa valdamenn orðið hræddir við hina smágerðu Katrínu (með stóru röddina) og kippt í spottana?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:01
Afsakaðu slettirekuskapinn, Salvör, en laganemar við HR hafa ekkert verið að tjá sig um betra eða verra þjóðfélag. Reyndar er ég viss um að þessir ungu menn (karlar og konur) deila með okkur flestum draumi um betra og réttlátara samfélag þó okkur greini kannske á um leiðir.
Þeir hafa hins vegar réttilega gagnrýnt Katrínu fyrir tvennt. Í fyrsta lagi þá beitir hún lagrökum, sem eru sannanlega röng og í öðru lagi hvetur hún til ofbeldis. Ég hlýddi sjálfur á ræðu Katrínar og ég deili ekki hrifningu margra á þessum málflutningi. Um leið frábið ég mér að þeim grundvelli sé mér gerð upp mannvonzka, undirlægjuháttur og kvenfyrirlitning.
Emil Örn Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 11:14
Í dag er grein á bls. 28 er grein í Mogganum eftir fjóra stráka sem eru laganemar eins og Katrín. Þeir hafa ýmislegt við ræðuna að athuga og vonandi svarar Katrín vel þeirri gagnrýni innan skamms.
Katrín er sérmenntuð í mannréttindum og það var einmitt sá áhugi sem varð til þess að hún fékk áhuga á lögfræði og stundar nú lögfræðinám.
En það er niðurlagið í grein strákanna sem gengur alveg fram af mér. Þar stendur:
Þetta er ein mesta steypa og rugl sem ég hef heyrt frá laganemum.
Hvað halda þessir drengir að þeir séu?
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.11.2008 kl. 11:31
Ekki veit ég hvernig fólk sérmenntar sig í mannréttindum en ég er nokkuð viss um að sú menntun getur verið á ýmsa vegu. Anarkistar töldu sig á sínum tíma mikla sérfræðinga um mannréttindi, fólk var hálshoggið í hrönnum í frönsku byltingunni í nafni mannréttinda og G.W.Bush telur sig sjálfan ábyggilega mikinn mannréttindafrömuð.
Það kunna einnig að vera mannréttindi í hugum sumra að mega ljúga með uppdiktuðum rökum og hvetja til ofbeldis.
Katrínu er að sjálfsögðu frjálst að kalla sig laganema, þó ekki virðist hún hafa lært mikið í því námi, kannske er hún bara nýbyrjuð að stúdera. Kannske gerum við henni að nokkru rangt til. Þessar rangvísanir hennar í stjórnarskrána gætu bara verið vegna vankunnáttu.
Ég verð þó að segja, fyrst rætt er um steypu og rugl, að mér þótti ræða Katrínar meiri steypa og rugl en þessi blaðagrein fjórmenninganna.
Emil Örn Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 12:16
Ræðan hjá Katrínu var virkilega flott.
Vandamálið með Íslenska mótmælendur er að þeir kunna ekki að mótmæla. Þeir þurfa að fá atvinnufólk í faginu sér til hjálpar. Þó svo að kveikt yrði í nokkrum bílum, þá er það ekki neitt á við þær brunarústir sem ráðamenn þjóðarinnar eru búnir að skilja eftir sig.
Það þarf að setja fram skýrar kröfur og um að gera að persónugera þær. Ef það er ekki búið að hreins út úr ákveðnum stofnunum ákveðið fólk innan ákveðins tíma, að þá fari í gang aðgerðaráætlun sem tryggi það að lýðræði verði endurreist aftur á Íslandi.
Það dugar ekki lengur að vera að veifa einhverjum skiltum framan í ráðamenn sem svo þeir hinir sömu gera bara grín af!
Það er gott að horfa til hvernig mótmælendur og hústökufólk í Kaupmannahöfn hafa borið sig að. Það merkilega við þá aðgerð er að það stóðu allir með þeim aðilum sem að þeim mótmælum stóðu, almenningur jafnt sem fjölmiðlar. Að auki komu rútufarmar af fólki til aðstoðar, jafnvel frá öðrum löndum.
Því að þetta fólk áttaði sig á því hvað hugtakið LÝÐRÆÐI þýðir!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 12:41
Krafa nemendanna fjögurra sem heimta að ræða Katrínar Oddsdóttur verði fjarlægð af vef HR hefur ekkert með lögfræði að gera frekar en lagaskýringar Birgis Ármannssonar, mesta fábjána sem skriðið hefur um gólf Alþingishússins. Þetta eru litlir stuttbuxnastrákar og kórdrengir Hannesar Hólmsteins og Ceaucescu Oddssonar í Bleðlabankanum sem geta ekki hugsað sér að búið verði að girða fyrir einkavinavæðingu og fjárglæfra sjálfstæðishyskisins áður en þeir komast í feit embætti með hjálp flokksins eftir nám ...þ.e.a.s. ef þeir þá útskrifast yfirleitt slíkir bjálfar sem þeir eru. Þeir harma þau fyrirsjáanlegu örlög sín að verða af vænni sneið af spillingarköku sjálfstæðisflokksins þegar fram í sækir og verða kannski að fara að vinna fyrir kaupi í stað þess að geta stolið því frá einhverjum gamalmennum eða öðrum sem minna mega sín. Og á sama hátt og einræðisherrann Ceaucescu Oddsson beitir sér þykjast þeir geta skipað Katrínu að titla sig ekki sem laganema, svona rétt eins og þeir hafi eitthvað um að segja. Katrín er örugglega miklu merkilegri laganemi en þeir allir fjórir til samans!
corvus corax, 27.11.2008 kl. 13:19
hallo... hvar heldur ad eignirnar liggja .... veistu afhverju tu motmalir ekki banka kollunum ... veistu hvad eignir er verid ad tala um .. ? ... well .. ef tu ferd ad motmaela til dæmis jon asgeir .. ligjum vid i skitum ... bankarnir eiga krofur i tessum kollum ... jæja eg væri til i ad sja steingrim redda tessu ....
stormur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.