Mávahlátur, klifur Uglu og draumur Gyðu

Ég horfði á bíómyndina Mávahlátur í sjónvarpinu í gær. Frábær mynd þar sem plottið minnti mig á lagið Goodbye Earl með  Dixie Chicks en það fjallar um örlög manns sem  er saknað... af fáum. Myndin Fried Green Tomatoes  er nú líka um sama þema. Gaman líka að fylgjast með þroskasögu stúlkubarnsins Öggu sem leikin er af Uglu.

Listamenn og skáld geta skrifað svona sögur og sungið svona söngva án þess að augljós ofbeldisboðskapur verkanna stuði. Ég held að það sé vegna þess að þetta eru verk sem flutt eru í rými ofbeldisins, í rými vestrænnnar afrþreyingarmenningar þar sem blóðslóðin í sakamálasögum er rauði þráðurinn sem bindur saman sundurbútuð konulíkin.

Draumur Gyðu - fyrir fimm árum

071x 154  

Við héldum upp á fimm ára afmæli Femínistafélagsins þann 1. apríl. það var náttúrulega einn femínískur gjörningur, Ugla og fleiri femínistar  klifruðu í skjóli nætur upp á  héraðsdóm Reykjavíkur og komu fyrir bleiku skilti með áletruninni "Gerum við inni fyrst". hér eru myndirnar mínar frá afmælishátíðahöldunum.

Fyrir fimm árum var Femínistafélag Íslands stofnað, félag þar sem við öll sem vorum orðin leið á að búa við kynbundið ófrelsi, kúgun og ójafnrétti lögðum saman krafta okkar í lýðræðislegu félagi sem aldrei hefur stutt undir neins konar ofbeldi.

En það ætlaði allt um koll að keyra í Netheimum út af einni ræðu á framhaldstofnfundi félagins og við sættum miklum ofsóknum. Það var ræðan sem Gyða hélt sem stuðaði, ræða sem kölluð er Draumur Gyðu. en í þeirri ræðu er lýst draumi um að konur helli sápu í bjór ferðamanns sem talar ljótt, tali við atvinnurekanda til að krefjast hærri launa, já og límdu miða á bíl nauðgara með áletruninni "Svona gerum við ekki". Það var broslegt fyrir fimm árum að lesa skrif Andra Óttarssonar sem nú stýrir Sjálfstæðisflokknum, ég hélt reyndar fyrst að skrif hans væru grín. Hann skrifaði heilan greinaflokk og varaði við femínistahættunni miklu. En núna fimm árum seinna er sprenghlægilegt að lesa skrifa Andra. Hér eru greinarnar hans ef fleirum langar til að hlæja með mér:

 Í skjóli feminisma I

Í skjóli feminisma II

Ég hef nú í gegnum tíðinni haft gaman af því að rifja upp skrif Andra honum til athlægis, hér er það sem ég skrifaði um þau á blogg fyrir fimm árum:

Þar er ennþá meira varað við femínistum og þeir bendlaðir á sama hátt og í vísun á batman.is við hreyfingu sem vill vernda hreinleika hins aríska kynstofns. Greinarhöfundur segir:
"Það er rétt að vara Félag íslenskra feminista við þessari braut. Eins öfugsnúið og það hljómar þá er félagið þegar komið í sömu spor og Félag íslenskra þjóðernissinna"
Svo varar greinarhöfundur við að umræðan sé farin að hafa áhrif:
"Umræðan á sér öll stað á vettvangi félagsins þ.e. á fundum og póstlista þess. Í ofanálag hefur umræðan greinilega áhrif...". Nú, það var alltaf tilgangurinn að hafa áhrif, ég skil eiginlega ekki í því að það sé vont í sjálfu sér:-)

Svo get ég barasta ekki skilið eftirfarandi setningu úr greininni öðru vísi en við höfum hvorki félagafrelsi né tjáningarfrelsi úr því við erum svona vond: "...Hópar og félög sem hvetja til lögbrota njóta hvorki verndar félagafrelsis né tjáningarfrelsis stjórnarskrár."

Svo segir greinarhöfundur líka:"...þá geta feministar ekki heldur hvatt til skemmdarverka, ofbeldis, innrásar inn í einkalíf sakaðra manna eða logið upp á menn sakir." Kannast einhver við að femínistar hafi gert eitthvað af þessu??? Í greininni er heilmikið fjallað um stjórn félagsins og því haldið fram að hún hafi leyft félagsmönnum að boða lögbrot á póstlista félagsins. Ég er í stjórn félagsins og ég barasta skil þetta ekki... Hefur einhver í stjórninni hvatt til lögbrota? Eða hefur stjórnin eða einhverjir í nafni félagsins gert eitthvað sem er ólöglegt?

Greinarhöfundur segir um stjórn félagsins "Hún hefur opinberlega tekið undir grófar aðgerðir gegn fjölmiðlunum vegna kláms sem jaðra við að vera ólögmætar". Ég veit ekki hvort hér er verið að vitna í Kastljósviðtalið við Katrínu eða þau kurteislegu bréf sem einstakir félagsmenn sendu til stjórnmálaflokka og Vísa þar sem þeir aðilar voru upplýstir um að þeir auglýstu á vefsetrum sem vísuðu á gróft og ósiðlegt efni sem niðurlægði konur. Ég vil hér með þakka þessum aðilum sem drógu auglýsingar til baka úr þessum miðlum fyrir að hafa brugðist svona fljótt við. Ég vil líka þakka þeim fjölmiðlum sem hafa fylgst með umræðunni hérna og í kjölfarið orðið meðvitaðri um orðnotkun varðandi konur.

Orðalagið "..jaðrar við að vera ólöglegt" er afar óljóst og vissi ég ekki áður að það og þessar vísanir í félagafrelsi og stjórnarskrá væri notað með þessum hætti af lögfræðingum. Þessi seinni grein endar svo með því að greinarhöfundur skilgreinir hvað eru "hinir alvöru femínistar".

Það kemur manni í gott skap að lesa þessar greinar á www.deiglan.com með greininni "Hinar hættulegu öfgar" sem birtist 2. maí á www.murinn.is
http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=858&gerd=Frettir&arg=4 og kannski skoða myndirnar frá 1. maí skrúðgöngunni okkar http://www.feministinn.is/fyrstimai og horfa á þetta hættulega öfgalið:)

Umfjöllunin á Múrnum er greinilega háðsádeila á þá sem nú hafa skorið upp herör gegn femínistum. Ég er ekki jafn viss um að greinarnar á Deiglunni séu grín, það kemur alla vega ekki nógu skýrt fram.

 Núna fimm árum seinna þá er draumur Gyðu líka draumur minn.

 Friðarboðskapur stuðar meira en söngvar um ofbeldi

Það er fróðlegt að lesa um afdrif Dixie Chicks. Það voru ekki lög eins og Goodbye Earl sem stuðuðu, lög þar sem ofbeldi er upphafið og vegsamað  heldur var það  friðarboðskapur og ummæli eins hljómsveitarmeðlims um Íraksstríðið, gagnrýni á bandaríkjaforseta og  sem stuðaði svo að þessi sönghópur var úti í kuldanum í mörg ár.  Hún sagði á hljómleikum:  Just so you know, we’re on the good side with y’all. We do not want this war, this violence, and we’re ashamed that the President of the United States is from Texas. 

En Dixie Chicks eru nú ekkert tibúnar til að beygja sig í duftið og láta af samfæringu sinni. Þær syngja um það í laginu Not ready to make nice.  



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi pistill er mun betri en sá síðasti, til lukku með það Salvör.) Svo er áhugavert málþing um jafnréttismál hér á Akureyri á miðvikudag.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.4.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband