Helga Sigrún stendur vaktina - pössum okkur á áhættufjárfestum sem taka enga áhættu

Helga Sigrún þingmaður Suðurnesja fyrir Framsóknarflokkinn  stendur vaktina í sínu kjördæmi þegar Róbert  Wessmann  er farinn að líta í kringum sig varðandi skurðstofur.

Það er nú þannig með Ísland í dag að stærsta skurðaðgerðin sem hér þarf að framkvæma er að skera á því meini gróðahyggju og óheftrar markaðsvæðingar og kasínókapítalisma sem hefur notað Ísland og eigur almennings á Islandi sem spilapeninga undanfarin ár. Það þar svo sannarlega að stinga á því meini og hleypa út vessum.

Því miður virðist allt benda til þess að núverandi stjórnvöld, bankar og eftirlitsstofnanir séu alveg óhæf til þess. Núna er á Íslandi akkúrat ástand sem Naomi Klein tekur fyrir í bók sinniThe Shock Doctrine og þeir sem fyrrum réðu Íslandi tala eins og þetta sé bara spurning um hvenær allt fari í sama far, hvenær peningamaskínuvélar samfélagsins og skuldaþrælarnir  Íslendingar verða færðar í hendur nýrra aðila, hugsanlega núna  beint undir erlenda aðila  í stað þess að  láta innlenda aðila  leppa erlenda eign eins og undanfarin ár hefur tíðkast.

Annars  er margt skrýtið sem  Róbert Wessmann gerir. Af hverju var hann að kaupa í Glitni kortér fyrir hrunið? Það þarf að hafa verið í meira lagi blindur til að sjá ekki hve óskynsamlegt var að fjárfesta í banka á þeim tíma. Var hann hugsanlega að kaupa í Glitni til að halda uppi verðinu á hlutabréfum, var hann hugsanlega að kaupa til að aðrir gætu selt?  Var hann eins og Magnús Ármann með Imon og Jakob Valgeir með Stím að leppa einhver kaup sem þýddu ekki nema 100 þús. króna áhættu fyrir hann sjálfan? Kannski var eitt fyrirtæki í hans eigu að kaupa af öðru fyrirtæki í hans eigu.

Hér er brot úr grein í DV um þessi vinnubrögð: 

"Áhættufjárfesting án áhættu
Vilhjálmur segir ljóst að í þessu máli hafi Birna verið að kaupa á sérkjörum vegna stöðu sinnar innan bankans. Hann segir þetta vera hluta af mun stærra máli. Hann spyr hvort hér ekki sé ekki um að ræða áhættufjárfestingar í hlutafélögum. „Hvaða áhættu eru menn að taka ef þeir geta stokkið úr slíkum vagni? Af hverju er Róbert Wessmann svona rólegur yfir 5 milljarða viðskiptum? Kynni það að vera vegna þess að hann fékk lán fyrir öllu saman í formi hlutafélags og ef hlutafélagið fer á hausinn tapar hann ekki nema 100 þúsund krónum? Hann varðar ekkert um hitt og lánveitandinn tapar,“ segir Vilhjálmur."

Róbert Wessman kaupir í Glitni banka - mbl.is

Vísir - Róbert kannar hvort hann geti rift Glitniskaupum


mbl.is Róbert Wessmann í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sóó. Helga Sigrún stendur vaktina þegar Róbert Wessman er farinn að líta í kringum sig!!!! Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta. Sjái hann möguleika á því að hægt sé að nýta þessa skurðstofu, nota bene, með því starfsfóli sem þar vinnur (sem er meira en þessi aumingja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra okkar virðist vera fær um) þá er það bara hið albesta mál. Það er búið að vera að tala um þetta til fjölda ára, vel menntað og hæft starfsfólk á heimsmælikvarða, en vannýttar deildir sem þyrftu fleiri og ábatasamari verkefni til að standa undir sér. Sjái Róbert möguleika á því a opna lokaða skurðstofu, bjarga vinnu 40-50 manns og sjá þar af leiðandi að þjónusta sé til staðar sem annars á að loka þá segi ég bara: Áfram Róbert og mættu fleiri taka hann til fyrirmyndar

Rúnar Hermannsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

"Það er nú þannig með Ísland í dag að stærsta skurðaðgerðin sem hér þarf að framkvæma er að skera á því meini gróðahyggju og óheftrar markaðsvæðingar og kasínókapítalisma sem hefur notað Ísland og eigur almennings á Islandi sem spilapeninga undanfarin ár. Það þarf svo sannarlega að stinga á því meini og hleypa út vessum."

Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta!

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband