Rauð málning á Valhöll

3026532857_edaa2b268d_oÉg sá í morgun þegar hreinsunarmenn voru komnir á stjá að þvo rauða litinn utan af Valhöll og tók nokkrar myndir.

Þetta var svolítið jólalegt með allan þennan rauða lit. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að þetta væri einhvers konar jólaskreyting.

Ég er að búa mig undir hið stafræna jólaföndur og notaði litadýrðina á Valhöll til að setja inn vatn og snjó á myndirnar til að minna á hringrás vatnsins.

Hér eru fleiri myndir:

Valhöll rauðmáluð

 það er gaman að vinna með myndir í verkfærum eins og Lunapic, það er hægt að sækja myndir úr Flickr eða Facebook til að vinna með.

Slóðin er hérna fyrir þetta myndaverkfæri:

http://www.lunapic.com/editor/

 

3026542857_ec58490aef_o


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha =D þú ert snillingur! Listræn eins og mamma mín með mikið skopskyn. Glæsilegt! Svona á að taka þessu ;)

Ég sjálf þarf að fara að skreyta heima hjá mér, er nýflutt að heiman og á því lítinn pening fyrir seríu og öðru slíku =/ fæ líklega í láni e-ð hjá mömmu.

Eins og flestir á mínum aldri segja: "Þetta reddast" :) (vonandi)

Þórhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:50

2 identicon

Vatnið kemur mjög vel út

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flottar myndir, jólalegar og viðeigandi í ástandinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband