12.11.2008 | 19:31
Illugi Gunnarsson og Sjóður 9
Hvernig var ákveðið að fjárfesta í sjóðnum Sjóður 9?
Hvers vegna gat Sjóður 9 borgar svona mikið út?
Sigurður segir að Ríkið hafi lagt Sjóði 9 til 11 milljarða til að kaupa út ónýtar kröfur í Sjóði 9.
Hér er viðtalið Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson
Þetta er mjög skrýtið.
Björn Ingi segir líka á bloggi í dag: Illugi ætti kannski að greina frá því hverning gengið var frá Sjóðum Glitnis þar sem hann var í stjórn. Þar var ríkið látið leggja fram fé 1. október til að kaupa út ónýtar kröfur svo opna mætti sjóðina. Að baki þessu stóðu fórsætis- og fjármálaráðherra til að bjarga góðum flokksmanni.
Þetta eru alvarlegar ásakanir á hendur Illuga Gunnarssyni.
Það er reyndar mjög skrýtið hve Agnes og Sigurður voru sammála um að bankaleynd væri af hinu góða og nauðsyn þess að enginn vissi hver hefði lánað Jóni Ásgeir fé til að kaupa upp íslenska fjölmiðla. Þau eru nú raunar hvorugt óvilhöll í svoleiðis viðhorfum, Sigurður sem starfsmaður Jóns Ásgeirs og Agnes sem blaðamaður á Mbl. Björn Ingi skrifar líka hneykslaður pistilinn Hvað með bankaleynd?
Allir þessir þrír aðilar vinna leynt og ljóst fyrir fólk sem hefur allan hag sinn af því að slá ryki í augun á almenningi á Íslandi og þau ganga erinda þeirra vilja ekki að það komi fram hver á hvaða fjömiðil.
Skiptir engu máli fyrir almenning hver stjórnar hérna fjölmiðlum? Erum við stefnulaus reköld sem hægt er að beina í hvaða átt sem er með því að tryggja sér fjölmiðla?
Ég styð viðskiptanefnd heils hugar í því að kalla eftir upplýsingum. Það er mjög eðlilegt að almenningur á Íslandi sem nú á alla bankana fái að vita hvað raunverulega er að gerast.
Það er ýmislegt mjög brogað við hvernig staðið var að yfirtöku bankanna. Það var vissulega neyðarástand á Íslandi þegar allt bankakerfið hrundi og það má segja ef til vill verja það að ríkið hérna hafi sagt ætla að tryggja innlán á venjulegum bankareikningum, það var nauðsynlegt til að bankakerfið stoppaði ekki algjörlega (Reyndar bjó ég sjálfa mig á þeim tíma undir að tapa öllu mínu sparifé sem ég hafði ætlað til að kaupa bíl, sjá bloggið Keypti rautt hjól í gær ) en það er umhugsunarvert í ljósi þess að ekkert er greitt inn á innlán venjulegra sparifjáreigenda í Icesave og Kaupthing Edge hve mikið er greitt af innistæðum í Sjóði 9. Sjóðafélagar í Sjóði 9 hjá Glitnir frá greitt 85,12% af eign sinni í sjóðnum. Hlutfallið miðast við síðasta skráða viðskiptagengi í sjóðnum 6. október.
Stjórnarmaðurinn Illugi Gunnarsson og Sjóður 9
Eyjan » Þingnefnd: Vill vita hver lánaði Jóni Ásgeiri 1500 ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Illugi þarf að taka námskeið í stjórmálaskóla Bjarna Harðar.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.