Undarleg röksemdafærsla hjá formanni VR

Gunnar Páll Pálsson formaður VR og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi notar afar einkennileg rök þegar hann réttlætir hvers vegna hann tók þátt í að fella niður skuldir starfsmanna bankans vegna hlutabréfakaupa. Hann viðurkennir að hafa fellt niður skuldir starfsmanna bankans í því augnamiði að hafa áhrif á verðmyndun hlutabréfa Kaupþings á verðbréfamarkaði og segir : ".... Sala lykilstjórnenda á hlutabréfum er tilkynningarskyld til Kauphallarinnar og því hefði sala bréfanna væntanlega leitt til ofsaótta á markaðinum og að öllum líkindum verulegs söluþrýstings frá öðrum aðilum."

Ég er alveg gáttuð á þessu.

Núna hlusta ég á þennan mann í Kastljósi og ég gersamlega skil ekki hugsunarhátt mannsins eða viðskiptasiðferði. Þetta stangast á við allar leikreglur sem ég hélt að giltu um heiðarleg bankaviðskipti. 

Ég get ekki annað séð en það þetta sé tvöfalt afbrot. Annars vegar að fella niður útistandandi kröfur bankans og hins vegar að gera það í því augnamiði að blöffa á verðbréfamarkaði.

Stjórn gamla Kaupþings mismunar hluthöfum.
Stjórn gamla Kaupþings mismunar lántakendum.
Stjórn gamla Kaupþings reynir að hafa áhrif á verðmyndum á hlutabréfum með því að mismuna hluthöfum og lántakendum.

Formaður stéttarfélags tekur þátt í þessu.
Svona er Ísland í dag.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Einarsson

Ójá, ég er alveg sammála. Mér finnst út í hött að stjórnarmaður í fyrirtæki úti í bæ skuli taka ákvörðun sem kemur sér illa þjóðfélagslega. Kannski segja lögin að stjórnarmenn eigi að hugsa um hag hluthafa, og að á þeim tíma sem þessi ákvörðun var tekin hafi Kaupþing ekki "tæknilega" verið í vandræðum því ríkið hafði ekki tekið yfir bankana þá... en það skiptir engu máli. Fyrst menn eru svona klárir að vera í stjórnum fyrirtækja eiga þeir að sjá svona hluti fyrir og mér finnst líka að það eigi að breyta lögum þannig að stjórnendur fyrirtækja eigi ekki að hugsa fyrst og fremst um hluthafa, sem eru bara forríkir refir hvort eð er, heldur almenning.

Jón Einarsson, 5.11.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Eva Karlsdóttir

Af hverju í fyrsta lagi að þurfa að gera þennan gjörning, sagði Gunnar Páll Pálsson ekki að bankinn stæði vel í september s.l.

Svolítið öfugsnúið hjá honum, enda ekki mjög trúverðugur að mínu mati í Kastljósi, vonandi fá svona menn aðeins meira en "skamm"

Eva Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er mjög miður mín yfir hve illa þeir sem þó áttu stöðu sinnar að vegna að vera fulltrúar almennings hafa unnið í stjórn Kaupþings. 

Það er orðið óbærilegt að fylgjast með fréttum á Íslandi. Þetta er mikið fen spillingar. Ég raunar skil ekki hvers vegna þarf núna að hafa þrjá banka með fullt af stjórum

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.11.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Þessi maður a ALLS EKKI AÐ VERA I FORUSTU FYRIR VERKALÝÐSFÉLAG.

nú skil ég betur þessa undarlegu vr samninga siðustu ár

Johann Trast Palmason, 5.11.2008 kl. 21:10

5 identicon

Salvör,

Þetta er náttúrulega hægt að skoða málið frá mörgum hliðum. Í fyrsta lagi átti enginn von á því að svona myndi fara og það má alltaf deila um það hvað sé rétt og  hvað sé rangt þegar menn eru komnir upp að veggnum. Ef það hefði ekki verið tekið á málum með þessum hætti hefði gengið fallið í bankanum og hann sennilega farið á hliðina. Það hefði getað valdið ómældum skaða. Ég held að stjórn bankans hafi leitað lögfræðiráðgjafar og tekið ákvörðum út frá því í góðri trú. Það er alltaf létt að gagnrýna eftir á. Það kemur hinsvegar í ljós hvað er rétt og hvað er rangt. Það eru margir í galdrabrennuhug, sérstaklega gömlu pilsfaldakommarnir Steingrímur J. og fleiri. Ég held að fréttaflutningur eins og Stöð 2 lét hafa eftir sér í gær um 100 milljarðana sé dæmi  um fréttaflutning sem er órökstuddur og það er ábyrgðarhluti að fjölmiðill fari þannig fram. Menn verða að skoða málin á hlutlægan og faglegan hátt og það má hrópa á torgum Salvör. Aðgát skal höfð í nærveru sálar en haltu samt áfram að blogga ekki vera skrifa neitt um viðskipti af því mér sýnist að þú sért of reið til þess að geta það núna. Láttu rykið setjast og vertu jákvæð í hjarta þínu.

Meinhornið Mummi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:19

6 identicon

Gamall brandari segir frá flugstjóra:

“Farþegar góðir, ef þið vilduð vera svo vænir að horfa út um vinstri glugga flugvélar, þá sjáið þið að hreyflar hafa stöðvast. Hægra megin er vængurinn alelda. Þið getið séð mig og áhöfnina veifa til ykkar úr fallhlífunum hér aftur með og neðan við ykkur. Takk fyrir að hafa flogið með okkur í dag.”

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Meinhornið Mummi: Þú ráðleggur mér að blogga ekki um viðskipti, ég sé of reið. Ég hugsa að þetta sé vel meint en ég er ekki reið.  Ég er frekar agndofa og  skil ekki hvers vegna þeir sem sýsluðu með verðmæti í umboði annarra hafa gersamlega misst allt jarðsamband. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.11.2008 kl. 22:08

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ef maður stúderaði líkamstjáningu hans sá maður margt annað en hann sagði. Ég er annars sammála þér.

Anna Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:14

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er undarlegt að stjórn VR virðist bakka upp formanninn. Hér er traustyfirlýsing frá þeim: http://www.visir.is/article/20081105/FRETTIR01/731236529

Hvað ætli almennu afgreiðslufólki í verslunum þyki um hvernig staðið er að málum?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.11.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hér er slóðin: Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn

Ég veit ekki alveg hvað veldur því að formaður og fleiri í stjórn VR hugsa svona. Átta þau sig ekki á því að þegar fólk kaupir hlutabréf þá er það að taka áhættu? Átta þau sig ekki á því að sá sem situr í stjórn bankans er fruminnherji og um hann gilda strangar reglur m.a. að stjórnin má varla vísvitandi reyna að blöffa verðbréfamarkaðinn?

Svo voru þetta skrýtin vinnubrögð eins og Stefán bendir á:
Kastljósviðtalið við VR formanninn

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.11.2008 kl. 22:20

11 Smámynd: H G

Sammála Önnu Karlsdóttur í að maðurinn sýndi greinileg merki um að hann vissi  fyrir löngu upp á sig skömmina.  Mummi þessi, meinhorn, er nú meiri kjáninn!  - Æ - greyið!

H G, 5.11.2008 kl. 23:47

12 identicon

Var einmitt að hugsa það sama og þú, Salvör, varðandi fjölda bankana.  Hvers vegna þrír?   Úr þessu ætti einn að duga.

lydur arnason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 04:58

13 identicon

Gaurinn.... sheesh og svo formaður VR tekur stöðu með honum og gegn okkur, gegn meðlimum félags síns.
Til hamingju ísland, flest skemmd epli í heiminum

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:02

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst svo merkilegt í þessu að þarna vantar greinilega tvær tillögur:

  1. Að halda gildandi fyrirkomulagi.
  2. Að bankinn innleysti hlutabréfin til sín á með yfirtöku á lánunum.  Veðköll geta haft þau áhrif að skuldareigandi yfirtekur einfaldlega veð að andvirði skuldarinnar.  Þetta er gjörningur sem stenst bæði lög og siðareglur.
Það voru ekki bara tvær leiðir.  Það voru bara tvær taldar færar að matið þeirra sem lögðu málið fyrir stjórn bankans.  Af hverju fékk stjórnin ekki sjálf að velja?

Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 13:59

15 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég veit um dæmi þar sem KB banki veð í hundi svo ein manneskja gæti fengið rekstrarlán til þess að selja gjafavörur. Svo er annað dæmi, sem er öllu alvarlegra. Þeir létu þessa sömu manneskju fá níræða móður sína til þess að vera ábyrgðamanneskju. Þessi níræða manneskja er að borga 50 þús. í vexti á mánuði því lánið féll á hana. KB banki var SVAKALEGUR í grimmd sinni og í að misnota auman almúgan. Ég vona að eitthvað hafi lagast með Nýja KB banka.

Sumarliði Einar Daðason, 6.11.2008 kl. 18:34

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"KB banki tók veð í hundi" átti þetta að vera.

Sumarliði Einar Daðason, 6.11.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband