4.11.2008 | 15:50
Neyðarstjórn kvenna starfar af krafti
Um eitt hundrað konur komu saman í gærkvöldi á fyrsta hugarflæðisfundinum í Neyðarstjórn kvenna. Hér eru myndir sem ég tók á fundinum og setti inn á Facebook myndasafn.
Það eru komnar 1391 konur í hópinn Neyðarstjórn kvenna á facebook en hann var stofnaður á fimmtudaginn var.
Um hópinn segir:
Hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.
Hópurinn er opinn öllum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.
Reykjavík á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Athugasemdir
Uh, ég vil ekki rigna á skrúðgönguna, en er neyðarstjórn kvenna og jafnræði kynjanna ekki mótsögn?
Skiptir svo sem ekki máli. Þær munu örugglega standa sig miklu betur en núverandi stjórn. :o)
Villi Asgeirsson, 5.11.2008 kl. 01:27
Hafa þær að leiðarljósi hin kvenlægu gildi sem gilda nú í Glitni og Landsbanka
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.11.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.