Evrur og norskar krónur

Það er álíka trúverðug fréttin um að Björgófsfeðgar ætli að borga skuld Eimskips (sem þeir gerðu ekki) og að Evrópusambandið ætli að veita Íslendingum einhverja flýtimeðferð og hraðafgreiðslu varðandi upptöku Evru.  Myntsamkomulag við Noreg er miklu raunhæfari kostur til skamms tíma litið.

Þó margt bendi til að hagsmunum Íslendinga sé best borgið til langs tíma litið í Evrópubandalaginu þá er það   alveg ga-ga fréttaflutningur hjá RÚV sem ábyrgs fjölmiðils að vitna í mann út í bæ sem segist hafa heyrt að segist hafa heyrt að Íslendingar bjóðist einhver flýtimeðferð í myntbandalagið. Eiga Íslendingar sem sagt að flýta sér að sækja um EBE án þess að nokkur vitræn umræða hafi farið fram og svo efna í ofboði til þjóðaratkvæðagreiðslu í paníkástandi í íslensku samfélagi

Eiríkur Bergmann Einarsson er háskólakennari á Bifröst og sem slíkur þá passar hann sig örugglega á því að lofa engu fyrir hönd EBE enda er hann að ég best veit enginn milligöngumaður eða trúnaðarmaður Evrópusambandsins.

þetta virðist vera einhver leikur þeirra sem vilja draga athyglina frá því hvað þeir voru að gera síðustu ár og hvers vegna þeir stóðu sig ekki á vaktinni að fara í þennan Evruhasar. Það er langt ferli að taka upp evru og það eru engir sjáanlegir hagsmunir EBE að veita Íslendingum nein skilyrði sem aðrar þjóðir fá ekki. Það eru hins vegar mjög augljósir hagsmunir hjá Norðmönnum að veita Íslendingum liðsinni í myntmálum.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Afhverju getur þú ekki tekið til greina að fólk sem mælt hefur með ESB og evru geri það af fyrirhyggjusemi með velferð barna sinna og þjóðar að leiðarljósi?

- Þú gerir þér vonandi grein fyrir að allur IMF-pakkinn bæði skilyrðin, lánið og vextirnir er bara kostnaður við að koma krónunni á flot á ný og ekkert annað. Sem svo aftur er ekkert víst að takist. Það þyrftum við ekki að gera ef við hefðum ekki blessað krónuna. 

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 05:20

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

eg dreimdi evrur í nótt, skildi það þýða ethvað ?

Johann Trast Palmason, 31.10.2008 kl. 06:56

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Frelsi er að hafa val. Hvaða valkosti hafa Íslendingar í þeirri stöðu sem núna er? Staðan er þessi: bankar þjóðnýttir og eru núna litlir innlendir, miklar óuppgerðar skuldir erlendis, gersamlega ónýtur gjaldmiðill sem er rúinn öllu trausti. Innganga í EBE er fýsilegur kostur en það ferli að fá aðgang að myntbandalagi tekur nokkur ár og verður að gerast með gjaldmiðli sem er traustur einhvern tíma áður. Engir sjáanlegir hagsmunir EBE af sérdíl og flýtimeðferð fyrir Íslendinga og engin fordæmi fyrir því hjá öðrum þjóðum. Ergo, samningsstaða Íslendinga er ekki góð í þessum kosti.

Annar kostur er myntbandalag við Noreg eða taka upp norska krónu. þessi kostur kann að vera fær og fljótlegur  og vera VALKOSTUR við að vera málaður út í horn og hræddur og píndur til að ganga í EBE bara út af ónýtri mynt. Það tvímælalaust væri betra að hafa Evru hérna en það fylgir margt annað með EBE aðild sem endilega ekki þjónar hagsmunum Íslendinga.

Með þvi að taka upp norska krónu þá er samband Noregs og Íslands styrkt og það má leiða rök að því að það sé heppilegt fyrir þessar þjóðir að vera samstíga í að sækja um aðild að EBE. 

Hagsmunir Noregs, Íslands, Færeyja og Grænlands fara að mörgu leyti saman og það má búast við töluverðum átökum um yfirráð á þessu svæði á næsti áratugum og það eru verulegir hagsmunir að vernda.

Til langs tíma litið þá er afar mikilvægt að Ísland myndi bandalag við ríki og svæði sem hafa sömu hagsmuni, menningu og atvinnulíf. Bandaríska öldin er liðin á Íslandi og það er tómarúm. Það verður að skoða aðild að EBE líka út frá þessum atriðum og það er verulegur styrkur að vera í samfloti með Noreg.

Ef það hefur ekki skilist þá vil ég ítreka að ég er ekki á móti EBE aðild en það er ekki víst að aðildarumsókn núna sé heppilegasti kosturinn, sérstaklega ef það er eingöngu vegna myntbandalags og það tekur mörg ár að komast í það og það er alveg ljóst að við munum ekki eins og sakir standa geta haft nógu stöðugan gjaldmiðil til að eiga sjens í það.

Aðrir, skjótvirkari og skynsamlegri kostur kunna að vera í stöðunni til að leysa þann vanda að  gjaldmiðillinn er ónýtur. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2008 kl. 07:08

4 identicon

Valdhafar í Noregi hafa tekið vel í hugmyndir um myntsamstarf, það er rangt að það sé óraunsætt. Það er mun raunsærra en upptaka evru næstu 5-10 árin.

Bjarki (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér þykir hugmyndin góð og verulega verð allrar athygli. Ég hef reyndar drepið á þessa strengi oftsinnis í blogginu mínu!  :)

Allt betra en evran!  

Baldur Gautur Baldursson, 31.10.2008 kl. 12:49

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hef ekkert á móti Nok.fæ enda launin mín í Nok. En er ekki líklegra að okkur passi myntkerfi þar sem við erum með megnið af okkar viðskiptum heldur en mynt sem kannski stjórnast meira af olíuverði í heiminum? Ég hefði einhvernveginn haldið það. Er þetta ekki eins og hver önnur "smjörklípa", til að drepa málinu á dreif ens og ávallt hefur verið gert?

Valdhafar í Noregi taka vel í allt sem heldur okkur utan ESB, eðlilega, enda telja þeir sig þurfa að hugsa sér til hreyfings ef við förum inn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hafsteinn: Jú, sennilega passar Evran miklu betur fyrir okkur. Nema náttúrulega að það finnist olía við Ísland. Það er helstu hagsmunir á móti samtengingu við Noreg að  við höfum sömu hagsmuni í fiskveiðum en ekki olíu. En orkuverð sveiflast sennilega í heiminum í takt við olíuverð. En það virðist þó vera valkostur sem helsta kosti hefur þann að það ætti að taka skemmri tíma en að ganga í EBE og sækja um myntbandalagið þar. Auk þess sem það myndi innsigla að Ísland héldi sig með Noregi. Það er líklegt að Norðmenn íhugi líka að ganga í EBE.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn bulla um að norska krónan sveiflist líkt og sú íslenska því þeir séu bæði fiskveiðiþjóð og orkuþjóð. - En gáið að því að krónurnar sú norska, sænsk og danska hafa ára tugum saman verið mjög áþekkar þ.e. þær eru ekki að taka neinar sveiflur til langs tíma - þær sveiflur jafnast þá í það minnst aftur innbyrðis milli þessara þriggja gjaldmiðla.

Á sama tíma þ.e. nokkrum áratugum breyttist íslenska krónan frá því að vera jafn gild þeirri dönsku til þess að 1981 voru 2 núll tekin aftanaf henni og nú stendur hún samt í að 1 dönsk króna leggst á 20 krónur.

Það merkir að á sama tíma og norrænu krónurnar hafa haldist í hendur í um 70 ár þá hafa þær 2000 faldast gagnvart íslensku krónunni.

Þetta með hagsveiflunar sem gjaldmiðillinn verði að aðlagast er því bara enn eitt bullið.  Við höfum bara fellt hér gengi til að lækka laun að fólki forspurðu og auðvitað er óþægilegt að geta ekki stolið áfram þegar maður þarf.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 18:32

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

forsætisráðherrann norski hefur reyndar líka lýst því yfir að það sé ekki raunhæft að taka upp norsku krónuna hérna.  Ef til vill er eiga Íslendingar engra kosta völ nema fara inn í þennan EBE og evruprósess. En ekkert ríki fer með hraði inn í EBE. Það er afar vont að eiga bara einn kost. það er ekkert val.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband