"Skilvirkni fjármálamarkaða hefur skaddast, tímabundið"

Það er gott að nú hafi Íslendingar leitað til IMF. Það var eini sjáanlegi kosturinn í stöðunni. Ég er fegin að Geir Haarde er forsætisráðherra. Geir og Ingibjörg eru gott fólk í forustu núna og við sem tilheyrum öðrum flokkum eigum að skilja að það besta fyrir Ísland er að við stöndum öll  á bak við þau á meðan á mestu hremmingunum stendur.  Það þarf svo seinna að fara fram uppgjör og greina hvað  gerði þennan skell svona stóran og hverjir sem áttu að gæta hagsmuna almennings gerðu það ekki.

Geir er greindur maður og hann er hagfræðingur og skilur gangvirki fjármálamarkaðarins. Reyndar skilur hann betur hvernig hagkerfið sem hvarf  virkaði  og  hann áttar sig ekki á því að það kemur aldrei aftur. Geir kallaði kreppuna lengi vel mótvind. Hann er markaðshyggjumaður og hann telur að hrundar rústir fjármálamarkaðar se einhvers konar tímabundin löskun. Ég held að þetta sé endir ákveðins tímabils.

Geir talar um að lífskjör muni versna hérna á þessu ári og næsta. Fólk á Íslandi verði að færa fórnir á meðan við séum að vinna okkur upp úr þessum öldudal.  Þetta minnir mig á þegar ég var lítið barn þá var faðir minn trúaður sanntrúaður kommúnisti en allar fréttir  sem við höfðum frá löndunum hinu megin við járntjaldið voru þannig að þeir höfðu það miklu verra en við. Ég spurði mömmu mína Framsóknarkonuna hvernig stæði á þessi, hvernig virkaði þessi kommúnismi sem ætti að hjálpa öllum en mér virtist hann gera alla fátæka og auka eymd. Ég man ennþá það sem mamma sagði, hún sagði að þetta gengi út á að fólkið væri að færa fórnir til að hafa það betra í framtíðinni.

Svo þegar venjulegir Rússar voru búnir að færa fórnir í marga áratugi þá brotnaði kommúnistakerfið þeirra og olíarkarnir tóku yfir afraksturinn af öllum fórnunum.

En við verðum sem sagt öll að færa fórnir næstu árin.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://fleipur.blog.is/blog/hin_frettastofan/#entry-685636

Ég skora á þig að lessa sem er þarna ( linkurinn ) og svo segja að standa á back við þeim sem gerðu landið gjaldþrót ..

 til helvitis með geir til helvitis með rikisstjorn...

Ari (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:25

2 identicon

Ætli það sé nú ekki svipað hér, þegar öllu er á botninn hvolft. Einhverjir "oligarkar" eru búnir að hirða það sem þessi litla þjóð er búinn að nurla saman í sveita síns andlitis frá byrjun tuttugustu aldar, en þá átti hún nákvæmlega ekki neitt, danakóngur átti þá allt sem einhvers virði var á landinu. Allt hefur verið tæmt og meira til, við stöndum uppi með að þurfa að skila því aftur að meira eða minna leyti sem þessir óhappamenn höfðu stolið frá nágrannaþjóðum í skjóli frelsisins. Við, sem héldum að við gætum í ellinni haft til hnífs og skeiðar vegna lífeyrissjóðanna, sem við höfðum byggt upp af harðfylgi, þrátt fyrir að fyrstu 12 - 15 árin sem þeir störfuðu, hafði svikamylla verðbólgunnar eytt jafnóðum því, sem í þá var greitt. En nú stöndum við frammi fyrir því að þessir sjóðir eru tæmdir og rúmlega það.

Ellismellurinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:34

3 identicon

Já Salvör mín. Mikið óskaplega eru þau Geir og Ingibjörg gott fólk og auðvitað stöndum við nú öll á bak við djúphugsaðar björgunaraðgerðir þeirra þessa dagana. Þau koma líka svo vel fyrir í fjölmiðlum bæði tvö og brosið hans Geirs er svo hughreystandi. Nú þurfum við bara að sigra Bretana einu sinni enn og færa litlu fórnirnar okkar næstu 10 árin. Svo er hann Geir líka svo ósköp vel menntaður hagfræðingur og hægri hönd hans í Seðlabankanum svo mikill fagmaður. Ég er alveg viss um að framtíð okkar verður björt og farsæl með þessar mannvitsbrekkur við stjórnvölinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband