16.10.2008 | 10:46
Hlutabréf hrapa í dag - Nikkei niður 11% í dag, Evrópumarkaðir niður
Ennþá einn svartur dagur. Ekki bara svartur fyrir Ísland heldur líka svartur fyrir heiminn. Alls staðar lækka hlutabréf og það er engin orkukreppa því orkuverð hrynur og verð á málmum eins og áli hrynur. Allt hrynur nema matvælaverð.
Það er kreppa. Djúp kreppa. Ennþá kalla sumir þetta fjármálakreppu eða lausafjárkreppu en það er þannig að kreppan læsir sig inn á sífellt fleiri svið. hún hefur þegar gert það á Íslandi. Því miður mun almenningur í öðrum löndum líka finna fyrir kreppunni. Vonandi verður það ekki eins mikil brotlending og á Íslandi. Ég óska engri þjóð að lenda í sömu hörmungum og við Íslendingar.
Við vitum að íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að afstýra kreppu á Íslandi. En við höldum að stór og voldug ríki geti það í sínum löndum þó þau séu skuldug og hafi staðið í og standi í stríðsrekstri. Almenningur í þeim löndum trúir því líka. Vonandi tekst stjórnvöldum í USA og Bretlandi ætlunarverk sitt en því miður er það ekki alveg víst. Bretland stendur þó miklu betur, þar er hefð fyrir meiri ríkisafskiptum og núna tiltrú á Keynes pólitík Gordons Brown. Bandaríkin standa mjög illa þangað til kosinn hefur verið nýr forseti. Keynes pólitík gengur út á að opinberir aðilar reyni að eyða og setja á stað framkvæmdir til að hindra að allt frjósi pikkfast og hirði ekki um að safna skuldum.
Útlitið er svart fyrir USA:
Most analysts now say that a US recession appears virtually certain as a crippling credit crunch and housing meltdown drags down the rest of the economy despite a 700-billion-dollar banking sector rescue plan.
Nánast engin viðskipti í Kauphöll Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.