Gordon Brown með lunda á hausnum

 

Það voru nokkrar fyndnar myndir á timesonline.co.uk.  Hér er mynd af Íslandsvininum Gordon Brown. Hann er með lunda á hausnum. Lundinn virðist vera tákn um Ísland. Mér finnst þetta soldið sniðugt vegna þess að í fyrsta skipti sem ég las eitthvað um þennan fugl (þ.e. lundann ekki Brown) þá var það í einni af bókum Enid Blyton um hin fimm fræknu.  Ég man hvað mér fannst þetta ævintýralegt og spennandi sagan af krökkunum sem voru ganga um lundaholubyggð. Þetta hefur sennilega verið sagan"The Sea of Adventure".

Svo eru ekki mörg ár síðan ég komst að því að það eru miklar lundabyggðir rétt hjá þar sem ég ólst upp í Laugarnesinu, það er mikil lundabyggð í eyjunum þar fyrir framan. 

morland385_413576aÞessi mynd af Gordon Brown segir frá því hvernig hann ver nú fé skattgreiðenda en við það aukast vinsældir hans mjög. 

Það hefur hjálpað Gordo Brown að skammast við Íslendinga. það hefur hitt alveg í mark hjá Bretum að manni sýnist. 

En hér eru meiri skopmyndir af þessum ástmögi íslensku þjóðarinnar.

Ég hef gott af því að skoða svona myndir. Þegar ég hlustaði á fyrstu skammirnar til Íslendinga þá leið mér eins og ég hugsa að almenningi Í Írak hafi liðið þegar það hlustaði á Bush Bandaríkjaforseta búa til óvin úr þeim og fullyrða eða gefa í skyn að þær geymdi fólk kjarnorkusprengjur undir koddanum eins og við ættum að hafa geymt þessa peninga Icesave. Mér fannst maðurinn svo ógnandi og svo yfirmáta furðulegt að búa til hryðjuverkafólk úr okkur hérna á Íslandi. En  svona geta stórir og grimmir og voldugir foringjar í lögregluríki hegðað sér. Þessir menn eru hættulegir.

 


mbl.is Ábyrgjumst 600 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Fyndin þessi lundamynd hehe

Annars.... Þó þetta komi ekki innlegginu beint við nema grín-faktornum þá mæli ég með að fólk sem hefur ekki séð þessa markaðs/bankagrín-sketsa frá Bird & fortune að það gerir það:

http://www.youtube.com/watch?v=hXBcmqwTV9s

http://www.youtube.com/watch?v=SwRFoxgEcHc

Ari (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Brown er vissulega að (mis)nota sér aðstæður til að skara eld að egin köku.

Að öllum líkindum á hann eftir að fá það billega trix aftur í andlitið. 

  En gleymum því heldur ekki að honum var gert það auðvelt með misvísandi skilaboðum héðan.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband