Útsala í október - stríð um Íshafið

 chris

Ef ég skil málin rétt þá eru Íslendingar í mjög klemmdri stöðu. Þessa stöðu hafa spunameistarar breska fyrrum heimsveldisins búið til.  Gordon Brown forsætisráðherra hvæsir á Íslendinga og sendir hérna  vin sinn til að semja um að maður með breskt vegabréf og fulltrúi þarlendra vogunarsjóða taki við eigum Baugs og þar með dýrmætustu veðum íslensku bankanna á brunaútsöluverði. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er okkar helsta von núna en hann setur þau skilyrði að fyrst sé samið við Breta.  

Þetta mál er afar stórt í sniðum og hefur eldfima þýðingu ekki bara á Íslandi heldur líka fyrir Bretland. Það eru 35.000 störf í húfi í þessum fyrirtækjum að því er Jón Ásgeir segir. Það kemur fram í breskum vefmiðlum að það voru 25% breskra sveitarstjórna sem voru með reikninga á Icesave og þar voru líka geymdir sjóðir lögreglu. Svo er hryðjuverkjalögum beitt á Ísland. Það er afar loðið hvort hryðjuverkalögum hafi eingöngu verið beitt á banka (sem mér sýnist vera) eða líka á fyrirtæki sem Íslendingar eiga. Alla vega er þetta að hafa mikil áhrif ekki eingöngu á Baugsfyrirtækin heldur líka á alla verslun Íslendinga og ég geri ráð fyrir að stór hluti af fiski okkar sé selt til Bretlands.

Svo eru Íslendingar í viðræðum við Rússa um lán og myndi það verða í fyrsta skipti sem Rússar koma Natóþjóð til aðstoðar.

Hvað geta Íslendingar gert? 

Sennilega myndi koma sér ansi illa fyrir Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands að fyrirtæki Baugs færu í þrot og aðgerðir hans yrðu til að 35.000 manns væru í lausu lofti. Hugsanlega mun það valda svo mikilli upplausn að hann hrekst frá völdum. Ekki sítum við það Íslendingar.

Hins vegar eru að mér skilst helstu eignir íslensku bankanna veð í hlutabréfum félaga eins og Baugs og það er auðvitað mikilvægt að gera ekki hluti sem verða til þess að þessi veð verða að engu. En málið er reyndar þannig núna að allt útlit er fyrir að bréf í mörgum hlutafélögum í heiminum séu orðin að engu og það er ekkert sem íslensk stjórnvöld ráða við.

Ég hlustaði á Ragnar í Silfri Egils áðan. Ég er sammála honum, við eigum ekki að ganga að afarkostum, við getum róið til fiskjar og við getum ræktað hérna rófur og kartöflur og höfum nú töluverð verðmæti uppsöfnuð í landinu til að þola töluverðar þrengingar næstu ár. Við þurfum bara að gerbreyta um lífsstíl og hugsa um að spara allt sem kemur erlendis frá.

Hins vegar hugsa ég að þær þrengingar sem þjóðir heims standa núna frammi fyrir séu ekki bara varðandi hrun í fjármálakerfinu. Hrun fjármálakerfisins mun hafa áhrif á fyrirtæki og fyrirtækin munu falla og fólk missir vinnuna.  Stórskuldug stjórnvöld hafa ekki mikið að bjóða í fjöldaatvinnuleysi þegar skatttekjur minnka á sama tíma mjög mikið.  þetta mun valda mikilli upplausn, það er viss hætta á að sú upplausn verði svo mikil að það einhver ríki verði á barmi borgarastyrjaldar, ríki sem við núna tengjum við vestræn lýðræðisríki. Stjórnvöld í þessum ríkjum munu kalla þetta "war on terror" og ekki hika við að beita lögum sem þau hafa komið sér upp til að vernda "alsherjarreglu".

Það getur líka verið að það verði vinsælt í svona ástandi að gera árás á óvinveitt nágrannaríki sem hafa gengist Rússlandi á hönd. Kannski er nú svo komið að helsta ástæðan fyrir okkur að vera í Nató er það skjól sem það gefur okkur gagnvart Bretlandi. Kannski er það ekkert skjól þegar til kastanna kemur, það er ekki víst að við samninga sé staðið. Gordon Brown og hans líkar geta spunnið upp ástæður alveg eins og þeir gátu spunnið upp ástæður til að beita hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi. Hugsanlega var það með ráðum gert - hugsanlega var það að beita núna hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi gert til að sá fræum í huga bresks almennings, að tengja Íslendinga við hryðjuverk. Hugsanlega var þetta raunverulegur ásetningur þessarar aðgerðar.

Við skulum vera minnug þess að flestar innrásir og stríð sem við höfum háð (ekki mjög mörg, og ekki mjög mannskæð) eru við Englendinga. Var það ekki við þá sem þorskastríðin voru háð? Voru það ekki Englendingar sem peppuðu upp Jörund hundadagakonung á sínum tíma? 

Varðskipin tvö eru nú ekkert sérlega miklar landvarnir hérna á Íslandi. 

En það þarf að hefja málaferli og reyna að skýra málstað okkar í breskum fjölmiðlum.  Það þjónar hagsmunum Breta meira en Íslendinga að hindra að fyrirtæki í Bretlandi fara í greiðslustöðvun og það er sennilegt að stjórnvöld þarlend átti sig vel á því.

Sókn er stundum besta vörnin.


mbl.is Samskipti Philips Green og Íslendinga endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ari (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ótrúlega fyndin mynd, takk fyrir þetta. ég skelli tengingu í bloggið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2008 kl. 18:25

3 identicon

Það er e.t.v. ekki úr vegi að minnast á það að þorskastríðin öll voru háð gegn Bretum (Þjóðverjar komu reyndar líka að) og hafa alltaf snúist um auðlindir og verslunarhagsmuni. Bankastríðið er ekkert öðruvísi.

Like it or not, við erum nágrannar Breta, stundum höfum við gert strandhögg þar, stundum þeir, lengst af hafa samskipti verið friðsamleg. Þannig fer gjarnan um samskipti nágrannaþjóða.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:33

4 identicon

Fínt mál Salvör. Fannst sniðugt að koma þessu að. Enn betra að láta þetta í innleggið sjálft. Takk f. góðar bloggfærslur um þetta að undanförnu. :)

p.s. upprunalega tekið héðan ef e-r hefur áhuga:  http://www.guardian.co.uk/theobserver/cartoon/2008/oct/12/labour-creditcrunch

Ari (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband