Ennþá einn svartur mánudagur

 Ríkisstjórnin  skuldar almenningi einhvers konar fræðslu um hvað er að gerast og hvað er í húfi. Það er ekki hægt að skjóta sér lengur bak við að orð íslenskra ráðamanna eða embættismanna séu svo rafmögnuð að það valdi víbringi í erlendum fjármálaheimi, svo miklum að það felli krónuna. Sannleikurinn er sá að Ísland og allt sem tengist íslenskum fjármálaheimi er ákaflega lágt skrifað í Evrópu núna og því fær ekkert breytt. Það hafa sumir verið að tengja þetta við kaupin á Glitni, þau kaup hafi valdið því  Það er rangt, það er eins og að rugla saman sjúkdómi og meðhöndlun hans það er sama og að kenna skurðaðgerð læknis sem er gerð í neyð til að bjarga lífi sjúklings um sjúkdóminn. Kaupin á Glitni ljóstruðu hins vegar upp hversu alvarlegur og langt fram genginn sjúkdómurinn var. Kaupin á Glitni birtu bara umheiminum það sem allir hér heima alla vega vissu og það var grafalvarleg staða íslensku bankanna og að lánshæfnismat þeirra var ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. 

Þessi yfirlýsing um ekki-gera-neitt frá íslensku ríkisstjórninni róar mig ekki mikið. Ég spái í hvort í henni felist að bankarnir verði látnir róa, það sé einfaldlega Íslandi ofviða að bjarga þeim. Ég geri ráð fyrir að bankarnir séu nú að splittast upp í einhvers konar íslenskar einingar og erlendar einingar og það standi til í fyllingu tímans að bjarga íslenska hlutanum. 

Þessi yfirlýsing frá ríkisstjórninni núna segir bara að það sé í lagi að nota banka, þeir séu ekki baneitruðu kvikindi og  eiturspúandi drekar sem svolgri í sig peninga allra þeirra sem hætta sér í návígi við þá.

Hugsanlega gerir íslenska ríkisstjórnin ekki neitt nema að halda litlum íslenskum hluta bankakerfisins á floti ef í nauðir rekur. En ég þarf að fá greiningu frá fjármálamanni hvað það kostar Ísland að gera ekki neitt og hvort það sé hægt, hvort þessi vaxtamunalán sem bankarnir tóku á sínum tíma séu ekki einhver konar köll á íslenskan gjaldeyrir, einhvers konar alþjóðlegar skuldbundingar sem Ísland verður að standa við. Ég hugsa að svo sé.

Grein á BBC núna. 

Iceland unveils bank rescue bid

 

Dagurinn í dag lofar ekki góðu fyrir banka sem ekki eru komnir í öruggt skjól ríkisstjórna sinna. Markaðir hríðfalla í Evrópu og það er ekki búið að opna Wall Street. Það stefnir allt í ennþá einn svartan mánudag. 


mbl.is Árétting frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband