2.10.2008 | 07:36
Hrun heimsveldis?
Þann 11. september 2001 var gerð innrás í Bandaríkin og heimsbyggðin horfði á turna musteris viðskipta í Bandaríkjunum hrynja. Ef til vill erum við að horfa á annars konar hrun núna, hrun Bandaríkjanna úr þeim sessi sem það ríki hefur verið í alveg frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Þessi grein á BBC fjallar um breytta stöðu Bandaríkjanna:
Viðskipti byggjast á trausti og það traust skapast m.a. með því að bankinn eða sá sem lánar búi yfir þekkingu á viðskiptum lántaka sinna og geti þannig metið hæfi þeirra til að greiða aftur lán. Þegar bankar loka eða halda að sér höndum í ástandi eins og var þegar heimskreppan skall á eða í ástandi eins og er núna þá tapast þessi þekking. Ég var að lesa greinina Economic Scene: Lesson From a Crisis: When Trust Vanishes, Worry í New York Times sem ber saman ástandið núna og ástandið 1930. Í þessari grein er varpað ljósi á ástandið og það gert m.a. með því að taka dæmi um Glitnismálið á Íslandi. Í greininni stendur:
In the current environment, bankers are nervous that other banks might shut them out, out of fear, and stop extending that short-term credit. This, in a nutshell, brought about Mondays collapse of Wachovia and Glitnir Bank in Iceland. To avoid their fate, other banks are hoarding capital, instead of making seemingly profitable loans. And when capital is hoarded, further bank failures become all the more likely.
Það er reyndar fjallað um Glitnismálið á fleiri stöðum en í New York Times
Magasinejer: Islands største bankrøveri
Öldungadeildin samþykkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur sýnst, að USA muni hægt og sígandi "þróast" þannig að æ fleirri þegnar landsins muni búa við svipuð lífskjör og þekkjast í "vanþróuðustu" ríkjum heims. Búa við fátækt og skort. Milli 20%-30% Bandaríkjamanna hefur búið við slíkskilyrði síðustu ár og nú fer þeim sífellt fjölgandi. Millistéttinn er að hverfa. Til verður ríki, þar sem margir verða fátækir og fáir ofurríkir. Kannast einhver við svoleiðis. Annars vegar skortur og hinsvegar ofgnótt. Ekki beinlínis það sem maður getur óskað nokkurri þjóð. Kannski verður þetta líka þróunin hér á Íslandi í kreppunni!
Auðun Gíslason, 2.10.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.