15.9.2008 | 09:36
Nćđingur á toppnum - Geir í mótvindi
Geir Haarde forsćtisráđherra telur ađ ţađ sé engin kreppa ţó ađ fjármálamarkađir hins vestrćna heims séu ađ hrynja og hruniđ sé eitt mesta sem sést hefur í 80 ár og ţó ađ ađ íslenskt athafnalíf sé afar viđkvćmt fyrir ytri sveiflum bćđi vegna útflutningsatvinnuvega og vegna ţess ađ hér er örsmátt hagkerfi međ ofvaxiđ bankakerfi og athafnamenn í skuldsettum yfirtökum og útrásarham árum saman. Ţađ eru mörg teikn á lofti sem sýna alvarlegt ástand hjá íslenskum fyrirtćkjum og bönkum og ţađ eru ekki neinar líkur á ađ mjög skuldsettir húsbyggjendur geti stađiđ í skilum međ lán sín og framtíđin í byggingariđnađi er dökk.
Geir telur ađ ađalvandamáliđ sé ađ ná niđur verđbólgunni. Sagan endurtekur sig, ég minnist annars Geirs á annari öld sem líka barđist viđ verđbólguna sem hann ţó hafđi átt ţátt í ađ skapa sjálfur. Ég vona ađ Geir II verđi ekki eins mislagđar hendur og Geir I sem blés til orustu áriđ 1979 undir kjörorđinu Leiftursókn gegn verđbólgu sem gárungarnir hafa ć síđan flimtađ međ og kalla aldrei annađ en leiftursókn gegn lífskjörum.
Á ţessum tíma ţá var ég viđ nám í ţjóđhagfrćđi í háskólanum og stúderađi ţar alls kyns hagstjórnarkenningar og reiknimódel fyrir samfélagiđ en úti í samfélaginu geisađi óđaverđbólga sem gerđi alla útreikninga í sviphendingu marklausa og óskiljanlega. Ég gerđist mjög fráhverf ţeirri stćrđfrćđimódelahagfrćđi sem var borin á borđ fyrir okkur ţarna, hún passađi engan veginn viđ veruleikann og útskýringarnar og kenningarnar virkuđu ekkert í miklum umrótatíma, svo miklum umrótatíma ađ ţađ voru heil hagkerfi ađ brotna saman. Miđstýrđ hagkerfi austantjaldslandanna brustu fyrir margt löngu og ef til vill er núna runninn upp sama umbrotaskeiđ fyrir markađshagkerfi á vestrćna vísu. Ef til vill passar ţađ hagkerfi ekki lengur.
Geir II segir ađ ţađ sé ekki kreppa núna. Hann vitnar í tölur og skilgreiningar. Ég efa ekki ađ hann hafi rétt fyrir sér međ ţessar skilgreiningar en vil benda á ađ ţađ er mikilvćgt ađ ćđstu ráđamenn ţjóđarinnar eđa ráđgjafar ţeirra geti séđ fram í tímann og hafi innsći sem sem gerir ţeim kleift ađ tengja saman ólík gögn og vísbendingar. Ţađ er ef til vill ekki besta og einasta merkiđ um ađ allt sé á góđri leiđ hérna hvernig hagvöxtur hefur mćlst í fortíđinni ţegar einum mestu framkvćmdum Íslandssögunnar var viđ ađ ljúka. Ţađ er betra ađ spá í vísbendingar um hvernig stađan er í núinu og framtíđinni, hvernig stađan er í umheiminum og hvađa afleiđingar hefur ţađ hérna. Gengi hlutabréfa er í eđli sínu spá um framtíđina og mćlikvarđi á vćntingar. Ţar er ástandiđ dökkt hér heima sem og á erlendum mörkuđum.
Geir hefur sína skilgreiningu á kreppu og vill kalla kreppuna núna mótvind. Ţađ nćđir nú heldur betur um Geir á toppnum í öllum ţessum mótvindi. Mér finnst hins vegar alveg eins góđ skilgreining á Vísindavefnum en ţar fann ég ţessa fínu skilgreiningu á kreppu:
"Ţegar atvinnuleysi eykst, ţá teljist ţađ samdráttur nema ţú verđir sjálfur atvinnulaus, ţá sé ţađ kreppa."
Ekki rétt ađ tala um kreppu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.