Rýnt í texta stjórnmálamanna og moggabloggara

Wordle.net er skemmtileg græja sem passar vel fyrir okkur sem viljum fá allt myndrænt og viljum helst bara að fólk tali í stikkorðum. Með Wordle.net er nefnilega hægt að búa til mynd af því sem fólk er að segja og það er nú bara oft skemmtilegra heldur en að hlusta á langar ræður.

Það er nú ekki víst að öll merking komist til skila. 

 Hér eru orðin í ræðu Sivjar um orkumál þegar textinn hefur verið settur inn í wordle.net

03.09.2008 15:41:01 Siv Friðleifsdóttir (ræða)

 wordle-siv-orkuraeda-sep08

Það er líka hægt að setja blogg þarna inn og ég setti tvö blogg bjorn.is og stebbifr.blog.is  þarna inn. Björn er greinilega mikið að tala um minningagreinar og Morgunblaðið en Stefán Friðrík er að fjalla um forsetakosningarnar í USA.

Bjorn.is

 wordle-bjorn-sep08

 

Það á nú ekki að setja allt sitt traust á Netið eins og formaður okkar Framsóknarmanna sagði en það er skemmtilegt að túlka orð manna með svona netgræju eins og wordle.net.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já þetta er greinilega skemmtilegt...

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband