Árásin á Second Life og netárás al-Qaeda

Nú er búist við netárás á fjármálastofnanir og banka. Sennilega er ógnin nú fyrst og fremst að lama um stundarsakir viðskipti þó al-Qaeda hafi  hótað  því að eyðileggja gagnabanka bandarískra fjármálafyrirtækja. Gagnagrunnar banka hljóta að vera betur varðir en að það sé hægt og öryggisafrit til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Það má nú líka alveg rifja upp úr hvaða  farvegi Internetið  er upprunnið, það er úr hernaði og einmitt til að mæta þannig aðstæðum að  ekki væri einhver ein miðlæg stöð þar sem öll gögn flæddu um heldur gætu gagnapakkar borist ýmsar leiðir og þó einn tengipunktur yrði fyrir árás og væri óstarfhæfur  þá lamaðist ekki kerfið heldur færu gögn aðra leið. 

Fyrir nokkru skráði ég mig í netleikinn Second Life. Það þurfti að gefa upp vísanúmer og ýmsar persónulegar upplýsingar.  Skömmu seinna var ráðist á gagnagrunn fyrirtækisins sem rekur leikinn og tölvuþrjótar komust yfir  gagnagrunn 600 þúsund notenda með upplýsingum  um lykilorð og væntanlega líka visanúmer.  Ef hryðjuverkasamtök eins og  al-Qaeda hafa þá færni sem þarf til valda usla í fjármálastofnunum með tölvuglæpum þá hafa þau samtök örugglega æft sig í svona árásum t.d. eins og þessari á Second Life. Ég var að fletta upp frétt um Second Life árásina á BBC og sé að fréttin hefur verið síðast uppfærð 11. september síðastliðinn. Það er nú kannski táknrænt.


mbl.is Bandarískar fjármálastofnanir varaðar við hugsanlegri netárás al-Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband