Kortakvart

Pirrandi frétt um að Landmælingar séu að hætta útgáfu landakorta og sölu þeirra á almennum markaði og til standi að selja  útgáfurétt af fimm helstu ferðakortunum seldur.  Markmiðið mun vera að draga Landmælingar út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem sinna kortaútgáfu.

Það eru svona fréttir sem koma mér í vont skap og fylla mig vonleysi. Er enginn þarna úti sem hefur sömu sýn og ég? Þá sýn að upplýsingar sem aflað er af almannafé eigi að vera ókeypis og svona upplýsingar eins og kort eiga að vera hverjum manni og hverri stofnun aðgengileg. Þá sýn að upplýsingar eiga almennt að vera ókeypis. Það að selja kort af Íslandi það er alveg eins og hérna fyrir nokkrum árum þegar Hæstaréttardómar voru seldir á geisladiskum og aðeins vel fjáðar lögfræðistofur gátu keypt svoleiðis diska. Á einhverjum tíma þá var svona markaðskerfi gæða það sem virkaði best en í því samfélagi sem við erum að fara inn í núna þá er þannig kerfi bara til trafala og býr til þröskulda og eykur á mismunun og kyrkir nýsköpun.

Ég hef unnið töluvert við íslensku Wikipedía orðabókina og þar meðal annars teiknað nokkur kort. Þau kort hef ég að sjálfsögðu teiknað eftir öðrum kortum vegna þess að það er nú einu sinni þannig að það er mikilvægt að kort séu frekar nákvæm. Ég hef gætt þess að geta heimilda og vona að ég sé alveg á réttu róli hvað höfundarrétt varðar. Ég hef hins vegar teiknað þessi kort til að aðrir geti tekið þau og gert hvað sem þeim þóknast við þau. Kortin teikna ég í  vektorteikniforritinu Inkscape sem er ókeypis og open source hugbúnaður en ég reyni að nota svoleiðis hugbúnað ef það er mögulegt.

Hér er dæmii um síðu sem er með kort sem ég teiknaði  af fjörðum á Íslandi en.wikipedia.org/wiki/Breiðafjörður

Sem dæmi um hvernig vinnubrögð hægt er að hafa þegar öll kort eru aðgengileg öllum má nefna að ég teiknaði líka kort af hverfum í Reykjavík og  svo tók annar wikiverji  það kort og breytti til hins betra og vann áfram í þetta hverfakort

Það myndi létta okkur mjög lífið sem erum að vinna í því í sjálfboðaliðsvinnu að setja inn upplýsingar í íslensku wikipedia ef við hefðum aðgang að vektorkortum sem við mættum setja inn í commons.wikimedia.org og breyta og nota í wikiverkefnum. Flest kort sem ég geri tengjast reyndar sjónum og hafstraumum enda reyni ég að einbeita mér að því að skrifa inn greinar sem tengjast lífríki sjávar. En það er ekki bara verkefni eins og Wikipedia sem myndi græða á því að þessi kort væru ókeypis og öllum aðgengileg, það er sennilegt hjálpa heilmikið öllum í ferðaþjónustu sem er nú sívaxandi atvinnugrein á Íslandi. Í því sambandi má benda á að Wikipedia er ein öflugasta heimildin varðandi fjarlægar slóðir og margir sem koma hingað til lands eru búnir að fletta heilmikið þar upp. 


mbl.is Hætta útgáfu landakorta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband