Sturla, Einar, Einar

Það kemur alltaf jafnmikið á óvart hver kynjahlutföllin eru í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum og hve einsleitan bakgrunn sá hópur hefur sem velst þar til forustu. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur fjölbreytileikans. Það er eitthvað  í grasrót Sjálfstæðisflokkins sem kyrkir konur. Það virðist helst vera að konur hafi séns sem hafa látið til sín taka utan Sjálfstæðisflokksins og sem hafa verið fengnar til að fara þar í framboð eins og Guðfinna í Reykjavík. 

Annars ber að fagna því að prófkjörið virðist hafa farið vel fram, ekki verið sama klúðrið og tæknilegu mistökin og urðu  fyrir fjórum árum hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu kjördæmi. Þá skrifaði Andri Óttarsson þessa frásögn af gangi mála á Akranesi:

"Rétt er að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að tala um neitt smávægilegt kosningasvindl einstakra manna heldur stórfellt kosningamisferli sem einræðisherrar í harðræðisríkjum hefðu verið fullsæmdir af. Það er ljóst að hópur manna á Akranesi og nágrenni fór um bæinn eins og eldur í sinu með kjörkassa og kjörgögn. Farið var heim til fólks, á vinnustaði, í skip, á rúntinn og á alla mögulega og ómögulega staði með kjörgögn til að láta fólk kjósa. Til dæmis má nefna að samkvæmt heimildum sem pistlahöfundur hefur ástæðu til að treysta þá var kjörkassi staðsettur við hliðina á lottóvél í sjoppu á Akranesi og fólki boðið upp á að kjósa sína menn á meðan þeir fylltu út lottóseðilinn! "


mbl.is Sturla efstur á lista Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband