Fólkið sem býr á svæðinu og fólkið sem býr ekki á svæðinu

Eftirköst þessa jarðskjálfta eru miklu meiri en þær sjáanlegu skemmdir sem eru á húsum og búnaði og nýi nafnlausi hverinn sem kom upp í Hveragerði. Eftirköst þessa skjálfta eru skelfingin sem greip um sig meðal fólks, ekki síst fólks sem óttaðist um börn sín og ættingja og vini. Eftirköstin eru þau að þessi jarðskjálfti lækkaði sennilega verðmæti allra fasteigna á skjálftasvæðinu mikið og gerði eignir þar óseljanlegar í augnablikinu. Ég hugsa að fáar lóðir seljist þarna þessa daganna.

Það er alveg sama þó að jarðvísindamenn segi okkur að það sé lítið að óttast, svona atburðir vekja ugg hjá fólki og hræðslu við náttúruhamfarir, hræðslu sem sumir losna aldrei við. Ég var í Reykjavík, stödd á ráðstefnu í Kennaraháskólanum þegar Suðurlandsskjáltinn varð og ég held að allir hafi fundið til einhverrar hræðslu og þá náttúrulega sérstaklega þeir sem komu frá skjálftasvæðunum og höfðu reynslu af skjálftanum 2000. Það er ekki þannig með svona stóra jarðskjálfta að þeir venjist og maður hætti að verða hræddur, ég held að það sé öfugt, maður áttar sig á kynngikrafti náttúrunnar og hve varnarlaus við erum.

Ef þessi Suðurlandsskjálfti er eins og hinir fyrri þá geta eftirkippir verið marga mánuði en það hefur losnað um spennu þannig að það er sennilega einmitt ekki miklar líkur á svona stórum jarðskjálfta þar í bráð. Þetta er svolítið öfugsnúið, einmitt á tímanum sem fólk er hræddast við jarðskjálfta.  En það sem ræður verði fasteigna og því hvort fólk vill búa á svæðinu er hversu mikil hræðsla er við jarðskjálfta meðal fólksins, ekki hversu miklar  líkur jarðfræðingar telja á jarðskjálfta.

En talandi um fólkið sem býr á svæðinu þá má líka tala um fólkið sem ekki býr á svæðinu.  Árna M. Mathiesen mun vera skráður með lögheimili í húsi  í Þykkvabænum sem er afdrep pólsks landbúnaðarverkafólks. DV er ómyrkt í máli varðandi búsetu Árna og segir þrátt fyrir að Árni hafi gefið út yfirlýsingu:

Árni Mathiesen fjármálaráðherra brýtur lög með því að skrá falskt lögheimili á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ. Ráðherrann býr ekki á því lögheimili sem hann hefur gefið upp, þar búa pólskir verkamenn. Ráðherrann býr í Hafnarfirði en nýtur hlunninda úr ríkissjóði sem ætluð eru til að greiða kostnað af húsnæði, dvöl og uppihaldi í því kjördæmi sem hann er kosinn á þing fyrir. (sjá hérna Svar ritstjóra DV við yfirlýsingu fjármálaráðherra)

 

Ég geri nú ráð fyrir að Árni hafi viljað láta Þykkvabæinn njóta útsvarstekja þeirra sem af honum eru teknar og Árni er nú þingmaður þeirra Sunnlendinga þannig að það er bara gott að hann ætli sér að setjast að í kjördæminu og hlusta á kjósendur sína. Vonandi gerir hann það sem fyrst, þetta er ansi klúðurslegt hjá fjármálaráðherra að hafa svona feiklögheimili. Ég hins vegar efast ekki um að Árni ætlar sér að búa á svæðinu og ég hugsa að hann hafi boðið sig fram á Suðurlandi ekki bara vegna þess að hann var að leita að þægilegu kjördæmi og fyndist smart að hafa Árna bæði í fyrsta og öðru sæti framboðslistans heldur líka af því hann ann sveitinni og dýrum. Árni er dýralæknir svo sennilega hefur hann nú haft upphaflega í huga að vera nær sveitinni en fjármálaráðuneytinu.

Nú er það þannig að Árni er ekki eini maðurinn á Íslandi sem er með lögheimili einhvers staðar annars staðar en þar sem þeir raunverulega búa. Dagblaðið talar um þetta sem mikla spillingu en er það spilling sem allir gera? Er ekki máltækið við lýði "Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir halda þeim lýðist það".  Ég þekki mann sem var í mörg ár með lögheimili í Akrahrepp þrátt fyrir að búa þar ekki og þegar ég sem eldheitur innfæddur Reykvíkingur skammaðist út í hann fyrir að nota alla aðstöðu hérna þá þóttist hann vera styðja sinn fæðingarhrepp, eins konar einkabyggðaframfærsla. Já, það var nú von að hann vildi þetta, Akrahreppur er þekktur í Íslandssögunni fyrir stuðning sinn við menningu og listirGrin Ég skoðaði skattskrána eitt árið fyrir Akrahrepp þar sem hún lá frammi í Kaupfélaginu og þá sá ég að allir stærstu útsvarsgreiðendur í hreppnum voru fólk sem alls ekki bjó í hreppnum, það var fólk að sunnan sem hafði hér vinnu og vann hálaunastörf t.d. á stóru spítölunum hérna.

Ég hreinlega skil ekkert í Hafnfirðingum (þar sem Árni býr) og Reykvíkingum að líða þetta. Eru þetta svona sterkefnuð sveitafélög að þeim er alveg sama þó að hátekjufólk búi í sveitarfélaginu en greiði ekki gjöld þangað, gjöld sem eiga að vera burðarásinn í tekjum sveitarfélaga.  Hmmm... ég ætti nú allt að vita um þetta, ég skrifaði ritgerð í viðskiptafræði einmitt um tekjustofna sveitarfélaga.

Best að skrifa bréf til borgarstjórnar og Óskars Bergssonar framsóknarmanns og hvetja hann til að fjölga Reykvíkingum með því að taka á þessu feik-lögheimilismáli. Það er ómögulegt að Reykjavík sé að missa af hellingsútsvarstekjum út af þessu. Mér finnst ómögulegt að fólk sem býr í Reykjavík allt árið séu ekki skráðir þar heldur séu  álfar og huldufólk í Þykkvabænum eða einhverjum öðrum plássum utan landamerkja okkar. 

Hins vegar er ein lausn sem hentar Hafnfirðingum og Þykkvabæingum vel. Það er að sameina þessi bæjarfélög. Þá er Árnavandamálið úr sögunni. Það er líka sameiginlegur þráður hjá báðum þessum byggðakjörnum, það er þessi álfatrú. Það er þó blæbrigðamunur á álfunum í á Huldubókasafninu í Hafnarfirði og þessum sem sýsla við kartöflur í Þykkvabænum. Hafnfirsku álfarnir sjá heimspeki út úr sultutaui og pæla og pæla  en álfarnir í Þykkvabænum, þeir eru  kartöfluálfar sem pæla jörðina og s athafnaálfar sem selja kartöfluflögur og snakk.

En það er nú bara flott núna á ári kartöflunnarTounge 


mbl.is Þingmenn vilja fund vegna jarðskjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband