2.6.2008 | 19:32
Skjálftavaktin
Mér finnst eitthvað að upplýsingakerfinu hjá fjölmiðlum og veðurstofu. Af hverju fáum við upplýsingarnar ekki strax frá aðilum sem eiga að sjá um þessa vakt. Í þessum skjálfta hristust skjáir hjá mér og ég fór strax á Netið á töfluna hjá veðurstofunni.
Ég get ekkert séð ennþá um þennan skjálfta á Recent Earthquakes
Ég get heldur ekkert séð um skjálftann í sjálfvirku óyfirförnu töflunni hjá veðurstofunni.
Samt er klukkan núna 19:31 eða klukkustund síðan skjálfti sem var milli 4 til 4.5 á richter gekk yfir.
Það er klukkustund síðan skjálftinn varð.
Ég get ekki fundið annað en núna sé skjálftahrina.
Uppfært:
Núna er ég búin að sjá þetta hjá veðurstofunni. Það er fullt af skjálfum að ganga yfir. Ekki bara þessi stóri sem varð kl. 18:30. Ég er ekki ímyndunarveik. Það var skjálfti kl. 19:17 sem var 3,1 og hann var líka nálægt Skálafelli. Svo var skjálfti á næstum sama tíma nálægt Borgarnesi. Verst er nú að vera á Selfossi. Ég hugsa að mörgum sem búa á Selfossi og þar um kring líði mjög illa núna.
Snarpur kippur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Athugasemdir
Sniðugt að hafa sína eigin skjálftavakt. Þú ert við öllu búinn og stólar ekkert á stjórnvöld sé ég
Ég er nú reyndar búin að koma mér upp mjög frumstæðri skjálftavakt á skrifborðinu hjá mér. Aðalmælitækið er kexpakki sem ég reisi upp á rönd á skrifborðinu og þegar hann titrar þá eru skjálftar. Hann er á sífelltri hreyfingu núna og titrar alltaf. Þegar tölvuskjárinn byrjar að titra og sveiflast til þá veit ég að skjálfinn er yfir 4. Það gerðist þegar skjálftinn var kl. 18:30
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.6.2008 kl. 19:45
Sammála þér Salvör. Þetta er alltof hæg þjónusta. European-Mediterranean Seismological Centre eru mun fljótari með þetta á netið en Veðurstofan.
Júlíus Valsson, 2.6.2008 kl. 19:50
Salvör, ertu þá líka með "veðurstein indjánanna"? :-)
(ef hann er hvítur, þá er snjór - ef hann er blautur, þá er rigning, og svo framvegis...)
Einar Indriðason, 2.6.2008 kl. 23:12
Já, þetta er óþolandi. Upplýsingar eiga að koma undireins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.