Fíklar og fangar, Sogn og Byrgið

Nú næðir um landlæknisembættið og margar stofnanir. Það er erfitt að skilja hvernig maður með sömu vandamál og sömu forsögu  og geðlæknirinn á Sogni hefur getað stundað þá iðju að falsa lyfseða  fyrir amfetamíni og methylfentidati á fanga. Það er eitthvað verulega áfátt í eftirlitskerfinu, hvar sem  nú brotalamirnar eru. Það er hins vegar langt í frá viðeigandi að landlæknisembættið sé að rannsaka þetta mál. Til þess eru tengsl embættisins við málið allt of mikil. Það er eðlilegt að það sé rannsakað af einhverjum öðrum.

Ég hef áður skrifað tvö blogg um landlæknisembættið varðandi Byrgismálið

Landlæknir, skottulækningar og Byrgismálið 

Þekkir landlæknir ekki lög um skyldur landlæknis?


Það var líka ekki fyrir tilstilli landlæknisembættis sem upp um málið komst, það var vegna þessa atviks: 

"Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir han. aðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni." (visir.is)

 

Geðlæknirinn á Sogni var í stóru hlutverki í Byrgismálinu. Hann bar líka læknisfræðilega ábyrgð á þeirri stofnun og ekki hefur honum tekist þar vel upp:

Mbl.is - Frétt - Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu

Fréttablaðið, 30. des. 2006 08:30

Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins.

Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. „Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum."

Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins.
Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir

186,3 milljónir króna greiddar til Byrgisins
 

Fyrrverandi vistmaður á Sogni (...nafn tekið út eftir að mér barst ósk þess efnis  frá viðkomandi í símtali 27. febrúar 2009..) lýsir  frekar fátæklegri meðferð þar. Það er nú samt góðs viti að hann sé útskrifaður og sé í standi til að kvarta. Það er nú ekki sjálfgefið að þannig ástand sé á þeim sem fara á slíkar stofnanir.

Óskar fór alltaf með lyfin til Magnúsar

 Magnús geðlæknir: Segist ekki á leiðinni í meðferð

Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf

 Það eru núna í hópi bloggara margar mæður sem eiga um sárt að binda vegna fíkniefnaneyslu barna sinna. Sumar eiga börn sem hafa látist af of stórum skammti eiturlyfja, í sumum tilvikum eiturlyfja sem eru lyf sem koma gegnum lyfseðla frá læknum. 

Hér er ein færsla sem lýsir upplifun móður 

Magnús Skúlason loksins sviptur leyfi til að skrifa lyfseðla fyrir læknadópi.

Nokkur af þessum bloggum eru:

hross

skelfingmodur

 Dauðans alvara...

Það er afar sorglegt að svo hafi verið komið að mönnum eins og Guðmundi í Byrginu og umræddum geðlækni hafi verið treyst fyrir andlegri og líkamlegri velferð þjáðra manna.  


mbl.is Yfirlæknir til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er allt hið ömurlegasta mál.....kannski verður hægt að draga einhvern lærdóm af þessu og hafa betra eftirlit.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 02:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Það er svo merkilegt að það þarf alltaf eitthvað stórundarlegt til að upp um svona komist. Ég spyr bara ; hvar er eftirlitið með þessu ?

Takk fyrir fínan pistil, ég les stundum hjá þér en kvitta ekki oft

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband