Síminn var hleraður í síðasta torfbænum í Reykjavík

litlabrekka3Síðasti torfbærinn í Reykjavík sem búið var í var sennilega Litla-Brekka sem stóð þar sem núna er bílastæði Hjónagarðanna á horni Eggertsgötu og Suðurgötu. Ég bjó á stúdentagörðunum í fjögur ár á annarri hæð í íbúð sem vísaði móti Suðurgötu. Út af svölunum horfi ég niður á lágreistan torfbæ, hann var í niðurníðslu en hann var samt orðið dýrmætt tákn um þá Reykjavík sem var að hverfa. Hann var fyrir skipulaginu og það stóð til að rífa hann. Það bjó þá aldraður einsetumaður í Litlu-Brekku, það var Eðvarð Sigurðsson.  Stuttu eftir að ég flutti úr Vesturbænum mun Eðvarð hafa flutt úr  Litlu-Brekku og bærinn var rifinn.

Núna les ég að í hlerununum árin 1949 til 1968 þá var síminn í torfbænum á heimili Eðvarðs og Ingibjargar móður hans hleraður.  Ég held að þau hafi nú ekki verið mikið misyndisfólk. Það er hérna ágætis vefsíður nemanda í Khí um bæinn Litlu-Brekku og viðtal við Sigríði systur Eðvards um hvernig var að alast upp í torfbænum, um jólahald og hvernig fjölskyldan spjaraði sig með því að rækta kartöflur og halda hænsni. Þetta er smáinnsýn inn í lífið hjá einni af  fjölskyldunum sem síminn var hleraður hjá. 

Þessar símahleranir eru "too close to home" til að ég geti leitt þær hjá mér. Síminn var hleraður hjá manninum í næsta húsi við mig,  hjá Eðvarð í torfbænum Litlu-Brekku og síminn var hleraður hjá manninum sem bjó á hæðinni fyrir neðan mig á Laugarnesvegi 100.

Það voru 32 heimili hleruð á árunum 1949 til 1968. Best að athuga hvort ég tengist ekki einhverjum fleiri en þessum tveimur sem voru nágrannar mínir. 

Ég skrifaði áðan greinina  Litla-Brekka inn á íslensku wikipedia.

Hmmmm....

Eftir smátilraunir til að tengja þetta blogg við fréttina um hlerunarmálið þá komst ég að því að Moggabloggið leyfir ekki nema eina tengingu við sömu frétt frá hverjum bloggara. Það er náttúrulega ekkert við því að segja en þetta er takmarkandi fyrir listrænt frelsi mitt. Ég ætlaði að blogga eins oft um þessa frétt eins og ég gæti tengt mig og mitt líf við þessa 32 aðila sem voru hleraðir. En sem sagt vegna manngerðra takmarkanna (annað hvort út af spammsíu eða njósnaumfjöllunarparanoiju) þá verður heimurinn af þessum listræna gjörningi mínum.  

Ég var að vona að þetta yrði listaverk í 32 bútum. Það finnst sennilega fáum það listrænt að tengja moggablogg við moggafréttir.

Sjá nánar

Hlerunin á Laugarnesvegi 100

 mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst minning þín um gömlu Reykjavík yndisleg. Ég bjó líka á Stúdentagörðunum og ég hafði ekki hugmynd um þetta.

Ég hef ekki mikla skoðun á Hlerunarmálinu, á sama tíma og mikið lengur voru allir símar á landsbyggðinni meira eða minna skipulega hleraðir

Einhvern tíman sagði mér einhver að ekki öll gömlu fallegu húsin á bak við Stúdentagarðana hefðu upphaflega staðið þar, veist þú eitthvað um það? 

Kveðja, Káta

KátaLína (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Húsin þarna á bak við voru sum flutt þangað. þetta var skipulegt sem einhvers konar affermingarstöð fyrir gömul timburhús sem þurfti að losna við af upphaflegum stað. Ég man eftir að barnaheimili að mig minnir á vegum ungra lækna var þarna í aðfluttu timburhúsi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.5.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband