(Mogga) bloggarar og teljararnir þeirra

Mér finnst asnalegt að hrópa á þingpöllum. Sko, nú er ég búin að tengja það sem ég ætla að segja við frétt á moggablogginu.

teljari1Þetta blogg fjallar hins vegar ekkert um hvað það eru margir á þingpöllum og hve hátt þeir góluðu heldur um eftirlætisiðju bloggara, iðju sem hefur þróast og náð nokkurri fullkomnun. Það eru teljarabloggin. Það er bloggpistlar sem lýsa innhverfi íhugun bloggara, svona þeirra leit að sannleikanum og frægð og frama (lesist:að verða lesnir af mörgum) og eins og við alla leit eftir fullkomnun þá er best að mæna til þeirra sem hafa öðlast færnina sem mann dreymir um, færnina til að verða bloggfrægur (lesist:mikið lesinn) á moggablogginu. Allra augu hljóta hér að mæna til Stebbafr, hefur hann ekki náð því að halda sér á toppnum síðan elstu menn muna (lesist:í nokkra mánuði). Hvern er trixið, hvers vegna að endurskrifa fréttir þannig að þær séu eins og útþynntur hafragrautur, hver nennir að lesa svoleiðis? 

Blogganalýsa dagsins er hjá Friðriki sem hefur krufið moggabloggið og skrifar bloggfélagsfræðistúdíu í mörgum liðum. Tveir pistlar eru þegar birtir af athugunum hans: 

(Mogga)bloggarar I: Um súper-bloggara, kynlíf, trúmál og ofbeldi

 (Mogga)bloggarar II: Nokkur ráð til að fjölga innlitum

En í  svona greiningu á moggabloggsvinsældum og meðfylgjandi tékklista yfir hvernig á að koma sér á framfæri þá sakna ég þess Friðrik hefur tröllatrú á áreiðanleika þeirra gagna sem hann leggur út á og treystir þeim. Ég skráði þessa athugasemd í bloggið hans:

Friðrik, Þú gengur út frá því að birtar vinsældatölur endurspegli raunverulegar vinsældir. Athugaðu að allar upplýsingar eru frá mbl.is og það er engin trygging fyrir því að það séu réttar upplýsingar. Satt að segja er frekar líklegt að þessi vinsældatalning sé mjög bjöguð, sérstaklega á hátt sem mbl.is kemur vel. þetta er vettvangur í einkaeigu sem byggir á auglýsingatekjur og því að fólk lesi efni blaðsins. Bloggumræða sem fjallar um efni blaðins er lyft hærra. Það getur verið  að vinsældatölur séu ekki beinlínis falsaðar en það er afar sennilegt að þær séu verulega bjagaðar. Það er ekki víst að það sé bara frá hendi mbl.is heldur er hugsanlegt að  notendur sem hafa til þess nóga tækniþekkingu og aðstöðu  búi til sjálfvirkni sem skoðar blogg þeirra oft. Það eru mýmörg dæmi um að netkosningar hafi verið falsaðar, bara núna nýlegt dæmi var þessi húsainnréttingaþáttur hjá Stöð 2.  

Það er furðulegt hvað fólk treystir svona teljaraupplýsingum

 Til gamans set ég mína eigin  teljara hér fyrir neðan til að  sannreyna  moggabloggstalninguna. Eins og sjá má þá er þetta blogg mikið skoðað og teljarinn snýst hratt.  Af því má draga þá ályktun að  þeir sem  lesa moggabloggin  lesi sérstaklega mikið teljarablogg um teljarablogg annarra moggabloggara. Það kemur líka fram hversu margir hafi skoðað  þetta blogg í dag (rauða boxið) teljari2 teljari3


mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það sem fer mest í taugarnar á mér, ef ég lendi í því að skoða blogg sem fylgja frétt, eru þau blogg áhugaverða, ef ekki spyrjandi og djúpa, titla en bloggið sem fylgir er þrjú orð.

ég er ekki tilbúin að dæma hvort þetta fólk sé að reyna að ná meiri gestum inn á síðuna sína, eða hvort þau hafa bara svona lítið um málið að segja en telja sig þurfa að segja eitthvað.

hvort sem það er þá er það pirrandi.

væri best ef fólk gæti bara commentað beint á fréttirnar. commentin væru falin nema fyrir þá sem vilja sjá, og þar gæti setningarnar flætt yfir.

ég er samt algjörlega sammála þér með útþynntar endurskrifaðar fréttir, hver nennir að lesa þær í heild sinni.

sbs (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Það eru mýmörg dæmi um að netkosningar hafi verið falsaðar, bara núna nýlegt dæmi var þessi húsainnréttingaþáttur hjá Stöð 2."

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði um þetta pistil í febrúar þar sem ýmislegt athyglisvert kom fram - sjá hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég verð að viðurkenna að ég geng ekki um með þá samsæriskenningu í huganum að mbl.is sé beinlínis að falsa þessar talningar. Og ég sem trúði öllu upp á Moggann hérna í gamla daga. Nenna þeir að standa í því að falsa svona tölur?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband