Flugvélagnýr í Hljómskálagarðinum

Það þarf að endursemja texta við þau sönglög sem börn syngja til að þau meiki sens fyrir Reykjavíkuræsku nútímans. Börnin alast nú  upp við að sjá ekki bra bra og bí bí heldur gargandi mávager á Tjörninni og þurfa að hækka röddina þegar þau tala og syngja í miðbænum til að yfirgnæfa flugvéladyninn þegar flugvélarnar fljúga yfir til lendingar.  Börnin ættu að syngja "Ég er frjáls eins og flugvélin, sem flýgur hér yfir, með feiknaleg læti" í staðinn fyrir textann "Ég er frjáls eins og fuglinn".

Ég fór á hátíð íbúa í 101 Reykjavík sem haldin var í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var. Þar skemmtu okkur frábærir listamenn, Svavar Knútur trúbator sem er í hljómsveitinni Hraun og Jón og Bryndís og svo stelpur sem skriðu upp úr öskutunnum.  Það má segja að garðurinn hafi verið einn risastór hljómskáli, síðdegisvélarnar voru að fljúga inn og komu inn í hljómlist trúbatorsins.

Hér er 9. mín. myndband sem ég tók af hátíðinni:


Það  var gott veður, fallegur og rómantískur staður í Hljómskálagarðinum og vönduð tónlistardagskrá.

Það væri gaman að hafa svona hátíð í Hallargarðinum. Í bernskuminningum mínum þá eru sumrin og Hallargarðurinn bundinn tengslum. Að fara niður í bæ á góðviðrisdögum var að fara í Hallargarðinn og busla í gosbrunninum sem þar var. Reyndar man ég ekkert eftir gosbrunninum, bara grunnri tjörn sem við krakkarnir busluðum í. Ég veit ekki hvers vegna hún fór en um leið og buslutjörnin hvarf þá hvarf fólkið úr garðinum.  Talandi um mannlausa garða þá er nú ekki almennt mikið af fólki á ferli í Hljómskálagarðinum. Það vantar eitthvað í þann garð sem dregur að fólk. Hins vegar er Austurvöllur lífæð í miðbænum á sólardögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég bý við Hljómskálagarðinn við Sóleyjargötuna.

Sonur minn hélt einusinni upp á afmæli frænda barna sinna, sem var gestkomandi hjá honum(við búum í sama húsi)  Hann fór með flugdreka sem börnin höfðu fengið á einhverri bensínstöðinni, þar sem það var gott veður með tilheyrandi innlögn inn eftir Tjörninni.

ÞAð skipti ekki neinum togum, að þegar þeir höfðu leikið sér um stund, komu SÉRSVEITARMENN í fullum skrúða inn í garðinn og kröfðust þess, að þau hættu að leika sér svona hættulega, þar sem þetta truflaði flugumferð og hefði verið klagað af Flugstoðum /flugturni.

Sonur minn spurði hvort vikomandi lögreglmaður vissi hvað hann hefði fverið að segja og benti á flugdrekann, sem er með eittvað svona 15m snúru og lítill eftir því,

Löggan varð skömmustuleg og sagði bar, að hann væri að far að fyrirmælum og þyrfti að biðja þau verða við óskum sínum um að hætta, ella yrðu þau kærð.

Rvíkurborg, borg Flugvéla ekki barna að leik með flugdreka þau gætu farið að syngja ,,fljúga skal flugdrekinn...............

Miðbæjaríhaldið

heldur í margt

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er ótrúleg saga, sérsveitarmenn að banna krökkum að leika sér með flugdreka! Það er spurning hvort ekki sé stórhættulegt að hafa flugvöll svona rétt hjá þéttri íbúðarbyggð.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.5.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það heyrist tvisvar í vídeóinu þegar flugvélar fljúga mjög lágt yfir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.5.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Að þessu eru vitni allmörg, foreldrar gestkomandi barna.  ÞAu urður gersamlega orðlaus.

 Miðbæjaríbúi og Íhald af Guðsnáð

Bjarni Kjartansson, 16.5.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband