Youtube uppfinning ársins samkvæmt Time

Youtube er í tísku núna. Ég er búin að vera þar notandi nánast frá því að það opnaði og heilmikið unnið í að sjá til þess að stóru risarnir gleyptu ekki það vefsetur. Ég hef sett inn um fimmtíu stuttmyndir sem ég hef sjálf gerð inn á Youtube. Hér er listi yfir mínar stuttmyndir

Reyndar er það sem ég geri mikið svokallað skjávarp (screencast) þannig að ég er að taka upp það sem gerist á tölvuskjánum en ég hef líka tekið myndir af götunni t.d. af betlarabörnum og götuvændi í Barcelona. Sumar af stuttmyndunum mínum hafa verið skoðaðar mörg þúsund sinnum, önnur stuttmyndin af götuvændi í Barcelona hefur verið skoðuð yfir 20 þúsund sinnum. 

 En flestir það eru miklu fleiri sem skoða efni á youtube heldur en sem setja inn efni þar.  Ég reyni að setja flestar mínar stuttmyndir á youtube vegna þess að þá er svo auðvelt að líma þær inn á blogg og þess háttar.

Hér er myndin mín af betlarabörnum og mæðrum þeirra. Hún hefur nú verið skoðuð um 2300 sinnum.

 

 

Þessi frétt er núna á mbl.is : 

Time velur YouTube uppfinningu ársins

Vefsetrið YouTube, þar sem notendur geta deilt myndskeiðum með öðrum, hefur verið valið uppfinning ársins af tímaritinu Time, og sló þar með við uppgötvun á bóluefni gegn kynsjúkdómi er veldur krabbameini, og skyrtu sem líkir eftir faðmlagi.

Segir Time að umfang og skyndilegar vinsældir YouTube hafi valdið gerbreytingu á dreifingu upplýsinga á netinu. Samkvæmt mælingum Nielsen NetRatings voru gestir á YouTube í september 27,6 milljónir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband