4.5.2008 | 16:15
Sound of Silence
Hversu oft frá því ég var barn að aldri hef ég ekki séð söngleikamyndina Sound of Music, myndina um góðu stúlkuna sem yfirgaf klaustrið og tók að sér að ala upp sjö börn. Börn sem áttu enga móður, bara föður sem var harðstjóri. Góða stúlkan breytti öllu, börnin urðu góð og prúð og sungu sig í gegnum lífið og góða stúlkan giftist harðstjóranum. Svona var ævintýri bernsku minnar, svona var lífsins söngur.
En smán saman lærði ég líka að hlusta á þögnina, hlusta á ósagðar sögur.
Ein af sögunum sem er ennþá ósögð er sagan af fjölskyldu Josep Fritzl og í þeirri sögu var líka harðstjóri og í þeirri fjölskyldu voru líka sjö börn. Stúlkan í sögunni heitir Elisabet Fritzl og hún var ekki lokuð inn í klaustri, hún var lokuð inn í dýflissu föður síns í 24 ár. Hún ól honum sjö börn. Þrjú voru borin út. Þrjú voru alin upp í dýflissu og sáu aldrei dagsljós. Eitt dó. Elsta barnið liggur helsjúkt á spítala.
Þó að sagan um ódæðisverk Josep Fritzl sé ennþá ekki sögð þá byrjuðu sögubrot að púslast í þá sögu fyrir mörgum, mörgum áratugum. Það var árið 1967 þegar Fritzl var 18 mánuði í fangelsi fyrir nauðgun. Það voru líka nokkur önnur tilvik þar sem hann var grunaður um kynferðisafbrot og nauðgunartilraunir. Það var þegar hann hóf að innrétta kjallararými og fékk leyfisbréf frá stjórnvöldum til þess. Það var þegar hann gróf út kjallarann. Það var þegar hann ferjaði inn mat í kjallarann í hjólbörum. Það voru sögurnar sem margir hafa sagt af hvernig hann barði og nauðgaði dóttur sinni og hvernig hún reyndi að strjúka þegar hún var 16 og 17 ára. Það var þegar leigjendur heyrðu skrýtin hljóð úr kjallaranum. Það var þegar ungbörn fundust þrisvar sinnum á dyratröppum. Það var þegar leigjendur urðu varir við að rafmagnsreikningurinn var óeðlilega hár og rafmagnsmælirinn snerist þó þeir væru ekki að nota rafmagn. Vinkona Elísabetar vissi að eitthvað var að þegar börnin byrjuðu að koma, hún vissi að Elísabet hataði föður sinn og hefði aldrei skilið börn eftir hjá honum.
Það voru mörg púsl sem hefðu átt að vekja einhver viðbrögð, einhverjar eftirgrennslanir en gerðu það ekki. En þegar komið er með fárveika dóttur Elísabetar á spítala þá finnst í fötum hennar miði frá móðurinni þar sem hún lýsir eins vel og hún getur sjúkdómseinkennum og bréfið lýsir umhyggju hennar og örvæntingu yfir veikindum dóttur sinnar. Þetta bréf passaði ekki við sögu Josep Fritzl af því hvernig Elísabet hefði yfirgefið stúlkuna og skilið hana eftir helsjúka á tröppunum eins og hin börnin þrjú. Það var þetta ósamræmi sem varð til þess að læknar höfðu samband við lögreglu og rannsókn hófst á málinu og leit að Elísabetu.
Hér eru nokkrar fjölmiðlagreinar sem lýsa aðstæðum og öllum þeim vísbendingum sem í gegnum árin hefðu átt að benda á að eitthvað verulega mikið var að:
Wall of silence hid Josef Fritzl's crimes (Sunday Herald)
Elisabeth Fritzl ran away at 16 but father hunted her down (Sunday Mirror)
Rape, incest and lies: the warped world of Herr Fritzl
Er brachte Lebensmittel mit Schubkarren in den Keller
Það er afar sorglegt að lesa frásagnir sem þessa:
Joseph Leitner, a former lodger, said that shortly after he moved in, he learnt through a friend that she had been repeatedly raped by her father. "I had a good friend from school who was really close to Elisabeth," said Mr Leitner, who lived at the house in the small and close-knit Austrian town of Amstetten between 1990 and 1994.
"I would say they were best friends - they spent a lot of time together. She confided in me, and told me what a monster Josef was - and what he had done to Elisabeth.
"But I decided I did not want to get involved. I did not want to get kicked out of the flat, I did not want to lose it. I kept myself to myself."
Það er líka átakanlegt að lesa þessa frásögn:
On Saturday April 19, Kerstin lapsed into unconsciousness and her mother begged Fritzl to call an ambulance to take her to Amstetten Community Hospital. She was diagnosed as having life-threatening kidney failure but what Fritzl did not know is that Elisabeth had concealed a note in her clothing to be found by hospital staff.
It read: "Wednesday, I gave her aspirin and cough medicine for the condition. Thursday, the cough worsened. Friday, the coughing gets even worse. She has been biting her lip as well as her tongue. Please, please help her! Kerstin is really terrified of other people, she was never in a hospital.
"If there are any problems please ask my father for help. He is the only person that she knows. Kerstin, please stay strong, until we see each other again! We will come back to you soon!"
When Fritzl arrived at the hospital and discussed Kerstin's condition and the mother's note with staff, they found aspects of the story to be odd. He used the old story of a child being dumped on his doorstep with a note but suspicious staff alerted the police two days later. Dr Albert Reiter said: "I could not believe that a mother who wrote such a note and seemed so concerned would just vanish. I raised the alarm with the police and we launched a TV appeal for her to get in touch."
En það er gott að starfsfólk á spítalanum var tortryggið og sá að það var eitthvað sem stemmdi ekki í sögunni. Móðir sem skrifar svona bréf með veiku barni sínu hún hverfur ekki.
Það ættu allir að reyna að hlusta á þögnina, hlusta á það sem ekki er sagt, horfa á vísbendingar og horfa líka á það sem maður leitar ekki að.
Lag og ljóð Simon og Garfunkel Sound of Silence talar núna til mín eins og það hafi verið samið um voðaverkin í Amstetten. Hér er það á Youtube og textinn er fyrir neðan.
Textinn er svona:
Hello darkness, my old friend,
Ive come to talk with you again,
Because a vision softly creeping,
Left its seeds while I was sleeping,
And the vision that was planted in my brain
Still remains
Within the sound of silence.
In restless dreams I walked alone
Narrow streets of cobblestone,
neath the halo of a street lamp,
I turned my collar to the cold and damp
When my eyes were stabbed by the flash of
A neon light
That split the night
And touched the sound of silence.
And in the naked light I saw
Ten thousand people, maybe more.
People talking without speaking,
People hearing without listening,
People writing songs that voices never share
And no one deared
Disturb the sound of silence.
Fools said i,you do not know
Silence like a cancer grows.
Hear my words that I might teach you,
Take my arms that I might reach you.
But my words like silent raindrops fell,
And echoed
In the wells of silence
And the people bowed and prayed
To the neon God they made.
And the sign flashed out its warning,
In the words that it was forming.
And the signs said, the words of the prophets
Are written on the subway walls
And tenement halls.
And whisperd in the sounds of silence.
Fjölskylda Fritzls á valdi óttans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Facebook
Athugasemdir
Sæl. J'u ég verð að taka undir meginstefið í hinum góða pistli þínum. Það er samt ávallt erfitt að taka á málunum á meðan allt er í gangi og hafa bara eitt og eitt púsl. óvættin naut greinilega vafans því miður. Það er voðalega auðvelt líka að vera vitur eftir á. Þessi saga Fritzls fjölskyldunnar er með meiri harmsögum sem maður hefur kynnst lengi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.5.2008 kl. 16:41
Sorglegra en tárum taki. Ein spurning þó. Hver lét þessa vesalings stúlku fá mat og aðrar nauðsynjar þegar karlófreskjan var ekki til staðar? Það er fyrir mér ráðgáta. Þegar maður les svona viðbjóð þá finnst manni stundum réttmætt að taka upp pyndingar og dauðarefsingu. Það er engin afsökun fyrir svona gjörðir, engin. Þetta er mannvonzka af verstu gerð. Guð hjálpi vesalings fórnarlömbunum. Með beztu kveðju.
Bumba, 5.5.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.