3.5.2008 | 23:20
Íslensk lén, íslenskir vafrar
Það er hægt að fá lén með íslenskum stöfum. Ég fékk mér lénið salvör.net og borgaði um 600 kr. íslenskar fyrir það ($8) hjá godaddy.com. Þetta er nú nú reyndar lénið http://www.xn--salvr-mua.net/ en svona íslenskun notar það sem kallað er Punycode
Það virkar fínt að slá inn í vafra bæði Internet Explorer og Firefox. Í Internet Explorer þá sér sá sem skoðar lénið aldrei nema íslenska lénið salvör.net í glugganum fyrir vefslóð en í Firefox þá sér maður slóðina á þessu skrýtnu punycode formi. Þetta stafar að því mér skilst af því að það er öryggisglufa varðandi svona lén, það er hægt að nota svona til að láta birtast eitt en senda notandann á annan stað einhvað stað til að komast yfir upplýsingar (Phishing)
Ég held að þetta sé leyst varðandi IE en ekki Firefox og því sé öruggast að birta notandanum raunverulegu slóðina. Það var reyndar hægt eitthvað að breyta þessu í Firefox en ég fann ekki út úr því. En jafnvel þó maður sjái skrýtnu slóðina www.xn--salvr-mua.net þá getur verið praktískt að eiga svona íslensk lén t.d. til að geta vísað íslenskum notendum á ákveðnar vefslóðir, það er ekki mikill kostnaður að borga 600 kall árlega fyrir það. Það er á mörgum stöðum á netinu hægt að fá ókeypis svæði til að vista gögnin sín, bæði vefi og blogg. Svo getur maður átt sitt lén og látið það vísa á það.
Það er hægt að kaupa lén á íslensku hjá icnic.is með .is endingu. Verðið er út í hött eins og raunar öll verðlagning á íslenskum lénum.
Íslenskun á vöfrum.
Það er líka hægt að sækja íslenska þýðingu á Firefox á firefoxis
Það er líka til íslensk orðabók fyrir Firefox
Það mun vera væntanleg íslenskun á Windows Vista núna í maí, ég veit nú ekki hvort vafrinn Internet Explorer sé inn í þeirri íslenskun, sjá nánar Windows XP á íslensku
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 4.5.2008 kl. 01:25 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alltaf svo frábærlega sniðug Salvör!! Þetta ætla ég að skoða.
alva (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 00:26
Farðu í about:config og skrifaðu "puny" í filter. Þá birtist breytan "network.IDN_show_punycode" sem er sjálfgefið stillt á "true". Tvísmelltu þannig að hún stillist á "false" og þá ætti lénið þitt að sjást í vefslóðarreitnum.
Elías Halldór Ágústsson, 5.5.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.