1. maí myndir - Bleikir fánar

Ég fór ekki í 1. maí gönguna. Dætur mínar héldu nú uppi merki mínu, þær voru í hópi femínista sem gáfu göngufólki bleika fána. Þær segja mér að áberandi sé hvað viðhorf gagnvart femínistum sé breytt og jákvæðara núna. Það er gott, kannski get ég þá snúið mér betur að öðrum baráttumálum svo sem baráttunni fyrir stafrænu frelsi, baráttunni fyrir að fá að taka stafræna hluti og afrita,  endurblanda og endurhanna, baráttu fyrir að hegða sér eins og tölvuhakkari, að fara inn í kóða og efni og breyta því og smíða eitthvað nýtt. Baráttunni fyrir öðrum dreifingarleiðum á gæðum heimsins en í gegnum kerfi sem byggir á peningum. Baráttu fyrir mannréttindum alls staðar, jafnt á Tálknafirði sem í Tíbet, mannréttindi  bæði fyrir fólk sem mér geðjast að og sem hefur sömu skoðanir og ég og mannréttindi fyrir fólk sem er með allt aðra menningu og siði og trú.

Hér er myndaalbúm með myndum frá 1. maí 2008. Kristín Helga og Ásta Lilja tóku myndirnar niðri í bæ í dag. 

 fyrstimai2008 053 

Kristín Helga með bleika fána og í bleikum femínistabol. 

  fyrstimai2008 035

Katrín Anna og Ásta Lilja

fyrstimai2008 036

Gísli heldur á skilti

fyrstimai2008 037

Fífa, Halla og Þorgerður 

fyrstimai2008 018

Hér er Katrín Anna að sníða fána úr bleiku efni. Femínistar hittust á kaffihúsi rétt fyrir gönguna og bjuggu til bleika fána sem þau gáfu göngufólki.

fyrstimai2008 034
Litlir femínistar búa sig undir átök framtíðarinnar

fyrstimai2008 061

Ásta Lilja með fána 

fyrstimai2008 059

Kristín Helga með fána 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Salvör mín. Það er margt gott í blogginu þínu svona yfirleitt en þetta bleika vesen á ykkur kvinnunum, er þetta ekki bara heilaþvottur ;-) 

Guðmundur Pálsson, 2.5.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband