30.4.2008 | 10:49
Morð á konum í herþjónustu
í stríðsátökum eru konur og börn oft mestu þolendurnir og mannfallið mest meðal þeirra þó að heimspressan flytji okkur fréttir af stríði eins og þetta séu bardagar milli hermannafylkinga sem séu að skjóta hver á aðra. Sannleikurinn er öðruvísi. Það eru miklu fleiri óbreyttir borgarar sem deyja af völdum stríðs í heiminum í dag heldur en hermenn.
En ef konur eru sjálfar hermenn?
Ef það er allt rétt í þessari grein Is There an Army Cover Up of Rape and Murder of Women Soldiers? þá er ástandið skelfilegt varðandi konur í bandaríska hernum. Greinarhöfundur rekur mörg tilvik þar sem kvenhermönnum var nauðgað og þær deyja en dauði þeirra er skilgreindur sem non-combat related injuries og í skýrslum er sagt að þær hafi framið sjálfsmorð. Svona byrjar þessi grein:
The Department of Defense statistics are alarming one in three women who join the US military will be sexually assaulted or raped by men in the military. The warnings to women should begin above the doors of the military recruiting stations, as that is where assaults on women in the military begins before they are even recruited.
But, now, even more alarming, are deaths of women soldiers in Iraq, and in the United States, following rape. The military has characterized each of the deaths of women who were first sexually assaulted as deaths from non-combat related injuries, and then added suicide.
Ég skrifa þetta blogg til að minnast hermannsins Ashley Turner og minna á hve einkennilega var staðið að rannsókn á morði hennar. Ashley var hermaður í herstöðinni í Keflavík og hún var myrt 14. ágúst 2005. Ég skrifaði á sínum tíma eftirfarandi um það mál Kona myrt í Keflavík - morðinginn gengur ennþá laus
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þarfar og góðar hugleiðingar, það eru með dapurlegri örlögum að gerast heilaþveginn hermaður, enn dapurlegra að gerast hermaður og vera síðan nauðgað og drepin af "félögum" sínum.
Margir hafa reynt í gegnum tíðina að hefja hermennsku uppá eitthvað hetjuplan, það er nákvæmlega ekkert hetjulegt við það að láta heilþvo sig og láta breyta sér í ósjálfstæða bardagavél sem tekur gagnrýnislaust við skipunum og framfylgir þeim, hvort sem það er að myrða íbúa í einhverju þorpi eða einhver önnur dagskipan.
Í stríði eru og hafa það alltaf verið óbreyttir borgarar sem fara verst og sérstaklega börnin, þau fá að finna fyrir því fyrst og eru stærstu fórnarlömb stríðsátaka, jafn sárt og það nú er að átta sig á því.
En á meðan gírugir stríðsgróðapungar stjórna flestum ríkissjórnum verður svo áfram.
SeeingRed, 30.4.2008 kl. 14:19
Góð skrif og SeeingRed er búinn að segja allt sem ég segja vildi um aumkunarverða hermensku og hergagnaframleiðenadógeð.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.4.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.