23.4.2008 | 08:58
Urriðafoss er náttúruperla
Um síðustu helgi þá fór ég upp að Urriðafossi. Ég man ekki eftir að hafa séð fossinn áður en ég varð mjög hugfanginn af honum og umhverfi hans. Svona til að leggja mitt lóð á vogarskálina í náttúruvernd á Íslandi þá skrifaði ég pistil á íslensku wikipedia um Urriðafoss og gaf heiminum tvær myndir af fossinum. Myndunum hlóð ég inn á Wikimedia Commons og skilgreindi höfundarrétt af þeim sem "Public domain" þannig að hver sem er má taka þessar myndir og gera hvað sem er við þær, þar með talið að nota búta úr þeim í önnur verk. Ekki þarf neitt að geta myndhöfundar. Önnur myndin er samsett úr þremur ljósmyndum sem ég saumaði saman með Photostich, hin myndin er bara falleg mynd af fossinum og íshrönninni við hann.
Hér er 1 mínútu vídeó sem ég tók af fossinum og umhverfi hans. Það er núna hægt að setja vídeó inn á Flickr myndakerfið. Ég setti CC höfundarrétt á vídeóið.
Best að ég skrifi líka pistil á ensku wikipedia um Urriðafoss.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum hjá þér Fr. Salvör og ekki veit ég hvernig þú kemur öllum þínum verkefnum af en gangi þér allt í haginn, kveðja B.F.
Baldur Fjölnisson, 23.4.2008 kl. 20:03
Gleðilegt sumar Salvör og takk fyrir skrifin þín í vetur.
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:44
Gleðilegt sumar Salvör og þakka þér fyrir skemmtileg samskipti í vetur.
Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.