Kerfisbundin kvennakúgun sem byrjar á barnamisþyrmingum

nujood-ali-yemen

 Stelpunni Nujood Ali í Jemen var í vikunni bjargað úr ánauð og miskunnsamur dómari veitti henni skilnað frá eiginmanni sínum.  Hún var  8 ára seld af föður sínum í hjónaband til  30 ára manns og neydd til að flytjast til hans og nauðgað og misþyrmt  mánuðum saman áður en henni var bjargað.  Nujood kemur úr bágstaddri fjölskyldu, faðir hennar er betlari  og þjáist af geðsjúkdóm. Það má lesa  sögu Nujood í þessum greinum:

Parliament refuses to legislate minimum age for marriage

8 year old  girl asks for divorce in court

Hér eru myndir frá réttarhöldunum

Nujood er ekki eina stelpan í heiminum sem býr við svona skelfilegar aðstæður, aðstæður þar sem hún er hneppt í ánauð á barnsaldri og ætlað að vera kynlífsþræll og heimilisþræll manns sem hefur keypt hana af föður hennar. Það eru  tugmilljónir telpna viðs vegar um heiminn í svona stöðu,  lesið líka sögurnar af Rakiya og  Maimuna og  Chaya og Zulai og Helena og Rohini og Aisha og Adjaratou og Fatoumata og Halima og Mariana og Takia og Shahnaz og Rebeca og Nurjahan og Bijli og. Shein svo aðeins séu sett andlit á örfáar af þeim stúlkum sem sviptar eru bernskunni og framtíðarmöguleikum og lokaðar inn á heimilum ofurseldar valdi karlmanna sem hafa samið um ævilanga notkun á þeim sem vinnuþrælum, kynlífsþrælum og útungunarvélum fyrir börn sín. Allt er þetta gert í krafti hefðarinnar og viðtekinna venja í samfélaginu og sums staðar í heiminum er mjög erfitt fyrir foreldra að  vernda dætur sínar svo þær  geti aflað sér menntunar og gifti sig eldri. 

0,1020,1048831,00Hér til hliðar er áhrifarík ljósmynd sem sigraði í ljósmyndasamkeppni Unicef árið 2007, þetta er mynd af 40 ára afgönskum karlmanni og 11 ára stelpu sem er verðandi eiginkona hans. Ljósmyndarinn er Stephanie Sinclair og hún spurði stelpuna hvernig henni liði og stelpan svaraði : "Ég finn ekki til neinna tilfinninga, ég þekki þennan mann ekki, hvernig á mér að líða? Sinclair birtir fleiri myndir af þessari stelpu og umhverfi hennar og annarra barna í þessu vídeói sem fjallar um giftingar stúlkubarna og afleiðingar þeirra.

Viðhorf karlmanna sem kaupa stúlkubörn eru kannski svipuð og fyrrverandi eiginmanns barnsins Nujood en hann telur sig í heilögum rétti og  neitar að sleppa stúlkunni og viðurkenna skilnaðinn og segir:

“I will not divorce her, and it is my right to keep her. No need to sleep with her, at least I can have her as a wife. No power can stop me,” the husband, Faez Ali Thamer, said.

“It is not a matter of loving her, I don’t, but it’s just a challenge to her and her uncle who think that they can put me in jail and also the judge has no right to bring me here. How did she dare to complain about me?” he threatened.

Eiginmaðurinn fyrrverandi er í varðhaldi að mér skilst vegna þess að hann er talinn vera hættulegur öryggi Nujood en samkvæmt lögum Jemen telst hann ekki hafa framið neinn glæp. Það er útbreiddur siður í Jemen að gifta stelpur á barnsaldri eins og víðar í heiminum. Hér eru upplýsingar úr rannsókn á vegum Sana háskólans:

"A 2006 field study revealed that child marriage among Yemeni girls reached 52.1%, compared to 6.7% among males. The study, conducted by the Woman and Development Study Center, affiliated to Sana’a University, looked at 1,495 couples, concluding that there is a huge age gap between the spouses.

The study established a comparison between ages of spouses in their first marriage through three generations. It disclosed that marriage age raised gradually from an average of 10.24 years to 14.70 years for women and from 20.97 to 21.54 years for men. It indicated that the average marriage age varies from one geographical area to another; for example, it showed that girls in Hodeidah and Hadramout married at the average age of eight, while in Mukalla the average age was 10."

Heitir reitir

Jemen er heitur reitur í heiminum ekki aðeins á sviði orkumála en nýlega var Össur iðnaðarráðherra þar í jarhitaútrásarham og að biðja um að  Jemen styðji framboð Íslands til öryggisráðsins  Hér er ræða sem Össur flutti í Jemen og hér er fréttin þegar  REI gerði samning í Jemen

stulknagiftingar Jemen er einn af heitum reitum heimsins í barnagiftingum en sjá má hvar ástandið er verst í þessari töflu, sjá nánar á Global Hotspots for Child Marriage

60 milljónir barna í heiminum eru neydd til að giftast og er meira en helmingur þeirra í Suður-Asíu. Stærst er vandamálið í Rajasthan á Indlandi en þar giftast 15% stelpna áður en þær verða 10 ára.

Í sumum löndum er meirihluti stúlkna giftur fyrir 18 ára aldur. Það eru   82% í Niger, 75% í  Bangladesh, 63% í Mali, 63% í Nepal, 57% í Eþjópíu , 57% á Indlandi og  50% í Uganda. (DHS, 1996-2001)

í  Nepal eru 7% stúlkubarna gift fyrir 10 ára aldur og   40% fyrir 15 ára aldur.  (UNICEF, 2001)

Í Amhara í Eþjópíu eru 50% stúlkna gift fyrir 15 ára aldur. 

Það er sem betur fer vakning í mannréttindamálum sem snerta konur og börn, bæði sjá sífellt fleiri hvernig það er hlutskipti margra kvenna að vera ánauðugir kynlífsþrælar m.a. á Vesturlöndum og þar er Ísland ekki undanskilið. Það er  gríðarlegur fjöldi kvenna og barna sem eru fluttar mansali milli landa, núna löngu eftir að þrælahald er afnumið í lögum allra landa. Melludólgsiðjan er stóriðnaður í okkar heimshluta, iðja sem er líka varin af svo mikilli heift og kvenfyrirlitningu af sumum karlmönnum í okkar samfélagi að það minnir  á þá sem verja kvennakúgun og barnagiftingar í fjarlægum löndum - varin sem eitthvað grunngildi í samfélaginu sem ekki megi hrófla við, það séu mannréttindi karlmanna að fá að kaupa vændi og kynlífsþjónustu, með því að vísa í frelsið - frelsi sem þá er skilgreint sem frelsi neytandans, frelsi vestrænna karlmanna til neyslu og nautna. Ef til vill eru aðstæður telpunnar Nujood Ali í Jemen og telpunnar Thelmu sem sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba ekki svo ólíkar, báðar eru þær frá brotnum fjölskyldum þar sem feður er geðbilaðir en drottna samt yfir örlögum þeirra og selja þær til kynlífsathafna.

Sem betur fer hefur fólk bundist samtökum víða um heim að benda á þetta og kvenréttindasamtök í Jemen hafa unnið mikið starf og það er flott að þetta mál setur andlit á þær þjáningar sem margar milljónir barna þurfa að búa við. Vonandi styður  alþjóðasamfélagið við þá sem gagnrýna stjórnvöld í Jemen og reyna að mynda pressu á stjórnvöld þannig að barnagiftingar verði ekki heimilaðar.

Bætt menntun kvenna og mannréttindi fyrir stúlkubörn eru brýn verkefni í heiminum í dag, ekki bara vegna þeirra miklu þjáninga sem núverandi ástand skapar heldur líka vegna þess að lykillinn að velsæld í framtíðinni hjá fátæku fólki er í menntun. Ekki síst í betri menntun kvenna sem miðla þeirri menntun til barna sinna á ýmsan hátt m.a. með viðhorfum en betri menntun veldur líka að konur verða úrræðabetri og geta sjálfar betur brauðfætt sig og verða sjálfstæðari. Giftar konur eru víðast hvar teknar úr skóla og stúlkurnar eru lokaðar inn á heimilum þegar þær giftast. En sums staðar er samfélagið þannig að konum og meybörnum er kerfisbundið haldið niðri með því að einangra þær og passa að þær fái enga menntun. Það má minna á að Talibanar bönnuðu alla menntun kvenna og bönnuðu líka konum að vinna launaða vinnu. 

Við getum lagt okkar af mörkum með því að taka þátt í að styðja mannréttindastarf innan landa eins og Jemen, hjálpa' til að skapa þrýsting á stjórnvöld þar og styðja við menntun þar á ýmsa lund. Hér er skemmtilegt blogg frá Jóhönnu Kristjónsdóttur með frásögnum af börnum í Jemen  sem Íslendingar styrkja til náms: http://jemenborn.blogspot.com/  


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er sannarlega skelfilegt og mér finnst að allar heimsins konur eigi að taka höndum saman og vinna gegn kvennakúgun.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Frábær grein. Kvennakúgun er eitthvað sem þurfum að vinna gegn öll saman, það er hræðilegt hvað það er komið illa fram við konur í mörgum löndum. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem þarf að vinna gegn í heiminum.

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 16.4.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Vönduð og góð færsla, Salvör.  Þakka þér fyrir hana.

  Skelfing og ómenning sem ríkja í málum ungra stúlkna víða, og hroðalegt þegar þeim er þröngvað í hjónaband og kynlíf löngu áður en þær sjálfar verða kynþroska.  Eru blessuð börn, og vita ekki hvað þær hafa gert af sér til að eiga slíkt harðræði skilið, svo ekki sé minnst á alla þjáninguna, líkamlega og andlega.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband