Nú hefur Háskóli Íslands tekið á máli bróður míns og háskólarektor ritað honum bréf þar sem hún átelur vinnubrögð hans og segir þau hafa rýrt traust skólans. Þetta bréf er samt ekki áminning skv. stjórnsýslulögum heldur átala sem ég held að hafi ekkert lagalegt gildi. Það er mitt mat að HÍ bregðist rétt og skynsamlega við þessi máli og taki af mildi á yfirsjón starfsmanns sem hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarrétti. Stjórn HÍ er stjórnvald og ber að hlýða landslögum og þeim túlkunum á lögum sem felast í Hæstaréttardómum.
Hannes stóð sig vel í Kastljósviðtalinu og ég er ekki í vafa um að hann hefur mikið lært af þessu máli. Hann gerði mistök sem fræðimaður, mistök em hann gengst fúslega við, Hann segir Ég hefði átt að vanda mig betur" og Mistökin eru til að læra af þeim
Það ekkert að því hvernig HÍ tekur á þessu máli og hvernig ætlunin er að bregðast við með því að setja starfsreglur en fram kemur í Mbl : "Rektor hefur sett af stað vinnu innan skólans um setningu starfsreglna þar sem meðal annars verður tekið á þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við mál dr. Hannesar til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp aftur."
En það sem mér finnst meiriháttar undarlegt er hvernig umfjöllun sumra fræðimanna og listamanna á Íslandi er um þetta mál og hve sýn þeirra er þröng og einsleit og hvernig þeir taka sér stöðu sem gæslumenn höfundarrétthafa og hliðverðir á því sviði hver má segja hvað um hvern á hvaða hátt. Ég héld að þessi hópar - fræðimenn og listamenn og allir þeir sem vinna við einhverja sköpun áttuðu sig betur á hve hroðaleg kyrkingartök höfundarréttarlög hafa á tjáningu, sköpun og dreifingu og notkunarmöguleikum á hugverkum. Ég er forviða yfir að menningarsetur eins og kistan.is skuli ekki hafa áhuga á því fjalla um þetta mál og önnur höfundarréttarmál út frá því sjónarhorni heldur einsetja sér að koma upp raddkór til að hæða og smána bróður minn. Sjá nánar grein mína Kistan.is - leikvangur fáránleikans
Ég var hissa á bloggi hjá Hlyni sem er starfandi listamaður, það er skrýtið að listamaður skrifi þetta rætna og viðbjóðslega blogg Hannes Hólmsteinn rekinn frá Háskóla Íslands
Hlynur segir m.a.
Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Háskólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn.
Þessi söfnun fyrir aumingja Hannes er fullkominn brandari. Þrátt fyrir að vera aðal frjálshyggjugúrú landsins hefur hann alla ævi verið á ríkisspenanum. Var alltaf hjá Ríkisútvarpinu en ekki á Stöð 2 og er nú "prófessor" hjá ríkisháskólanum Háskóla íslands en ekki hjá einkaskólanum HR eða bara Bifröst. Maðurinn er er fullkomlega óhæfur kennari hvað þá meira.
Ég tjáði mig í athugasemdum við það blogg:
Ég veit ekki hvort þú ert starfandi myndlistamaður Hlynur eða hvort þú starfar við eitthvað annað í dag. En ég vil benda þér á að kynna þér hvernig staðan er í höfundamálum í dag, sérstaklega höfundarmálum sem tengjast hinu starfræna og nettengda rými sem sífellt fleiri listamenn kjósa sem efnivið og vettvang verka sinna. Höfundarréttarlög eru gjörsamlega á skjön við þann veruleika sem við búum við í dag og er mjög hamlandi fyrir alla sköpun og vinnu með efni.
Fyrir blómlegt og skapandi listalíf er lífsnauðsyn að ekki séu of miklar hömlur lagðar á tjáningu. Eitt tjáningarform nútímans og hluti af listsköpun er Remix og framleiðsla hluta er meira að færast í átt að mods, hacks, diy hugsun er andstæðan við fjöldaframleiðslu, færiband og tilbúnar lausnir - hún er uppreisnarandi, remix eða hakkarahugsun þar sem ekki á endilega að nota hluti á þann hátt sem vanalegt er eða sem þeir eru framleiddir fyrir heldur tengja upp á nýtt, endurblanda og endurhanna.
Það er verulega mikið í húfi fyrir listamenn og alla sem vinna að einhvers konar sköpun að sem minnstar hömlur séu lagðar á tjáningarfrelsi - ekki bara tjáningarfrelsi til að enduróma og endurtaka heldur líka tjáningarfrelsi til að raða orðum upp á nýtt og endurblanda og endurhanna efni frá öðrum.
Í fljótu bragði sé ég bara eina lausn í sjónmáli á meðan samfélagið lagar sig að þessum nýja veruleika - það er að skapandi fólk sniðgangi algjörlega og vinni ekki með efni sem ekki er með opnum höfundaleyfum.
Það er skrýtið að listamenn og listavefir eins og kistan.is taki þátt í aðför að Hannesi með þessum hætti. Ég skrifaði blogg um það Kistan.is - leikvangur fáránleikans
Hlynur svaraði í athugasemd.
Já, Salvör ég er starfandi myndlistarmaður og hef einmitt fjallað heilmikið um tjáningarfrelsið og einnig um réttindi listamanna, líka á eigin verkum.
Ég skoðaði þau verk sem Hlynur benti á, hann segir þar að fyrir sér vaki: "The work is intentionally provocative, and my hope is to encourage discussion about these themes."
Ég er ekki alveg viss um hvort Hlyni sé alvara með bloggi sínu um Hannes, hvort hann sé virkilega svona grunnur og blindur af heift eða hvort þetta blogg sé ef til vill listsköpun - svona til að stuða og reyna á þolmörk tjáningarfrelsins. Ég vona að það sé það síðara. Þess má reyndar geta að ég hélt á sínum tíma að 2500 innantómar tjáningar Stebbafr á málefnin.com sem voru allar með risamynd af Stebba sjálfum væru listrænn gjörningur sem mér þótti reyndar mjög smartur. En Stebbifr hefur nú fyrir flutt sig á moggabloggið og hefur að sumu leyti sama ritstíl þar, svona zombíaritstíl þannig að maður er ekki alltaf viss hvort hann er vélmenni sem endurskrifar fréttir eða maður. En megi þúsund blóm blómstra og megi Stebbifr ná nýjum hæðum í sínum ritstíl. En vonandi verða ekki of margir sem tjá sig á einn hátt, vonandi verður okkur ekki öllum þröngvað í sama mót og vonandi verður ekki bara einn viðurkenndur tjáningarmáti.
Ég veit ekki hversu beitt listsköpun Hlyns er varðandi tjáningarfrelsið, ég vona alla vega að einhvern tíma eigi listamenn á Íslandi beittari verk varðandi tjáningarfrelsi en skrifa á veggi með rauðu bleki á tveimur tungumálum að Osama bin Laden sé terroristi.
Það er ekki nóg að maður verði að stúdera lög og lesa hæstaréttardóma til að fá botn í Hannesarmálin, það eru líka komin inn í íslenskuna alls konar ný orð, orð eins og fótnótufræðingar, gæsalappalið, allsherjartilvísandir og rittaka. Svo er líka núna með bréfi háskólarektors sem kallað er átala komið inn eitthvað nýtt mínuspunktakerfi í mat á störfum háskólakennara.
Vonandi mun hatur á Hannesi og óbeit á þeim sem stýrðu íslensku samfélagi í kringum árþúsundamótin samkvæmt hugmyndafræði sem Hannes mótaði ekki blinda þeim fræðimönnum og listamönnum sýn á að það er virkilega mikið að varðandi höfundarréttarmál og það lagaumhverfi sem við búum við núna eru algjörlega á skjön við þá átt sem samfélagið stefnir inn í.
Hannesarmálið vekur mikla athygli á Íslandi. En önnur dómsmál íslensk vekja þó meiri athygli heimsbyggðarinnar á Netinu. Úrskurður í Istorrent-málin vekur vonargneista sum staðar erlendis , sjá hérna Iceland Rules Torrent Files Not Copyrighted
Því miður er alþjóðasamfélagið þó þannig að þeim samfélögum sem upp hafa vaxið á Netinu og þar sem hugverk varin eignarétti flæða á milli eftir þeim nýju farvegum sem nettæknin hefur gert mögulega er kennt um allt, líka hryðjuverkaógnina, sjá hérna:Mukasey: piracy funding terror - Yahoo! News
Átelur vinnubrögð Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lenda rímixarar ekki í vandræðum þegar þeir gefa ekki upprunalegum höfundum/flytjendum kredit og peninga?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:16
Athyglisverður pistill hjá þér Salvör og er ég sammála í nánast einu og öllu.
Það verkefni sem fyrir löggjafarvaldinu liggur, er að skilgreina nákvæmlega hver notkun og afritun á stafrænu formi hugverka á að vera. Þetta er allt of óskýrt í dag, auk þess sem ekki eru allir sammála um hvað telst siðlegt í þessum efnum.
Mér finnst t.d. kjánalegt að halda því fram að ,,tap" mynd- og flutningsréttareigenda sé svo og svo mikið, þegar greinilega er gert ráð fyrir því að hvert einasta afritaða eintak myndi verða selt eintak.
Mín siðferðisvitund setur strik á milli þess að dreifa efni ókeypis og jafnvel skoða áður en maður kaupir (ég hef oft keypt tónlist eftir að hafa hlaðið henni niður ,,ólöglega" á tölvuna mína) og þess að beinlínis græða á afritun á hugverkum annarra. Sem dæmi má nefna öll ,,bootleg" eintök af hinum og þessum myndum. Slíkt hef ég aldrei keypt og mun aldrei gera, því þar er þriðji aðili farinn að græða á því sem hann hefur stolið. Skamm!
Beztu kveðjur...
Sigurjón, 4.4.2008 kl. 10:48
Þessi niðurstaða er verri fyrir Hannes sjálfan og HÍ en hefði hann fengið áminningu.
María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:24
Vonandi lýkur þessu máli hér með. Mistök voru gerð, mistök voru viðurkennd. Allir geta gert mistök einhverntíma á lífsleiðinni. Óþarfi er að strá salti í sárin.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:56
Sammál þér Salvör. HHG vann varnarsigur, eins og vinstrisinnar myndu eflaust segja í svipaðri stöðu. Hann kom mjög heiðarlega fram í Kastljósi og var jafnvel óþarflega lítillátur.
Mér þykir þetta mál nú vera dautt.
Júlíus Valsson, 4.4.2008 kl. 15:09
Þetta er beittur stíll Salvör og þú ekki síðri penni en HHG. Þú sveiflar stílvopninu að tveimur akureyringum sem teljast stjórnmálafræðilega mér á sitt á hvora hönd. Mér sýnist þeir hafi a.m.k. farið á annað hnéð. Fyrir mér er ekki þetta málefni vinstri/hægri fólks. Kastljósið tel ég vera endapunktur og sáttmáli HHG og almennings. Hann hefur farið öll þrep samskiptanna: Skilið brotið, beðist afsökunnar og boðist að bæta. Það nægir mér.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:50
Sæl Salvör.
Góður pistill eins og þín er von og venja ætíð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.4.2008 kl. 00:17
Já, tímarnir breytast, umsnúast. Halldór Kiljan væri ekki í góðum málum núna ef hans frábæra framsetning á ævisögu skáldsins á Þröm væri nýkomin út. Í staðinn var hann dæmdur fyrir stafsetningu!
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:16
Rétt er það, Hlynur, Kiljan tók mjög margt frá þessum afabróður mínum og var ekkert að nefna það í Heimsljósi, ekki einu sinni aftanmáls.
Eitt er merkilegt í þessari umræðu allri. ReykjavíkurAkademíuliðið sem gerir sig svo fyrirferðarmikið í fordæmingu á dr. Hannesi -- sama fræðafólkið og safnast á Kistan.is -- aðhyllist í stórum stíl þá stefnu sem kölluð er póstmódernismi. En nú er það eitt séreinkenni þeirrar stefnu að gæla og spinna endalaust við s.k. 'intertextualitet' -- og hvað er það, góðir hálsar? Jú, að vera sífellt að endurvinna gamla texta, 'stela' héðan og þaðan úr bókmenntunum, skreyta sig sem mest með fjöðrum annarra og hella því út í súpu sína til að bragðbæta hana. Mesta listin á víst að vera sú að vera með þetta falið innan um allt hitt -- og gáfnaljósin póstmódernísku meðal lesendanna eiga að vera þau, sem kannast við þessi minni úr skrifum annarra, íslenzkra sem annarra, ekki sízt dadaista, absúrdista, súrrealista, Foucault-sinna og annarra framúrstefnumanna, og njóta þess í botn að þessu sé öllu hrært saman. Enginn gerir þar athugasemd við, að þetta sé neitt ófrumlegt, hvað þá ritstuldur, og mesta goðgáin væri sú að ætlast til þess að einhver þessara orðlistamanna færi að viðurkenna þakkarskuld sína með því að strá gæsalöppum yfir allt verkið.
Svo mæta þessir sömu fræðingar á Kistan.is og draga Hannes Hólmstein fyrir dómstól götunnar
Jón Valur Jensson, 5.4.2008 kl. 08:41
Þetta átti nú að enda á upphrópunarmerki hjá mér!
En það var líka rétt hjá Salvöru, að ungum myndlistarmanni eins og Hlyni farist einna sízt að gagnrýna bróður hennar fyrir vinnubrögðin, því að þetta er einmitt einn háttur margra þeirra að skeyta saman verk úr ýmsum áttum, sbr. s.k. "collage-list", og eru margir stórtækir og jafnvel frægir á þessu sviði eins og t.a.m. Jeff Koons. Sjálfir þekkjum við Íslendingar þetta t.d. hjá Erró. Þeir, sem lengst ganga í collage eru reyndar svo grófir, að í raun eiga þeir ekkert "frumsamið" í verkinu, einungis samsetninguna og nafnið sitt neðst í hægra horni.
Jón Valur Jensson, 5.4.2008 kl. 11:24
Þetta er nú undarlegur pistill Salvör og kallast sennilega "rætinn" en þó ekki "viðbjóðslegur" svo notuð séu miður smekkleg orð þín, í minn garð.
Þú "gleymdir" hinsvegar smá kafla úr blogginu mínu þar sem ég skrifa:
"Ég virði HHG samt fyrir að viðurkenna mistök (tæknileg!) sín. Hann er maður af meiri. Einmitt, vanda sig betur næst."
Slappast af þér er samt að reyna að snúa út úr verkinu mínu sem ég gerði í Texas. Annaðhvort hefur þú ekki lesið um verkið, eins auðvelt hefði verið og sennilega velur þú frekar að"misskilja" það. Þessi texti þinn bendir til þess:
"Ég veit ekki hversu beitt listsköpun Hlyns er varðandi tjáningarfrelsið, ég vona alla vega að einhvern tíma eigi listamenn á Íslandi beittari verk varðandi tjáningarfrelsi en skrifa á veggi með rauðu bleki á tveimur tungumálum að Osama bin Laden sé terroristi."
Og svo gleymdir þú fyrri myndinni:
Það er betra að birta allan sannleikan en hálfsannleika Salvör. Þú gerir það bara vonandi næst. Svo bið ég þig vel að lifa.
Með bestu kveðjum,
Hlynur Hallsson, 6.4.2008 kl. 11:52
Hannes Hólmsteinn var ekki að búa til skáldverk, þegar hann réðst í að skrifa ævisögu HKL. Það er kjarni málsins. Í umfjöllun um höfundarrétt er einmitt tekið tillit til þess hvort tilgangur manna er fræðilegur eða listrænn. Þannig var úrvinnsla Kiljans á dagbókum skáldsins á Þröm í skáldsögunni Heimsljós gerð í listrænum tilgang, en var ekki uppistaðan í fræðilegri úttekt á persónunni. Um meðferð á heimildum sem notaðar eru við smíði fræðigreina og fræðibóka gilda síðan reglur sem kenndar eru til stúdentsprófs. Þær eru skýrar og auðveldar í notkun og má þá einu gilda hver isminn er, sem menn kjósa að halla sér að í amstri dagsins.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.